Gorhátið 2015 á norðurlandi

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply

Ég hef áhuga á að fara norður á Gorhátið 2015

Ég er ákveðin/ákveðinn að fara með
1
9%
Frekar líklegt ég færi með
2
18%
Ég færi mögulega með
5
45%
Ólíklegt ég færi með
2
18%
Ég færi alls ekki með
1
9%
 
Total votes: 11

User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Gorhátið 2015 á norðurlandi

Post by æpíei »

Komið hefur til tals að halda Gorhátíð 2015 á Akureyri. Þetta gæfi okkur tækifæri á að heimsækja félagsmenn fyrir norðan og sjá hvað þar er í gangi. Þá væri líka upplagt að heimsækja nokkur brugghús þar, til að mynda Gæðing, Kalda, Segul 67 og Víking.

Stefnt er á að fara um miðjan október. Fyrirkomulagið yrði nokkur veginn með þeim hætti að farið yrði úr bænum um kl. 17 á föstudegi. Fyrst yrði stoppað hjá Gæðingi og komið inn á Akureyri um kvöldið. Á laugardegi yrðu önnur brugghús heimsótt. Svo yrði sjálf Gorhátíðin haldin um kvöldið með norðlenskum félögum. Farið suður aftur á sunnudagsmorgni, komið í bæinn upp úr kl. 16. Reynt yrði að halda fargjaldi í lágmarki fyrir félagsmenn, en gisting yrði á ábyrgð og kostnað hvers og eins. Norðanmenn eru að sjálfsögðu líka velkomnir með.

Vinsamlegast látið vita hér ef þið hefðuð áhuga á að koma með með því að svara þessari könnun hér. Ath að þá má breyta svari síðar ef ykkur snýst hugur.
Post Reply