Coopers Real Ale blanda

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Coopers Real Ale blanda

Post by sigurdur »

Ég var að setja í eftirfarandi lögun:

Steep í 30 mín við 76 gráður (sem að féll um nokkrar):
100 gr CaraAroma
100 gr CaraPils

Malt:
1.7kg Coopers Real Ale
2x 465 gr Community Malt Extract (eitthvað úr Lyf og Heilsa)

Humlar:
25gr Fuggles 30 mín

Ger:
2x 7g Coopers Ale yeast (rehydrated)

Aðferð:
30 mín suða á 15 lítrum og bætt 8 lítrum af köldu vatni. Þetta allt saman kælt niður í um ~25 gráður áður en gerinu er hent út í virtinn.

OG: Mældist ~1.039

Mér tókst að eyðileggja fína analog hitamælinn sem að ég fékk úr ámunni á sínum tíma, virturinn var trúlega í 70 gráðum en mælirinn mælir bara 40.

EDIT: Davíð (david) var með mér í þessu að mestum hluta, svo júdasaðist hann út vegna þess að hann var með bjórþorsta.
Last edited by sigurdur on 13. Sep 2009 14:19, edited 1 time in total.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Coopers Real Ale blanda

Post by Idle »

Gott að vita að þú hafir fullnýtt launin fyrir vinnuna. Mér líst vel á þetta! :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Coopers Real Ale blanda

Post by sigurdur »

Já, þau komu sér vel þessi laun :skal:
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Coopers Real Ale blanda

Post by Idle »

Ég hlakka til að bragða á þessum, ef mér mun hlotnast sá heiður. Ég skal lofa þér flösku af old ale í staðinn - fyrsta AG sem ekki hefði orðið til án þinnar vinnu. :skal:
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Coopers Real Ale blanda

Post by sigurdur »

Það verður án efa mjög auðvelt að redda því.

Núna er undir 12 tímum frá því að ég henti gerinu í og það er nú þegar farið að bubbla og krausen að myndast (hálfur sm kominn). Ég tel að það sé ekki ósniðugt að vökva gerið áður en maður setur það út í.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Coopers Real Ale blanda

Post by kristfin »

sigurdur wrote:Ég var að setja í eftirfarandi lögun:
2x 465 gr Community Malt Extract (eitthvað úr Lyf og Heilsa)
hvað kostaði þetta malt extract. ég sé að það kostar 1.38 pund hér http://www.ecofair.co.uk/shop/Online_Ca ... rs_84.html" onclick="window.open(this.href);return false;

mig langar í smá malt extract til að búa til startara
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Coopers Real Ale blanda

Post by sigurdur »

kristfin wrote:
sigurdur wrote:Ég var að setja í eftirfarandi lögun:
2x 465 gr Community Malt Extract (eitthvað úr Lyf og Heilsa)
hvað kostaði þetta malt extract. ég sé að það kostar 1.38 pund hér http://www.ecofair.co.uk/shop/Online_Ca ... rs_84.html" onclick="window.open(this.href);return false;

mig langar í smá malt extract til að búa til startara
Athugaðu að þetta er fljótandi malt extract.

Það kostaði að mig minnir um 600-700 krónur eða svo krukkan.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Coopers Real Ale blanda

Post by Eyvindur »

Já, það er smá vesen að búa til starter úr fljótandi geri, en þó er það það eina sem ég hef gert þegar ég hef gert starter (í þessi tvö skipti - hef haldið mig við þurrger síðan). Það þarf að reikna það öðruvísi út, því þéttleikinn er annar enn í þurru extracti.

Annars er líka vel hægt að búa til starter úr korni, með því að gera agnarsmáa meskingu í pressukönnu. Ég hef reyndar bara gert það einu sinni og það virkaði ekki, en ég kenni gerinu um það, ekki aðferðinni. Árni kenndi mér að gera þetta, kannski hefur hann gullkorn í púkkið.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Coopers Real Ale blanda

Post by kristfin »

varstu búinn að smakka útkomuna úr þessu siggi
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Coopers Real Ale blanda

Post by sigurdur »

Já, mér fannst þetta ekki mjög ósvipað Coopers Bitter, hann var amber litaður og með örlítið beiskt eftirbragð. Ekki slæmur.
Hann er hinsvegar aðeins 3.6% ABV.
Hann er of kolsýrður, en ágætur annars.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Coopers Real Ale blanda

Post by kristfin »

varstu búinn að nota svona coopers kit áður. ég er að spá í hvað abragð þetta community malt sé að gefa manni
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Coopers Real Ale blanda

Post by sigurdur »

Nei, ég hef ekki notað svona Coopers kit áður þannig að ég á erfitt með að segja til með bragðið á Community maltinu.
Post Reply