ger pæling vs sykri

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
giggo75
Villigerill
Posts: 7
Joined: 14. Mar 2015 16:06

ger pæling vs sykri

Post by giggo75 »

er möguleiki á að ger drepist ef sykurmagn er og mikið í lögun. í stuttu máli var ég að gera uppskrift af netinu og var talað um 5 gallon og grunar mig að að það sé enda magna en ekki byrjun. kannski átti ég að byrja með 27 lítra frekar en 19lítra.
því er magnið ekki mikið en hugsanlega mikill sykur í virtinum. Eða verður bjórinn bara sterkari. hvað segja fræðimenn um þetta ?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: ger pæling vs sykri

Post by hrafnkell »

Það er alltaf talað um enda magn þegar það er talað um stærð á lögun. Það er hægt að þynna virtinn með vatni fyrir gerjun, en það hefur áhrif á beiskjuna og fleira.

Hvað var OG og hvað átti það að vera?
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: ger pæling vs sykri

Post by æpíei »

Uppgefið magn er miðað við upphaf gerjunar. Það fer eftir þínum tækjum hvernig þú nærð því. En 27 lítar er ekki ósennilegt.

Svo er gott að mæla sykurmagn eftir suðu. Ef þú notaðir lítið af vatni er mjög líklegt að sykurmagnið OG sé of hátt miðað við það sem stefnt er að. Biturleikinn verður líka meiri en þú stefndir að. Það er ekkert að því að bæta hreinu vatni í eftir suðu til að ná réttu sykurmagni.

Hvað gerið varðar þá er stutta svarið, það er líklega í lagi. Langa svarið er að þú ættir að nota reiknivélar eins og Mr. Malty til að áætla hvetsu mikið ger þú þarft. Það fer eftir ýmsu svo sem magni virts, OG og aldri gers. http://www.mrmalty.com/calc/calc.html

Vertu ekki að hafa of miklar áhyggjur af þessu. Fylgstu samt með gerjuninni og sjáðu hvort þú endar ekki í réttu FG, þ.e. mældur sykurstyrkur eftir gerjun.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: ger pæling vs sykri

Post by æpíei »

Smá viðbót. Það er lang best að vera með forrit eins og BeerSmith til að setja upp uppskriftir. Þú byrjar á að velja eða búa til prófíl fyrir þín tæki, þar sem þú setur nýtni, boil off og annað. Þegar þú slærð inn uppskriftir af netinu eða bókum þá sérðu strax hvort þú þarft að aðlaga uppskriftina aðeins að þínum græjum, getur stækkað þær eða minnkað og leikið þér að öðrum hlutum. Í öllu falli veistu með mikilli vissu hvernig virturinn á að koma út, og þar með bjórinn.
giggo75
Villigerill
Posts: 7
Joined: 14. Mar 2015 16:06

Re: ger pæling vs sykri

Post by giggo75 »

Takk fyrir góð svör. Mín mistök voru að byrja með of lítið vatn þar sem ég tók 5 gallon sem byrjunar magn. En ég bætti vatni við eftir suðu og skellti svo gerinu út í. Annars sýnist mér að beer smith sé alveg málið til að læra á nýtni á græjunum :)
Post Reply