Page 1 of 1

Fyrsti hveitibjórinn

Posted: 9. Oct 2009 00:58
by Idle
Þetta er uppskrift sem ég hef verið að hnoða saman. Gaman væri að fá álit ykkar á henni, ef eitthvað mætti betur fara.

Code: Select all

Batch Size: 18,93 L      
Boil Size: 22,71 L
Estimated OG: 1,052 SG
Estimated Color: 3,6 SRM
Estimated IBU: 13,9 IBU
Brewhouse Efficiency: 75,00 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
2,20 kg       Wheat Malt, Ger (2,0 SRM)                 Grain        53,01 %       
1,70 kg       Premium Pilsner (2 Row) Ger (2,0 SRM)     Grain        40,96 %       
0,25 kg       Cara-Pils/Dextrine (2,0 SRM)              Grain        6,02 %        
30,00 gm      Hallertauer Hersbrucker [4,00 %]  (45 min)Hops         13,9 IBU      
10,00 gm      Hallertauer Hersbrucker [4,00 %]  (15 min)Hops          -            
1,00 tsp      Irish Moss (Boil 15,0 min)                Misc                       
1 Pkgs        SafBrew Dry Ale (Fermentis #WB-06)        Yeast-Wheat                

Re: Fyrsti hveitibjórinn

Posted: 9. Oct 2009 07:44
by Braumeister
Mínar athugasemdir...

Carapils: Ég myndi sleppa því. Hveitibjór á að vera þurr og auðdrekkanlegur, renna viðstöðulaust ofan í mann í miklu magni. Hveitimaltið leggur til þann kropp og froðu sem þarf.

Seinni humlaviðbótin: Hveitibjórar eru yfirleitt humlaðir með einni 60 mín. bitrunarviðbót. Aromað sem þú færð út úr þessu mun sennilega drukkna í esterum hvort eð er.

Irish Moss: Ég myndi sleppa því. Hveitibjór á að vera þokukenndur. Mikið af þessari þoku kemur vegna próteina frá hveitinu (annars væri til dæmis ekki hægt að fá þokukenndan hveitibjór af krana).

mkv.

Re: Fyrsti hveitibjórinn

Posted: 9. Oct 2009 09:30
by Eyvindur
Tek undir allt með síðasta ræðumanni. Humlar eru nánast aukaatriði í hveitibjórum (í það minnsta þeim hefðbundnari). Ég veit um mann sem gerði humlalausan hveitibjór.

Ég held reyndar að þú þurfir hrísgrjónahýði ef þú ætlar að nota svona mikið af hveiti. Þessi hlutföll eru mjög góð ávísun á stuck sparge, held ég. Ekki spyrja mig hvar þú færð slík hýði, samt.

Re: Fyrsti hveitibjórinn

Posted: 9. Oct 2009 19:59
by Idle
Tók CaraPils út (hef séð uppskriftir með og án þess, svo ég var ekki viss hversu mikil þörf væri á því). 25 gr. Hersbrucker í 60 mínútur (kom að vísu ekki fram að seinni humlarnir áttu að vera "aroma steep" í 15 mín. eftir suðu). Þá lítur þetta svona út, einfalt og ódýrt:

Code: Select all

Batch Size: 18,93 L      
Boil Size: 22,71 L
Estimated OG: 1,051 SG
Estimated Color: 3,6 SRM
Estimated IBU: 12,7 IBU
Brewhouse Efficiency: 75,00 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
2,10 kg       Wheat Malt, Ger (2,0 SRM)                 Grain        51,22 %       
2,00 kg       Premium Pilsner (2 Row) Ger (2,0 SRM)     Grain        48,78 %       
25,00 gm      Hallertauer Hersbrucker [4,00 %]  (60 min)Hops         12,7 IBU      
1 Pkgs        SafBrew Dry Ale (Fermentis #WB-06)        Yeast-Wheat                

Re: Fyrsti hveitibjórinn

Posted: 9. Oct 2009 21:16
by Andri
þú gleymdir að taka það fram að kippa af þessu fer í bjórsöfnun Andra, færð græna slaufu með humlum á svona svipaða og bleika slaufan í staðin

Re: Fyrsti hveitibjórinn

Posted: 9. Oct 2009 21:18
by Andri
og já þetta með irish mossið, ég hefði líka sagt eitthvað um það þar sem ég hef aldrei séð neinn tærann hveitibjór. Ég vill alltaf hafa extra mikið af þessu jukki í botninum á flöskunum, passa mig að ná öllu úr flöskunum.

Re: Fyrsti hveitibjórinn

Posted: 9. Oct 2009 21:20
by Eyvindur
Þess vegna heitir þetta hefeweizen - Gerhvítur.

Re: Fyrsti hveitibjórinn

Posted: 9. Oct 2009 21:31
by Idle
Andri wrote:og já þetta með irish mossið, ég hefði líka sagt eitthvað um það þar sem ég hef aldrei séð neinn tærann hveitibjór. Ég vill alltaf hafa extra mikið af þessu jukki í botninum á flöskunum, passa mig að ná öllu úr flöskunum.
Hefurðu ekki séð Freyju frá Ölvisholti?

Annars er til stíll sem heitir Krystal Weizen, og er "síaður" Hefeweizen; kristaltær, og bragð af gerinu (bananar og fleira) ekki eins áberandi. Mér finnst hvorttveggja fínt.

Re: Fyrsti hveitibjórinn

Posted: 10. Oct 2009 18:36
by Hjalti
Hann er skýjaður úr gerjun, svo er hann síaður (ekki með irish moss) til að vera seljanlegri á íslandi.

Re: Fyrsti hveitibjórinn

Posted: 10. Oct 2009 20:06
by ulfar
Gefðu þér góðan tíma í skolunina. Hef lent í vandræðum með þetta mikið af hýðislausu korni. Ef það gertist er þó skárra að hafa góðan tíma og litlar skuldbindingar.

Re: Fyrsti hveitibjórinn

Posted: 30. Oct 2009 12:17
by kristfin
ég smakkaði þennan í fyrradag. leyfði honum að vera í ísskáp í nokkra tíma og helti síðan í hveitibjórsglasið mitt.

flottur haus og ljós skýjaður bjór. sætukeimur og gott eftirbragð. hver sopi kallar á annan.

gaf konunni að smakka. hennar fyrsta komment var, eftir að hafa smjattað vel á og horft á mig :"af hverju býrð þú ekki til svona góðan bjór"

mér finnst þessi bjór frábær. gæti vel hugsað mér að koma heim vitandi af honum í skápnum.

skál

Re: Fyrsti hveitibjórinn

Posted: 1. Nov 2009 17:36
by hrafnkell
Mér finnst þessi alveg rosalega spennandi - Hvar fékkstu hráefnið í hann?

Re: Fyrsti hveitibjórinn

Posted: 1. Nov 2009 17:47
by Idle
hrafnkell wrote:Mér finnst þessi alveg rosalega spennandi - Hvar fékkstu hráefnið í hann?
Ölvisholti.

Re: Fyrsti hveitibjórinn

Posted: 1. Nov 2009 19:33
by hrafnkell
Idle wrote:
hrafnkell wrote:Mér finnst þessi alveg rosalega spennandi - Hvar fékkstu hráefnið í hann?
Ölvisholti.
Snilld! Það læðist að mér sá grunur að þetta verði all grain nr 2 sem ég prófa :) Þarf bara að finna út hvað nr 1 verður.

Re: Fyrsti hveitibjórinn

Posted: 17. Nov 2009 15:48
by Bjössi
ég er spenntur fyrir þessum
Hvernig tókst til Hrafnkell?

Re: Fyrsti hveitibjórinn

Posted: 17. Nov 2009 16:50
by hrafnkell
Bjössi wrote:ég er spenntur fyrir þessum
Hvernig tókst til Hrafnkell?
Ég var bara að panta innihaldið í hann, ætli ég skelli ekki í lögn innan 2ja vikna eða svo.

Re: Fyrsti hveitibjórinn

Posted: 17. Nov 2009 22:40
by Bjössi
ahhh....ok, sama staða hjá mér, vantar hráefni í þennan en
er að stefna á að leggja í um helgina, :-)

Re: Fyrsti hveitibjórinn

Posted: 18. Nov 2009 09:45
by Bjössi
Við hvaða hitastig er best að gerja þennan?
ég hef stað þar sem hitastig er nokkuð stöðugt 21°C í virti
en get mögulega komið undir 20°C

Re: Fyrsti hveitibjórinn

Posted: 18. Nov 2009 10:01
by Idle
Hann var við 18°C í 10 daga hjá mér. Hærra hitastig myndi líklega skila meiri bananakeim, en lægra er lítið eitt kryddaðra (yfirleitt talað um negul).

Re: Fyrsti hveitibjórinn

Posted: 4. Feb 2010 11:03
by kalli
Hvernig lukkaðist þessi hveitibjór hjá ykkur? Mig langar að reyna við hann. Mælið þið með honum?