Heimabruggtúr Fágunar 17. október 2015

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Heimabruggtúr Fágunar 17. október 2015

Post by æpíei »

Fágun býður upp á skemmtilega nýjung með því að boða til fyrsta heimabruggtúrs í Reykjavík laugardaginn 17. október. Við munum hittast í Hlíðunum og heimsækja heimabruggara þar, labba svo áleiðis í miðbæinn og heimsækja á leiðinni 2 aðra staði. Fólkið sem býður okkur í heimsókn hefur mis mikla reynslu af heimabruggun, allt frá nokkrum árum niður í nokkra mánuði. Þá eru aðstæður mismunandi, frá einföldum potti upp í flóknari tæki.

Tilgangurinn með þessari ferð er fyrst og fremst að sýna þeim sem áhuga hafa á að hefja bruggun heima hjá sér hvernig það er gert, spyrja og spjalla og hafa gaman af. Að sjálfsögðu munu bruggarar gefa gestum að smakka á afurðum sínum. Þetta er því tilvalið tækifæri fyrir þau ykkar sem eruð spennt fyrir heimabruggi en hafið ekki enn byrjað að koma með og sjá hvernig þetta er gert.

Þátttökugjald er 1500 fyrir félagsmenn, 2000 fyrir aðra. Skráning er gegnum eyðublaðið hér að neðan:

https://docs.google.com/forms/d/1eWEoio ... =send_form


Í þessu myndbandi hér að neðan má sjá hvernig svona heimabruggtúr fer fram. Við lofum öllu góðu nema góðu veðri. Búið ykkur því vel eftir aðstæðum.

https://www.youtube.com/watch?v=9gy84f5pLuU
Post Reply