Page 1 of 1

Panic Í eplavínigerð :)

Posted: 25. Sep 2009 02:01
by Geiri
Það er smá vandræða ástand á þessu hjá mér sjálfsagt hef ég brent mig á nokkrum byrjenda mistökum.

Carboy-ið hugsanlega of fullt vatnslásinn fyllist af gúanói svo uppúr flæðir sirka 3 á dag til að byrja með, ég hef tekið hann úr og skolað henn með nýsoðnu vatni og stungið honum aftur í.

Það er svaka líf í Carboy inu svo það er kannski ekki hægt að kvarta yfir því.

Hér er kvikmynd af þessu..
Rétt að taka það fram að þarna er hann ný hreinsaður.

Ég veit hreint ekki hvort ég á að drena úr flöskunni eða reyna að setja slöngu í vatnsdall .... eða bara hreinsa áfram Nú eða bara hella öllu og byrja aftur ;) vitrari

Re: Panic Í eplavínigerð :)

Posted: 25. Sep 2009 08:32
by sigurdur
Útbúa blowoff og nota það þar til að lífið er farið að minnka, þá getur þú notað litla lásinn.

Re: Panic Í eplavínigerð :)

Posted: 25. Sep 2009 09:08
by Hjalti
Þetta kalla ég fullorðins gerjun!

Re: Panic Í eplavínigerð :)

Posted: 25. Sep 2009 18:13
by Andri
Nei vá :D fullorðins!
Bara búa til blowoff eins og þessir meistarar hérna fyrir ofan mig segja.