Leiðindaskjóða - norrænt jóla-sveitaöl - jóladagatal 2015 #7

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Leiðindaskjóða - norrænt jóla-sveitaöl - jóladagatal 2015 #7

Post by Eyvindur »

Ég bruggaði þennan fyrir jóladagatalið. Komst ekki í að setja hann á flöskur fyrr en í gærkvöldi, en það hafðist loksins, eftir endalausar annir og töluverð vandræði.

Þetta er kryddað sveitaöl, með Norwegian Farmhouse geri frá White Labs, sem er snilldarger. Ég kryddaði hann mjög hóflega, og var ánægður þegar ég smakkaði hann, því kryddið er rétt svo greinilegt. Ég hefði mögulega verið til í örlítið meiri karakter, en samt ekki - ég er hrifnastur af því að þurfa að hafa fyrir því að finna kryddið, og að hafa það algjörlega í bakgrunninum.

Ég er mikið fyrir að gera bjóra sem reyna ekki of mikið á bragðlaukana þessa dagana, heldur eru frekar margslungnir og lúmskir, og ég held að þessi verði þannig. Ég kolsýrði hann nokkuð ríflega (vonandi nær hann að kolsýrast alveg áður en hann á að opnast í dagatalinu), enda er hann býsna þurr - endaði í 1.007.

Uppskriftin var einhvern veginn svona:

6 kg Pilsner malt
300 g Special W
100 g Carafa III
500 g Púðursykur

15 g rifin engiferrót
1 tsk grófmalaður, svartur pipar
5 negulnaglar
28 g sætur appelsínubörkur
(Allt kryddið fór út í þegar 5 mínútur voru eftir af suðunni)

20 g Magnum FWH
Útreiknað IBU: 31

OG: 1.060
FG: 1.007
ABV: 7%

Sýnið smakkaðist afar vel í gærkvöldi, og ég hlakka mikið til að smakka hann kolsýrðan.
Á eftir þarf ég svo að redda mér pappír og setja miða á flöskurnar, áður en ég skila þeim í dagatalið!

Umræður um bjórinn á Facebook
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Leiðindaskjóða - norrænt jóla-sveitaöl

Post by Eyvindur »

Eitt mikilvægt sem ég gleymdi í ferlinu.

Ég vildi ná bjórnum mjög þurrum, þannig að ég ákvað að prófa að gera þrepameskingu. Ég notaði BIAB Pilsner meskingu sem er hægt að velja í BeerSmith. Hún var einhvern veginn svona:

Dough in við 36°C, og strax hitað upp í næsta skref.
52°C í 15 mín
63°C í 45 mín
72°C í 30 mín
78°C (mashout) í 10 mín

Ég gerði tvo bjóra með þessu sama geri, með sömu meskingu, og náði þeim vissulega vel þurrum. Auðvitað hefði verið skynsamlegt að gera einhvers konar prófun til að sjá hvort það er gerið sem er svona duglegt, eða hvort meskingin hafði úrslitaáhrif, en ég hafði ekki tíma til þess og vildi ekki taka sénsinn á að fá sætan bjór.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Leiðindaskjóða - norrænt jóla-sveitaöl

Post by hrafnkell »

Spennandi. Verður gaman að smakka þennan úr dagatalinu :)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Leiðindaskjóða - norrænt jóla-sveitaöl

Post by Eyvindur »

Ég er eiginlega alveg ótrúlega sáttur, ekki síst þar sem ég bjó uppskriftina til algjörlega út í loftið.

Svo er þetta norska ger stórskemmtilegt. Mæli eindregið með því.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Leiðindaskjóða - norrænt jóla-sveitaö

Post by æpíei »

Þetta er spennandi. Ég prófaði þetta norska ger en náði því ekki svona langt niður. Sá bjór á þó eftir að sanna sig. Meskiprófíllinn er svipaður því sem ég nota. Áhugavert svona lágt mash in. Var að lesa Yeast bókina og þar segir: "ferulic acid rest at 43c can increase the level of ferulic acid in the wort, which some yeast strains can convert to 4-vinyl guaiacol, a characteristic flavor and aroma component of German weizen". Ég þarf greinilega að fara kanna hvað leynist undir 52c :)

P.s. Er þér sama þó ég færi þennan þráð undir uppskriftir og merki hann jóladagatalinu?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Leiðindaskjóða - norrænt jóla-sveitaöl

Post by Eyvindur »

Jájá, færðu hann hvert sem þú vilt :)

Já, ég hef áður notað próteinrest í kringum 45°C, þegar ég var að gera weizen. Núna fylgdi ég forskriftinni frá BeerSmith bara í blindni, og mögulega hefur það haft áhrif á gerkarakterinn (hann er góður - ég gerði líka annan á undan þessum, bara með pilsner malti, sem er undursamlegur - sama meskiáætlun). Ég held hins vegar að þetta sé ekki endilega gott fyrir hausinn (las einhvers staðar að með nútímamalti gæti þetta virkað illa á haus). Mér finnst svolítið skemmtilegt að leika mér með þetta, og fyrst þinn fór ekki jafn langt niður hefur þetta mögulega haft tilætluð áhrif.

Það er skemmtilegt að ég sé í punktunum mínum að þessir tveir bjórar sem ég gerði með eins meskingu og sama geri enduðu báðir í 1.007. Gaman að því.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Leiðindaskjóða - norrænt jóla-sveitaöl - jóladagatal 201

Post by Eyvindur »

Ég gerði miða fyrir þennan, og mundi þegar ég var í öskrandi flýti að prenta hann út, klippa og líma hvers vegna ég hætti fyrir mörgum árum að standa í svona miðastússi. En það er gaman að skreyta þegar mikið liggur við.

Prentarinn minn er drasl (og gafst upp þrisvar á meðan ég var að prenta þetta út), og ég var á allra síðustu stundu að koma þessu á flöskurnar, þannig að þið takið viljann fyrir verkið - þetta lítur ekki mjög vel út á flöskunum. En hér er miðinn sem ég setti á þetta.
Flöskumiði
Flöskumiði
1.jpg (105.12 KiB) Viewed 12026 times
Og hér er miðinn sem fór á hálsinn:
Hálsakot
Hálsakot
2.jpg (25.07 KiB) Viewed 12026 times
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply