Til að byrja með var ég ekki að finna mikinn mun. Ég setti í Porter, 2xStout, 2x Lagera, Jólabjórinn og 2x Bee Cave. Bee Caveinn var í partí og önnur lögnin var kalda vatnið því mig langaði að bera saman muninn. Porterinn og Stoutinn voru mjög fínir. Og eiginlega bara mjög góðir. Lagerarnir voru sér á báti, en frystirinn skemmdist í gerjun þannig annar fór út á svalir en hinn inn í annan kæli. Þessi sem slapp inn í kæli var alltaf pínu off. En hinn er að cabonerast and vedict pending. Býst ekki við miklu

Ég er úr báðum áttum með jólabjórinn. Ég setti eina kanil stöng út í og ætlaði að hafa hana sólahring. Komst svo ekki í að setja hann á flöskur fyrr en eftir tvær vikur! Ég finn keym af þessari harðneskju úr vatninu. Humlarnir koma mjög grófir í gegn. Fyrstu flöskurnar sem ég opnaði voru reyndar með fínan humla karakter en mér finnst hann farinn. En ég nýt hanns mjög vel ef ég deili glasi frúnni. s.s. í hóflegu magni. Fékk mér hálft glas með Lambalæri um helgina og það paraðist mjög vel saman.
Ég gerði þennan bjór í fyrra með kalda vatninu og gaf vinum og ættingjum. Ég naut hans mun betur í fyrra og fékk mjög jákvætt feedback. Fleiri ein einn óskuðu sérstaklega eftir honum í ár. En eftir að heyra hvað þeim finnst. Ég er með aðra fötu í gerjun og úr kalda vatninu með vatnsviðbótum eins og er. Kem vonandi með hann á fund eftir áramót.
Ég vona þið njótið vel.
Hér er uppskriftin:
Kalt vatn!
5,4 kg 2-Row
450g White Wheat
450g Crystal 40
110g Special Roast
60g Roasted Barley (pinupons)
100g Hellertau (1,8%) 60min
Haglél 30min (soðinn úti í haggléli, hece the name)
14g Cascade (5,5%) 10mín
14g Cascade (5,5%) 5mín
25g Coriander 2 min
28g Sweet Orange Peel 28g
US-05
Kanilstöng í einn dag fyrir átöppun (var í tvær vikur helvítið)