Nýsmíði, Korntunna

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
Kornráð
Villigerill
Posts: 40
Joined: 5. Aug 2014 21:32

Nýsmíði, Korntunna

Post by Kornráð »

Það hlaut að koma að því.. Fann mér einhvað meira að smíða!

í þetta skipti er það poka laus korn tunna.
- hún mun rúma ~130L af korni. (málin eru 47.5X80)
- Falskur botn með 0.7mm ristum
- yfir fall með breitilegum ristum 0.7mm, 1mm og svo 1.2mm
- 38mm matvæla spjaldloki í botni fyrir tæmingu - og inndælingu, pælingin er að dæla virtinum inn að neðan og láta virtinn leka niður um yfirfallið (afþvíbara)

Seinni viðbætur
- Hræruverk
- Hitastýring

Náði í stálið úr skurði í dag, vonandi verður hægt að byrja á suðuvinnu í næstu viku.

Læt eina af falska botninum flakka með, fleiri myndir koma seinna.
Falskur botn.jpg
Falskur botn.jpg (50.04 KiB) Viewed 12328 times
Kv.
Groddi
ALExanderH
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 11. Mar 2015 10:32

Re: Nýsmíði, Korntunna

Post by ALExanderH »

Þetta lúkkar, hlakka til að sjá meira!
Kornráð
Villigerill
Posts: 40
Joined: 5. Aug 2014 21:32

Re: Nýsmíði, Korntunna

Post by Kornráð »

Náði í plötuna úr skurði í gær, sem verður völsuð í tunnuna. Hérna má sjá yfirfallið

Efstu 2 ristarnar eru 1.2mm
2 þar fyrir neðan eru 1mm
rest er 0.7 einsog falski botninn.

Meira eftir viku ;)
Korntunna.jpg
Korntunna.jpg (48.65 KiB) Viewed 12292 times
Post Reply