Boð á aðalfund Fágunar 2016

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Boð á aðalfund Fágunar 2016

Post by æpíei »

Aðalfundur Fágunar 2016 verður haldinn föstudaginn 5. febrúar nk. kl 18:30.

Fundurinn verður haldinn í Friðarhúsinu, Njálsgötu 87 (á horninu við Snorrabraut)

Aðeins gildir félagsmenn 2015 og þeir sem hafa greitt félagsgjald 2016 á aðalfundi eruð boðaðir.
Boðið verður upp á veitingar, mat og drykk.
Að loknum fundarstörfum verður nýrri stjórn fagnað.

Til að auðvelda skipulagningu eru gestir beðnir um að tilkynna komu sína á þessum viðburði á Facebook.

Framboð í embætti skal bera sem svör við þessum þræði eða á fundinum sjálfum.

Skv. 7. grein laga félagsins þurfa breytingatillögur á lögum að berast minnst 7 dögum fyrir aðalafund, þ.e. fyrir kl. 18:30 þann 29. janúar.
Breytingatillögur skal leggja fram sem svör í þessum þræði.
Þegar breytingatillögur eru lagðar fram skal tilgreina hvort um nýja grein sé að ræða eða breytingu/viðbót við eldri.
Sé lögð fram tillaga um breytingu/viðbót við eldri grein í lögum skal tilgreina númer greinar.

Samþykkt lög félagsins er hægt að nálgast í þessum þræði hér.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2016

Post by æpíei »

Formaður, fh. stjórnar Fágunar leggur fram eftirfarandi lagabreytingatillögur. Á aðalfundi 2014 voru samþykktar grundvalla breytingar á lögum félagsins sem breyttu starfsári félagsins þannig að það er nú almanaksárið en ekki milli aðalfunda eins og áður. Á síðasta aðalfundi 2015 voru svo samþykktar gegngerar breytingar á lögum félagsins sem voru mjög til bóta. Þessar lagabreytingatillögur nú gera ekki neinar grundvallar breytingar á lögunum, heldur miða að mestu að því að taka af annmarka á lögunum sem enn eru til staðar í ljósi breytinga á starfsárinu. Formaður mun gera frekar grein fyrir þessum tillögum á aðalfundinum.

Sjá hér samþykkt lög Fágunar frá aðalfundi 2015



Lagabreytingatillögur Aðalfundar Fágunar 2016


Tillaga 1

Eftirfarandi málsgrein komi sem þriðja málsgrein 1. greinar:

Reiknings- og starfsár félagsins er almanaksárið.

Málsgrein þessi var áður í 6. grein og fellur hún þar niður.



Tillaga 2

Í síðustu málsgrein 1. greinar bætast við á eftir orðunum “hafa borgað félagsgjöld”:

á starfsárinu

Málsgreinin verði þá:

Félagar eru hverjir þeir sem hafa náð fullum 20 ára aldri, hafa borgað félagsgjöld á starfsárinu og undirgengist þessar samþykktir.



Tillaga 3

Í þriðju málsgrein 4. greinar falli burtu eftirfarandi texti:

Við atkvæðagreiðslu ræður einfaldur meirihluti af 5 úrslitum mála.



Tillaga 4

Ný málsgrein komi eftir fyrstu málsgrein 6. greinar:

Aðalfundur er jafnframt uppskeruhátið félagsins og skal stjórn halda hann eins veglegan og rekstrarafkoma félagsins gefur tilefni til.



Tillaga 5

Þriðja málsgrein 6. greinar falli niður (Atkvæðisrétt hafa gildir félagar skv. fyrstu grein) og í stað hennar komi:

Rétt til setu á aðalfundi hafa þeir sem eru gildir félagar skv. fyrstu grein auk þeirra sem greiddu félagsgjöd á nýliðnu starfsári.



Tillaga 6

Í síðustu málsgrein 6. greinar, lið 4 yrði bætt við orðunum:

og ákvörðun tekin um hvernig skuli fara með hrat síðasta starfsárs

Liður 4 verði þá:

Starfs- og fjárhagsáætlun lögð fram til umræðu og ákvörðun tekin um hvernig skuli fara með hrat síðasta starfsárs



Tillaga 7

Í síðustu málsgrein 6. greinar, lið 5, í stað næsta almanaksárs komi

núverandi starfsárs

Auk þess verði bætt við orðunum:

og tekur það gildi strax

Liður 5 verði þá:

Árgjald núverandi starfsárs lagt fram til umræðu og samþykktar og tekur það gildi strax.



Tillaga 8

Í síðustu málsgrein 6. greinar, lið 7 falli eftirfarandi setning niður:

Umsjónarmaður vefsíðu



Tillaga 9

Í stað fyrstu málsgreinar 8. greinar komi ný málsgrein (feitletranir sýna breytingu/viðbætur á núverandi málsgrein):

Á aðalfundi skal gjaldkeri leggja fram tillögu í tengslum við fjárhagsáætlun þess efnis að tilgreindum hluta rekstrarafgangs nýliðins starfsárs verði úthlutað til reksturs félagsins á yfirstandandi starfsári skv. nánari ákvörðun stjórnar. Sé tillagan samþykkt telst sú upphæð ekki lengur til rekstrarafgangs síðasta starfsárs.



Tillaga 10

Við aðra málsgrein 8. greinar bætist við orðin

skv. sjöttu grein

Önnur málsgrein verði þá:

Restrarafgangi/hagnaði síðasta starfsárs skal varið til veitingakaupa á aðalfundi skv. sjöttu grein.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2016

Post by æpíei »

Lýst er eftir framboðum í stjórn Fágunar 2016. Í stjórn eru 5 manns sem skipta með sér eftirfarandi verkum:

- formaður
- gjaldkeri
- ritari
- 2 meðstjórnendur

Félagar sem hafa hug á að gefa kost á sér geta gert það á aðalfundi eða með því að hafa samband við okkur áður, t.d. með því að svara þessum þræði, senda okkur póst á fagun hjá fagun.is eða senda okkur PM hér á vefnum.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2016

Post by æpíei »

Ný stjórn:

Margrét Á forynja
Helgi gjaldkeri
Þórgnýr ritari
Sigurjón meðstjórnandi
Sigurður meðstjórnandi
User avatar
thorgnyr
Villigerill
Posts: 14
Joined: 26. Nov 2014 20:43
Contact:

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2016

Post by thorgnyr »

Fundargerð:

Aðalfundur Fágunar, haldinn í friðarhúsi 5. febrúar 2016 kl. 19:00.
Fundarstjóri: Elvar Ástráðsson

1. mál.
Ársskýrsla stjórnar, flutt af formanni (Sigurður Snorrason).
[*]Innskot, Þórgnýr: Í þingnefnd, á að kalla fyrir Fágun í umræðu um áfengislög skv. nýjustu heimildum.
[*]Ársskýrsla fer á vef fágunar.

2. mál.
Létt yfirferð á vefsíðunni nýju.

3. mál.
Reikningar. Ásta flytur.
[*]Bent á rangt ártal í reikning. 2014 á að vera 2015.
[*]Kommuvillur í formatti á reikning.
[*]Hýsing á heimasíðu vantar, næsti gjaldkeri rukkaður.
[*]Reikningur samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.

4. mál.
Hrat rætt í þaula.
[*]Athugasemdir. Vantar almennan rekstrarkostnað og fjárhagsáætlun. Ný stjórn ræður.

Tillaga frá formanni: Næsta stjórn geri tilraun til að flytja inn dómara erlendis frá með BJCP réttindi og hafi til þess í það minnsta 220.000 krónur frá félaginu.
Samþykkt með þorra atkvæða gegn einu. Nokkrir sátu hjá.

Fyrirspurn lögð fram: Hverjir vilja fara á Hóla. 23 manns sýna áhuga.

Óformleg tillaga: Fágun fái borð á Hólum.

Árgjald lagt til umræðu og samþykkt.
[*]Afslættir til landsbyggðar ræddir.
[*]5000 kr. aðalgjald. 2500 f. maka.
[*]Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Hlé samþykkt.

6. liður. Lagabreytingar.

Tillaga 1.
Formaður gerir grein fyrir tillögunni.
[*]Samþykkt samhljóða.

Tillaga 2.
Formaður gerir grein fyrir tillögunni.
[*]Lögð til orðalagsbreyting: "á starfsárinu" verði "starfsársins". Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
[*]Tillagan samþykkt m. áorðnum breytingum með öllum greiddum atkvæðum.

Tillaga 3.
Formaður gerir grein fyrir tillögunni.
[*]16 samþykkir. 7 á móti.
[*]Tillaga felld v. 3/5 reglu í lögum Fágunar.

Tillaga 4.
Formaður gerir grein fyrir tillögunni.
[*]7 samþykkir. 12 á móti.
[*]Tillaga felld.

Tillaga 5.
Formaður gerir grein fyrir tillögunni.
[*]Orðabreytingartillaga frá Ástu: "Rétt til setu" breytt í "atkvæðisrétt". 11 samþykkir. 3 á móti.
[*]9 samþykkir. 8 á móti.
[*]Tillaga felld v. 3/5 reglu í lögum Fágunar.

Tillaga 6.
Formaður gerir grein fyrir tillögunni.
[*]12 samþykkir. 1 á móti.
[*]Tillaga samþykkt.

Tillaga 7.
Formaður gerir grein fyrir tillögunni.
[*]Samþykkt með þorra atkvæða gegn tveimur.

Tillaga 8.
Formaður gerir grein fyrir tillögunni.
[*]Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Tillaga 9.
Formaður gerir grein fyrir tillögunni.
[*]Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Tillaga 10.
Formaður gerir grein fyrir tillögunni.
[*]Formaður dregur til baka þar sem tillaga 4 var felld.

Tillögur til stjórnarkjörs.
Frambjóðendur:
[*]Sigurjón Garðarsson
[*]Þórgnýr Thoroddsen
[*]Helgi Þórir Sveinsson
[*]Sigurður Snorrason
[*]Björn Unnar Valsson
[*]Margrét Þorsteinsdóttir

Skoðunarmaður reikninga.
[*]Ásta Ósk Hlöðversdóttir.
[*]Guðrún Bóasdóttir.

Önnur mál
[*]Engin.

Talninganefnd:
[*]Hrafnkell Orri Egilsson
[*]Karl Pálsson

Kjörnir stjórnarmenn/konur.
[*]Þórgnýr Thoroddsen
Sigurjón Garðarsson
Sigurður Snorrason
Helgi Þórir Sveinsson
Margrét Þorsteinsdóttir

Fundi slitið 10:15

Fundarritari:
[*]Guðmundur Karl Karlsson.

Undirritað af:
[*]Sigurður Snorrason
[*]Þórgnýr Thoroddsen
[*]Elvar Ástráðsson

Viðbót, 5.2.2016 kl. 22:30
Ný stjórn kom saman og skipti með sér verkum þannig:
Margrét Á. Þorsteinsdóttir, formaður.
Þórgnýr Thoroddsen, ritari.
Helgi Þórir Sveinsson, gjaldkeri.
Sigurjón Garðarsson, meðstjórnandi.
Sigurður Snorrason, meðstjórnandi.
Post Reply