Brewing Classic Recipies

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Brewing Classic Recipies

Post by kristfin »

ég hef verið að lesa þessa bók undanfarið.

Image

þarna eru 80 uppskriftir sem eru margverðlaunaðar hver og ein. dekkar alla stíla og fyrir byrjanda eins og mig meikar ekki sens að fara búa til mínar eigin uppskriftir strax.

hér http://www.winning-homebrew.com/recipe-database.html" onclick="window.open(this.href);return false; er hægt að fá excel skjal sem indexar allar þessar uppskriftir.

ef einvher mundi nú finna þessar uppskrifitr á beersmith formi væri ég sáttur við eintak
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Brewing Classic Recipies

Post by Idle »

Því ekki að gera sínar eigin uppskriftir? Hefurðu aldrei prófað þig áfram í eldhúsinu með matinn eða baksturinn? ;)

Annars hef ég ekki rekist á þessar uppskriftir, en á vef BeerSmith eru einhverjir uppskriftapakkar, og svo náttúrlega á spjallborðinu þeirra.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Brewing Classic Recipies

Post by kristfin »

ég prófa mig áfram í eldhúsinu, mikil ósköp. en. ég er búinn að vera elda í 30 ár. byrjaði að elda með ömmu minni sem kenndi mér allt sem hún kunni, hef síðan farið í gegnum danska, íslenska, austurlenska og fusion eldhúsið.

ég er búinn að brugga í mörg ár. er að byrja á bjórnum núna. meðan ég er að safna reynslunni ætla ég að nota klassískar uppskriftir sem grunn. en auðvitað mun ég prófa allan andskotann.

en hey. þetta er bara ég.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Brewing Classic Recipies

Post by Idle »

Leiðin sem ég hef farið í þessi fáu skipti mín (sem fer ört fjölgandi!), er að velja mér einhvern stíl, skoða fáeinar vel prófaðar (verðlaunaðar eður ei) uppskriftir til að fá sæmilega hugmynd um hvað virkar og hvað ekki, og nýti síðan eitthvað úr þeim flestum - þó fyrst og fremst eftir hvað hráefnisúrvalið leyfir. Sumar þessarra uppskrifta sem ég hef skoðað nota allt að átta tegundir malts, og jafnvel engin þeirra fáanleg í ÖB. En ég er líka svolítið ævintýragjarn. :)

Fyrir þrjátíu árum var ég ekki einu sinni orðinn að hugmynd í kollum foreldra minna, svo ég tek ofan fyrir þér! :D
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Brewing Classic Recipies

Post by Eyvindur »

Ég hef sama háttinn á. Skoða fjölda uppskrifta og tek eitthvað miðgildi, miðað við það hráefnisúrval sem ég hef aðgang að. Fyrsta AG uppskriftin sem ég bruggaði var mín eigin, og ég hef reyndar bara bruggað uppskrift frá öðrum algjörlega óbreytta einu sinni (brúðkaupsöl Úlfars). Ekki það að það sé neitt að því að halda sig við annarra manna uppskriftir til að byrja með. En vertu alveg óhræddur við að prófa þig áfram með þínar eigin - byrja kannski á að breyta smáræði og fara svo út í að gera þær alveg frá grunni. Mín reynsla er sú að það sé svo til ómögulegt að klúðra uppskriftum - bjórinn verður alltaf góður.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Brewing Classic Recipies

Post by kristfin »

ég er ekki að dissa einn eða neinn með þessu uppskriftahjali.

það vakti mig bara til umhugsunar þegar ég fór að lesa þessa bók, hvað það getur verið mikill munur á bjórum þó að uppskriftirnar séu svipaðar. svipaðar að mér finnst, en ég hefi bara ekki nóg vit á þessu. mismunurinn er kannski gerið, hiti við gerjun, smá hitamunur í meskingu, smá variance í korni etc.

þegar ég fékk beersmith fannst mér ég himin hafa höndum tekið. maður gat bara búið til uppskrifitr hægri vinstri sem féllu undir stílana og voru flottir.

síðan fór ég að hugsa. ef ég væri með hugbúnað til að búa til mat, þá væri það álíka auðvelt. maður mundi tryggja stíllinn (íslensk, danskst, austurlengst etc), stilla prótein, fitu og kolvetni. eldunartími og eldunaraðferð væri valin og maður er kominn með dýrindismáltíð.

þetta er bara ekki svona einfalt. munurinn er þó að meðan maður er ekki alveg heiladauður þá er maður með eitthvað drekkanlegt, meðan svona matvara væri ekki fýsileg.

ég er að dunda mér við að éta humlana mína, sjuga kornið og reyna finna á eigin skinni hvernig og hvaða bragð hvert af þessum hráefnum er að gefa mér. vonandi ber ég gæfu til að búa til eitthvað gott og orginal seinna meir.

ég hefi verið að setja upp þekktar uppskriftir, breyta þeim aðeins, aðlaga að því sem mér finnst betra (skipta út humlum etc). auðvitað byrjar maður þannig. ég hefi hinsvegar orðið var við það á spjallvefum erlendis að þessi hugbúnaður búi til bjórinn fyrir mann :)

síðan er nátturlega sjálfsagt að deila uppskriftum með félögunum ásamt lýsingum á því hvernig þetta bragðaðist og hvort eitthvað hefði mátt fara betur. maður vill ekki lenda í því að fara eftir einhverri uppskrift sem hefur verið sett fram, bara til að komast að þvi síðar að þetta hafi alla tíð verið ódrekkandi.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Brewing Classic Recipies

Post by kristfin »

Idle wrote: Fyrir þrjátíu árum var ég ekki einu sinni orðinn að hugmynd í kollum foreldra minna, svo ég tek ofan fyrir þér! :D
síðasti séns að fara brugga bjór hjá mér, meðan ég er sjálfráða og hef bragðskyn :)
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Brewing Classic Recipies

Post by Eyvindur »

Nei, ég er heldur ekki að dissa þig eða aðra. Þetta er fullkomlega smekksatriði og snýst um það sem hentar hverjum og einum. Það er enginn minni bruggari þótt hann styðjist við uppskriftir annarra. Maður lærir heilmikið á því og bjórinn verður alltaf góður. Ég myndi bara hafa eitt í huga: Til að kynnast hráefnunum betur myndi ég byrja á sem einföldustum uppskriftum, til að finna hvað hvert er að gera í löguninni. Þannig getur maður áttað sig á því nokkurn veginn hvernig uppskriftir sem maður les myndu koma til með að bragðast, og þá verður sáralítið mál að aðlaga uppskriftirnar að því sem maður vill fá fram. Að sama skapi verður auðveldara að búa til sínar eigin uppskriftir. Mjög góð leið er líka að skoða clone uppskriftir að bjórum sem maður þekkir vel. Þá fær maður býsna góða hugmynd um bragðið sem kemur af ólíku korni og humlum.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Brewing Classic Recipies

Post by Andri »

Apar læra að nota prik sem verkfæri til að veiða maura, aðrir apar læra það af þeim. Apinn ég skoðar uppskriftir sem aðrir hafa gert og prófað og hermir eftir þeim. (Reyndar hef ég ekki prófað ennþá en hef skoðað asskoti margar uppskriftir) :|
Idle wrote:Fyrir þrjátíu árum var ég ekki einu sinni orðinn að hugmynd í kollum foreldra minna, svo ég tek ofan fyrir þér! :D
Ég var ekki einu sinni hugmynd, ég átti að fara í lakið.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Brewing Classic Recipies

Post by Idle »

Hér eru uppskriftirnar hans Jamil: http://www.beerdujour.com/JamilsRecipes.htm.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Brewing Classic Recipies

Post by kristfin »

frábært. ég var búinn að vera leita en fann ekkert.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Brewing Classic Recipies

Post by Idle »

Hrein tilviljun að ég sá þetta. Var að lesa efni á http://www.suebob.com/brew/brewref.htm, og sá nafninu Jamil bregða fyrir. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Post Reply