Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Ég hlakka til að bragða á þessum, ef mér mun hlotnast sá heiður. Ég skal lofa þér flösku af old ale í staðinn - fyrsta AG sem ekki hefði orðið til án þinnar vinnu.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Núna er undir 12 tímum frá því að ég henti gerinu í og það er nú þegar farið að bubbla og krausen að myndast (hálfur sm kominn). Ég tel að það sé ekki ósniðugt að vökva gerið áður en maður setur það út í.
Já, það er smá vesen að búa til starter úr fljótandi geri, en þó er það það eina sem ég hef gert þegar ég hef gert starter (í þessi tvö skipti - hef haldið mig við þurrger síðan). Það þarf að reikna það öðruvísi út, því þéttleikinn er annar enn í þurru extracti.
Annars er líka vel hægt að búa til starter úr korni, með því að gera agnarsmáa meskingu í pressukönnu. Ég hef reyndar bara gert það einu sinni og það virkaði ekki, en ég kenni gerinu um það, ekki aðferðinni. Árni kenndi mér að gera þetta, kannski hefur hann gullkorn í púkkið.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Já, mér fannst þetta ekki mjög ósvipað Coopers Bitter, hann var amber litaður og með örlítið beiskt eftirbragð. Ekki slæmur.
Hann er hinsvegar aðeins 3.6% ABV.
Hann er of kolsýrður, en ágætur annars.