Fréttabréf október 2015

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Fréttabréf október 2015

Post by æpíei »

Í þessu fréttabréfi:

- Heimsókn í Bryggjuna brugghús

- Heimabruggtúr í Reykjavík

- Skráning í félagið og afslættir


HEIMSÓKN Í BRYGGJUNA BRUGGHÚS

Næsti mánaðarfundur verður með óvenjulegu sniði. Næstkomandi mánudag 5. október kl. 20-22 gefst okkur tækifæri á að kynna okkur nýjan bruggbar í Reykjavík áður en hann opnar fyrir almenning. Forsvarsmenn staðarins munu sýna okkur innviði brugghússins og leiða okkur í allan sannleik um hvernig þeir brugga. Þá munum við fá að smakka á fyrstu afurðum brugghússins og kannski eitthvað tilraunakennt líka.

Þessi fundur er öllum opinn. Það væri þó gott ef þau sem hyggjast koma meldi sig á viðburð á Facebook ef þau hafa tök á því

https://www.facebook.com/events/104141279942042/



HEIMABRUGGTÚR Í REYKJAVÍK

Fágun býður upp á skemmtilega nýjung með því að boða til fyrsta heimabruggtúrs í Reykjavík laugardaginn 17. október. Við munum hittast í Hlíðunum og heimsækja heimabruggara þar, labba svo áleiðis í miðbæinn og heimsækja á leiðinni 2 aðra staði. Fólkið sem býður okkur í heimsókn hefur mis mikla reynslu af heimabruggun, allt frá nokkrum árum niður í nokkra mánuði. Þá eru aðstæður mismunandi, frá einföldum potti upp í flóknari tæki.

Tilgangurinn með þessari ferð er fyrst og fremst að sýna þeim sem áhuga hafa á að hefja bruggun heima hjá sér hvernig það er gert, spyrja og spjalla og hafa gaman af. Að sjálfsögðu munu bruggarar gefa gestum að smakka á afurðum sínum.

Þetta er því tilvalið tækifæri fyrir þau ykkar sem eruð spennt fyrir heimabruggi að koma með og sjá hvernig þetta er gert. Ferðin verður nánar auglýst í næstu viku á fagun.is og Facebook síðu Fágunar. Skráning er nauðsynleg að þátttökugjald verður mjög hóflegt.



SKRÁNING Í FÉLAGIÐ

Fágun er opið öllum einstaklingum 20 ára og eldri. Skráning í félagið fer
fram í gegnum heimasíðu félagsins, sjá
http://fagun.is/viewtopic.php?f=26&t=891

Fyrir félagsgjaldið fá félagsmenn forgang á atburði félagsins og eftir
atvikum ókeypis í rútur og annað sem gestir utan félagsins þurfa að borga
fyrir. Auk þess býðst félagsmönnum 25% afsláttur á Hlemmur Square bar og
15% afsláttur á Skúla craft bar gegn framvísun félagsskírteinis.
Post Reply