Fréttabréf Fágunar ágúst 2015

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Fréttabréf Fágunar ágúst 2015

Post by æpíei »

Í þessu fréttabréfi:

- Kútapartý á Menningarnótt
- Gorhátíð í haust
- Heimabruggtúr í miðbænum
- Vefsíða Fágunar
- Bjórgerðarkeppni 2016
- Skráning í félagið og afslættir


KÚTAPARTÝ Á MENNINGARNÓTT

Hið árlega kútapartý verður haldið á laugardaginn kl. 14. Staðurinn er á
Klambratúni, í rjóðri þar sem leiktækin eru, sunnarlega á túninu móts við
gangbrauarljósin yfir Miklubraut.

Þetta er fjölskylduvæn samkoma. Við verðum með pylsur á grillinu, gos og
svo smávegis af bjór, á meðan birgðir endast. (Aflýst: Þá ætlar hljómsveitin
Skrímslin að líta inn og spila nokkur lög um 3 leitið. Þetta er eins og
nafnið gefur til kynna mjög ljúf og þægileg tónlist skipuð heimsfræðum
tónlistarmönnum úr Hafnarfirði. https://www.facebook.com/skrimsl)

Aðgangur er ókyepis, en frjáls framlög eru vel þegin. Gott væri ef þið
skráið ykkur á viðburðinn hér ef þið hyggist koma svo hægt sé að áætla
hversu mikið af pylsum við þurfum
https://www.facebook.com/events/1483970708583355/



GORHÁTIÐ 2015

Komið hefur til tals að halda Gorhátíð 2015 á Akureyri, um miðjan október.
Þetta gæfi okkur tækifæri til að heimsækja félagsmenn fyrir norðan og sjá
hvað þar er í gangi. Þá væri líka upplagt að heimsækja nokkur brugghús þar,
til að mynda Gæðing, Kalda, Segul 67 og Víking.

Reynt yrði að halda fargjaldi í lágmarki fyrir félagsmenn, en gisting yrði
á ábyrgð og kostnað hvers og eins. Væri gaman ef þið mynduð láta okkur vita
með svari á síðunni okkar ef þið hefðuð áhuga á að koma með.
http://fagun.is/viewtopic.php?f=25&t=3603



HEIMABRUGGTÚR Í MIÐBÆNUM

Í síðasta fréttabréfi kynntum við heimabruggtúr í miðbænum. Við erum komin
með 3 til 4 áhugasama heimabruggara á svæðum 105 og 101 sem vilja taka á
móti ykkur. Stefnt er að því að halda þetta á laugardegi í lok sept, byrjun
okt. Fyrirkomulagið yrði þannig að hist væri hjá fyrsta gestgjafa og svo
labbað yfir til þess næsta, osfrv., og loks endað niðri í bæ.

Þátttaka gesta verður auglýst þegar nær dregur.



VEFSÍÐA FÁGUNAR

Vefsíðan hefur gengið í gegn um smá breytingar síðastliðna mánuði. Við erum
enn að vinna í því að gera hana betri. Vænta má þess að þær líti ljós í
vetur. Allar ábendingar eru vel þegnar.
http://fagun.is/viewtopic.php?f=25&t=3554



BJÓRGERÐARKEPPNI 2016

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Það er þegar ákveðið að sérbjóraflokkurinn
árið 2016 verði villigerjaðir bjórar, þ.e. súrir og "fönkí". Þar sem gerð þeirra
tekur nokkurn tíma er upplagt að fara að huga að því nú þegar.




SKRÁNING Í FÉLAGIÐ

Fágun er opið öllum einstaklingum 20 ára og eldri. Skráning í félagið fer
fram í gegnum heimasíðu félagsins, sjá
http://fagun.is/viewtopic.php?f=26&t=891

Fyrir félagsgjaldið fá félagsmenn forgang á atburði félagsins og eftir
atvikum ókeypis í rútur og annað sem gestir utan félagsins þurfa að borga
fyrir. Auk þess býðst félagsmönnum 25% afsláttur á Hlemmur Square bar og
15% afsláttur á Skúla craft bar gegn framvísun félagsskírteinis.
Post Reply