Stýribox - Control Panel

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
astaosk
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 29. Dec 2009 19:47

Stýribox - Control Panel

Post by astaosk »

Góða kvöldið,

Ég minntist á það á síðasta mánaðarfundi að við Sölvi (hún/hann brugghús) erum að setja saman fína, nýja HERMS kerfið okkar. Nú er það verkefnið sem þvælist mest fyrir okkur, en verður að fara að klárast (nú þegar framleiðslan er að verða lögleg....) - sem sagt að setja saman stýriboxið. Er ekki einhver hér inni sem hefur farið í gegnum þessa samsetningu og er til í að vera með okkur í þessu? Jafnvel rafvirki? Fullt af bjór í boði!

Læt hér fylgja með mynd af nýju pottunum - með litla bróður sem er búinn að gera ansi marga góða bjór bara alveg aleinn!
2015-08-31 22.38.51.jpg
Að gerjast: Humla hveitibjór, Reyköl
Að þroskast: Imperial red ale, Reyktur Stout
Á flöskum: Lakkrís og súkkulaði porter, Hafrastout með íslensku ristuðu byggi, Libertine Clone, Coffee Imperial Stout
Framundan: Hveitibjór, IIPA
Funkalizer
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: Stýribox - Control Panel

Post by Funkalizer »

Eruð þið komin með allt stöffið fyrir control panelinn?
Ætlið þið að vera með þetta a la The Electric Brewery (TEB) eða eruð þið með eitthvað annað í huga?

Ég er búinn að vera að dunda mér í rólegheitunum (og þá meina ég sko fáránlegum rólegheitum) við að setja saman TEB control panel úti í skúr.
Myndi nú ekkert kalla mig sérfræðing í þessu en það virkar allt sem komið er...
Post Reply