Blonde (Coffee) Stout - Jóladagatal 2015 númer 22

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
Funkalizer
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Blonde (Coffee) Stout - Jóladagatal 2015 númer 22

Post by Funkalizer »

IMG_20151124_211245.jpg
Þessi var bruggaður fyrir jóladagatal Fágunnar.

Alveg frá því að ég heyrði af concept'inu Blonde/White Stout fyrst hefur mig langað til að smakka eitthvað sem á að bragðast eins og Stout en líta út fyrir að vera Blonde eða annar ljós bjór.
Ég reyndi að pitch'a þessari hugmynd til þeirra Ölvisholtsmanna en þeir hafa ekki séð sér fært að færa þennan draum minn í bjór.
Borg komu með sína útfærslu sem þeir kölluðu 2-14 en mér fannst sú tilraun ekki frábær.

Ég ákvað því að tékka betur á þessu en þar sem þetta er þvílíka stílbrotið og nýtur ekki jafn mikilla vinsælda og annað stílbrot, Black IPA, þá var sem sem ekki um auðugan garð að gresja hvað varðar hugmyndir.
Eftir smá púsl varð þó þessi uppskrift til (copy/paste frá Beersmith):

Amt Name Type # %/IBU
5,500 kg Maris Otter (5,9 EBC) Grain 1 83,0 %
0,450 kg Barley, Flaked (3,3 EBC) Grain 2 6,8 %
0,450 kg Oats, Flaked (2,0 EBC) Grain 3 6,8 %
0,230 kg Caramunich II (Weyermann) (124,1 EBC) Grain 4 3,5 %
29,000 g Magnum [12,00 %] - Boil 60,0 min Hop 5 33,5 IBUs
29,000 g Hallertauer Hersbrucker [4,00 %] - Boil Hop 6 4,0 IBUs
1,00 Items Whirlfloc Tablet (Boil 7,5 mins) Fining 7 -
0,50 tsp Yeast Nutrient (Boil 7,5 mins) Other 8 -

Gerjað í tvær vikur með Wyeast 1318.
Hent yfir á kút (secondary).

140gr. af Kakó Nibbum (bara þessar frá Sollu) settar í kútinn og haft í 14 daga.
Ég útbjó mér bara lítinn "meski"poka, setti nibburnar í, batt fyrir og henti í kútinn.
Setti 4,5 dl af kaldbruggðu kaffi (Þetta appelsínugula frá Te & Kaffi) út í, carbaði og bottlaði.
Flaked Barley fæst stundum hjá Hrafnkeli en annars fann ég mitt í Krónunni.

Mér finnst þessi koma alveg ágætlega út.
Hefði viljað hafa hann ljósari upp á WTF factorinn en... hann er bara fínn.
Kakóið og kaffið finnst mér koma alveg ágætlega út og á pottþétt eftir að nota bæði í framtíðinni.

Þið látið mig svo vita hvað ykkur finnst og gerið það að sjálfsögðu með því að tékka hann inn á untappd.

Umræður á Facebook
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Blonde (Coffee) Stout - Jóladagatal 2015 númer 22

Post by Eyvindur »

Dem, hljómar vel. Hlakka til að smakka. :D
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply