Page 1 of 1

Idle's ESB

Posted: 26. Sep 2009 03:45
by Idle
Er að vinna í þessum eins og er (meskingu fer að ljúka).
Idle's ESB

Það er svo þægilegt að nota PDFCreator til að koma uppskriftunum yfir í þægilegt lestrarform. :)

Re: Idle's ESB

Posted: 26. Sep 2009 09:19
by arnilong
Varstu að klára að meskja rétt fyrir 4. í nótt?

Re: Idle's ESB

Posted: 26. Sep 2009 10:24
by Idle
Jamm, og gerði það með stæl! Svo náði ég upp suðunni, setti fyrstu humlana út í, og sofnaði. 3 tímum seinna vaknaði ég við símann, og sótti konuna í vinnuna. Er að kæla virtinn niður núna. Gleymdi að loka humlapoka nr. 2 eftir að ég setti hann í pottinn (eftir þriggja tíma suðu á þeim fyrstu).

Hvaða lærdóm má draga af þessu? Ekki fara að sofa eftir að þú setur fyrstu humlana út í... :lol:

Re: Idle's ESB

Posted: 26. Sep 2009 10:31
by sigurdur
Idle wrote:Hvaða lærdóm má draga af þessu? Ekki fara að sofa eftir að þú setur fyrstu humlana út í... :lol:
EEEEða að brugga úthvíldur ;-)

Hvernig gekk með mælirinn?

Re: Idle's ESB

Posted: 26. Sep 2009 10:37
by Idle
Mælirinn virkar - en núna þarf að koma mér í lag. ;)

Re: Idle's ESB

Posted: 26. Sep 2009 10:55
by arnilong
Vóó! Ég gæti aldrei bruggað svona seint á nóttinni. Ég vaknaði nú bara klukkan 7 í morgun og byrjaði að meskja. Ég vona að ég sofni ekki. :D

Re: Idle's ESB

Posted: 13. Oct 2009 02:49
by Idle
Þessi er kominn niður í 1.010. Ekki nærri því eins tær og ameríska ljósölið, en lofar engu að síðu góðu (held ég). Ég er með á fimmta tug lítra á lokastigi í fötum, svo það verður nóg að gera í átöppuninni á næstu dögum...

Re: Idle's ESB

Posted: 26. Oct 2009 02:02
by Idle
Ég gleymdi alveg að koma þessum á flöskur... Tók sýni í kvöld, og hann er orðinn mjög tær og fallegur. Ofsalega notalegur humlailmur og bragð, í ágætu jafnvægi við maltið. Held að þessi sé örugglega "keeper", og eitthvað sem ég á eftir að gera oftar. :)

Núna langar mig svolítið í góða humlabombu (þó ekkert imperial!).

Re: Idle's ESB

Posted: 26. Oct 2009 02:41
by dax
Idle wrote:Er að vinna í þessum eins og er (meskingu fer að ljúka).
Idle's ESB

Það er svo þægilegt að nota PDFCreator til að koma uppskriftunum yfir í þægilegt lestrarform. :)
Það væri jafnvel enn betra að sjá hlutfallið (% korntegunda) þannig að maður skilji uppskriftirnar betur.

Það eru nefnilega ekki allir að gera jafn stórar laganir, þannig að %hlutfall korns gefur manni gleggri mynd þegar maður les uppskriftirnar.

Annars líst mér mjög vel á þennan hjá þér :)

Re: Idle's ESB

Posted: 26. Oct 2009 02:59
by Idle
Gjörðu svo vel! Hafði aldrei leitt hugann að því að þarna vantaði hlutföllin. :)

Code: Select all

Recipe: Idle's ESB
Brewer: Sigurður Axel Hannesson
Asst Brewer: 
Style: Extra Special/Strong Bitter (English Pale Ale)
TYPE: All Grain
Taste: (35,0) 

Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size: 18,93 L      
Boil Size: 29,53 L
Estimated OG: 1,055 SG
Estimated Color: 9,6 SRM
Estimated IBU: 35,9 IBU
Brewhouse Efficiency: 75,00 %
Boil Time: 200 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
4,00 kg       Pale Malt (2 Row) Ger (3,0 SRM)           Grain        85,11 %       
0,30 kg       Cara-Pils/Dextrine (2,0 SRM)              Grain        6,38 %        
0,25 kg       Munich Malt (9,0 SRM)                     Grain        5,32 %        
0,15 kg       Caraaroma (130,0 SRM)                     Grain        3,19 %        
18,30 gm      Goldings, East Kent [5,00 %]  (200 min)   Hops         13,7 IBU      
18,30 gm      Fuggles [4,50 %]  (200 min)               Hops         12,3 IBU      
10,00 gm      Fuggles [4,50 %]  (30 min)                Hops         4,7 IBU       
10,00 gm      Goldings, East Kent [5,00 %]  (30 min)    Hops         5,2 IBU       
15,00 gm      Fuggles [4,50 %]  (5 min) (Aroma Hop-SteepHops          -            
0,95 tsp      Irish Moss (Boil 15,0 min)                Misc                       
1 Pkgs        SafAle English Ale (DCL Yeast #S-04)      Yeast-Ale                  


Mash Schedule: Single Infusion, Medium Body
Total Grain Weight: 4,70 kg
----------------------------
Single Infusion, Medium Body
Step Time     Name               Description                         Step Temp     
60 min        Mash In            Add 12,26 L of water at 75,6 C      67,8 C        
10 min        Mash Out           Add 6,86 L of water at 92,0 C       75,6 C        

Re: Idle's ESB

Posted: 27. Oct 2009 02:52
by dax
Þarna þekki ég þig! :) Lítur vel út!

Ertu að fá betri haus með því að nota Cara-Pils/Dextrine í uppskriftirnar? Ég gerði Belgian Blond um daginn og var bara með Pale Ale og Munich, og hausinn var fáránlega þéttur, flottur og mikill. Ég á eftir að rannsaka hvað í ferlinu gerði það að verkum að hann varð svona góður.

Re: Idle's ESB

Posted: 27. Oct 2009 09:25
by Idle
Já, það stemmir. Porterinn minn, sem dæmi, er ekki aðeins skrokklaus, heldur og hauslaus. Ekkert CaraPils. :D