Bjór- og ostapörun Fágun og Búrsins!

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
HrefnaKaritas
Villigerill
Posts: 11
Joined: 31. Mar 2014 18:32

Bjór- og ostapörun Fágun og Búrsins!

Post by HrefnaKaritas »

Heil og sæl,

Föstudaginn 27. nóvember kl 18:30 verður sérstakt Fágunar-ostakvöld í Búrinu. Eirný yfirbúri fer yfir hvernig er hægt að para mismunandi stíla af bjór og osturm, þ.á.m. einhverjir jólabjórar.
Stefnt er að því að hafa 5 gerðir af bjórum og 8 gerðir af ostum. Þetta námskeið er sérsniðið fyrir okkur sem eru reyndari í bjórsmökkun og er frábær leið til að upplifa eitthvað nýtt.

Verð er 3000 kr. fyrir félaga og 5500 kr. fyrir aðra. Venjulega kostar þetta námskeið 9800 kr. en vinkonur okkar í Búrinu buðu okkur námskeiðið á þessu góða verði :)

Til að skrá sig er millifært á Fágun, reikningur 0323-26-63041, kennitala 6304102230. Sendið síðan staðfestingu í tölvupóst á fagun@fagun.is með notandanafni á fagun.is (ef þú ert í Fágun).

Takmarkaður fjöldi sæta er í boði, fyrstur staðfestir fyrstur fær. Athugið að skráning er ekki gild fyrr en búið er að greiða.

Við í stjórninni hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Bjór- og ostapörun Fágun og Búrsins!

Post by æpíei »

Minnum á þennan viðburð sem er á kostaverði fyrir félagsfólk Fágunar. Jafnvel þótt þú bjóðir öðrum með þá er það samt á innan við 2 fyrir 1.
Post Reply