ég er ekki að dissa einn eða neinn með þessu uppskriftahjali.
það vakti mig bara til umhugsunar þegar ég fór að lesa þessa bók, hvað það getur verið mikill munur á bjórum þó að uppskriftirnar séu svipaðar. svipaðar að mér finnst, en ég hefi bara ekki nóg vit á þessu. mismunurinn er kannski gerið, hiti við gerjun, smá hitamunur í meskingu, smá variance í korni etc.
þegar ég fékk beersmith fannst mér ég himin hafa höndum tekið. maður gat bara búið til uppskrifitr hægri vinstri sem féllu undir stílana og voru flottir.
síðan fór ég að hugsa. ef ég væri með hugbúnað til að búa til mat, þá væri það álíka auðvelt. maður mundi tryggja stíllinn (íslensk, danskst, austurlengst etc), stilla prótein, fitu og kolvetni. eldunartími og eldunaraðferð væri valin og maður er kominn með dýrindismáltíð.
þetta er bara ekki svona einfalt. munurinn er þó að meðan maður er ekki alveg heiladauður þá er maður með eitthvað drekkanlegt, meðan svona matvara væri ekki fýsileg.
ég er að dunda mér við að éta humlana mína, sjuga kornið og reyna finna á eigin skinni hvernig og hvaða bragð hvert af þessum hráefnum er að gefa mér. vonandi ber ég gæfu til að búa til eitthvað gott og orginal seinna meir.
ég hefi verið að setja upp þekktar uppskriftir, breyta þeim aðeins, aðlaga að því sem mér finnst betra (skipta út humlum etc). auðvitað byrjar maður þannig. ég hefi hinsvegar orðið var við það á spjallvefum erlendis að þessi hugbúnaður búi til bjórinn fyrir mann
síðan er nátturlega sjálfsagt að deila uppskriftum með félögunum ásamt lýsingum á því hvernig þetta bragðaðist og hvort eitthvað hefði mátt fara betur. maður vill ekki lenda í því að fara eftir einhverri uppskrift sem hefur verið sett fram, bara til að komast að þvi síðar að þetta hafi alla tíð verið ódrekkandi.