Blautger

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Funkalizer
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Blautger

Post by Funkalizer »

Í ljósi þess að maður er farinn að dútla við að nota blautger er þá ekki um að gera að spyrjast ykkur aðeins út í þessi ger? :)

Málið er að ég rakst á þessa grein um daginn og eftir það varð ég æstur að prufa San Diego Super.
Ég kláraði stir-plate'ið sem ég var búinn að ganga með í maganum í þónokkurn tíma, fór eftir leiðbeiningunum hérna, skrapp til Hrafnkells upp á von og óvon og hann átti þetta ger ásamt Erlenmeyer flösku og DME.
Smellti í starter með það fyrir augum að búa til afleggjara fyrir næstu lögn eins og sagt er frá hérna, þurfti meira að segja að steppa hann upp vegna aldurs gersins, og hellti upp á eitt stk. Sierra Nevada Pale Ale klón sem ég hef nokkrum sinnum bruggað.
Reiknivélin sem ég notaði og bent er á í brulosophy greininni er að finna hérna.

Og núna langar mig að prufa fleiri ger :D

Brúnöl, rauðöl, mikið humluð, lítið humluð en þó meira og minna bresk/írsk og jafnvel skosk er það sem mig langar að prufa næst (eitthvað eitt úr þessari category'u, alla veganna).
Ég er búinn að þvælast mikið um Wyeast til að skoða kosti og upp úr standa tveir:
1318 - London Ale III™ og
1335 - British Ale II™

Ég vænti þess að einhver hérna hafi prufað þessi tvö ger. Væri ekki verra ef sami aðilinn hafi gert það svona upp á samanburðinn :)
Einhver sem mælir frekar með öðru en hinu og þá af hverju ?
Er einhver hérna kominn með "house strain" sem henni eða honum þykir ómissandi að eiga?

Í næstu þáttum má svo t.d. taka eftirfarandi umræðu:
Hvort Chico strainin, us-05/WLP001/WY1056, séu öll eins og ef ekki hvað er best.
Hvaða hveitibjórger er best svona í ljósi þess að sumarið er á leiðinni, er það ekki?
Hvaða ger er besta IPA gerið... Vermont, er það ekki ? Er einhver búinn að prufa það?
Til hvers blautger þegar maður getur gert allt með US-05 og S-04?
Og så videre...
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Blautger

Post by hrafnkell »

Margar spurningar.. :D Ég ætla að svara þeim sem ég nenni :)

Var san diego gerið sprækt? Fljótt að byrja í starternum? Ég á nokkur vial úr þessari sendingu, sem er að nálgast eftirlaun, en grunar að þau séu í fínu lagi ennþá..

Ég nota alltaf http://www.yeastcalculator.com" onclick="window.open(this.href);return false; til að reikna út startera, og nota Troester stirplate útreikningana því mér finnst Jamil alltof svartsýnn á stækkun. Viability vil ég líka meina að sé mikið hærra en þessar reiknivélar gefa til kynna.

Ég hef prófað 1318 í bitter og var ánægður með. Mikið ánægðari en með 1968 og s04 í bitter. Ég hef aldrei notað 1335.

Ég hef tekið split gerjanir með 1056 vs us05 og verið ánægðari með 1056. Það er hugsanlega hægt að kenna öðru pitch rate um þann mun samt. us05 er amk ennþá í góða kladdanum hjá mér.

Vermont gerið er gott í fruity, sæta IPA með töluverðum gerjunarkarakter. Það er ekki alveg minn tebolli í ipa, en getur vel verið að ég skipti um skoðun einhvertíman. Ég hef prófað wlp007 og var gríðarlega ánægður með það. Það er einhversstaðar á milli 1056 og 1968.
1056 er samt ennþá go to í IPA fyrir mig .
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Blautger

Post by æpíei »

Gaman að sjá að fólk er farið að pæla í gerum. Blautger er klárlega málið ef þú vilt fá örlítið meiri dýpt í bjórana. Úrval af blautgeri er miklu meira en þurrgeri. Mismunandi ger gefa mismunandi áferð og bragð. Tvö ger geta verið nær eins en með smá blæbrigðamun. Það er um að gera að prófa sem mest og finna út hvað þér líkar best.

Það er í raun mjög einfalt að vinna með blautger og startera. Greinin eftir mig sem þú bendir á er fyrsta af 3 um blautger, startera og endurnýtingu. Þessi aðferð að harvesta er lýst í 3ju greininni. Ég hef ekki komið mér upp húsgeri, þó svo ég eigi eitthvað af ýmsum gerstrainum. Mér finnst bara svo gaman að prófa mismunandi bjórstíla og þar með mismunandi ger að þau fá oft að liggja kjurr og víkja fyrir nýjum.
Funkalizer
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: Blautger

Post by Funkalizer »

hrafnkell wrote: Var san diego gerið sprækt? Fljótt að byrja í starternum? Ég á nokkur vial úr þessari sendingu, sem er að nálgast eftirlaun, en grunar að þau séu í fínu lagi ennþá..
San Diego gerið var gríðarlega sprækt þó að það hafi verið framleitt í maí á síðasta ári.
Calculatorinn sagði það vera með 12% viability en það var samt komið á gott ról bara nokkrum tímum eftir pitch.
Leyfði því að rúlla í rúma 2 sólarhringa áður en ég kældi það í sólarhring til að hella ofan af því og endurpitch'a því á stærri starter.
Fyrri starterinn var þá kominn í c.a. 1.009 og ég gleymdi að mæla þann síðari áður en ég notaði hann.
Á samt afleggjara úr honum sem ég þarf að muna eftir að mæla... svona fyrir vísindin.

Á alveg eftir að taka mælingar á bjórinn sem ég reikna með að henda á kút einhvern tíman í vikunni.
Verður fróðlegt að sjá hvort þetta trend að detta niður fyrir 1.010 haldi sér :D

En áttu þá eitthvað annað sott stöff úr þessari sendingu ? ;)

Sýnist viability'ið reyndar hafa dottið niður um 2% á þessum tveimur vikum frá því að ég fékk síðasta vial frá þér en það ekki bara áskorun?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Blautger

Post by hrafnkell »

Iss jú, ég hef engar áhyggjur af því að það sé bara 12% viability. Væri samt gaman að fá sér smásjá, lita frumurnar og telja :)

Ég á allnokkur vial úr þessari sendingu ennþá. Tek örugglega white labs sendingu aftur svo einhvertíman á næstu mánuðum. Mér bara leiðast vialin - Það er vonlaust að halda reiður á þeim í ísskápnum hjá mér :) Vonandi græja þeir purepitch pakkningarnar sem fyrst.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Blautger

Post by æpíei »

Ef ég skil þetta viability rétt þá er þetta fjöldi lifandi gerla sem eru í gerpakkanum. M.ö.o. þetta er ekki hversu gamlir eða aldurshnignir gerlarnir eru. Þannig að gamlir pakkar hafa enn fullfrískar frumur, bara færri.

Ef þú gerir starter á réttan hátt ættir þú að hafa nægilegan fjölda af gerlum (næstum) sama hversu gamall pakkinn er. Ég hef það alltaf fyrir reglu að láta starterinn klára sig, þ.e. hef hann á hrærunni þangað til ekkert virðist vera að gerast í honum (ég hlusta ekki á þetta bull að gera starter kvöldið áður en þú ætlar að brugga, það er ekki nóg!) Einungis þannig hefur það magn af gerlum orðið til sem starterinn á að framleiða. Mín reynsla er sú að það taki oft 48 tíma með "nýtt" ger og kannski tvöfallt það með eldra ger eða ger sem ég hef endurnýtt. Það má jafnvel hafa í huga að ekki er ráðlegt að fara strax í stóran 2ja lítra starter með einum gömlum pakka af geri. Í staðinn fyrir einn 2000ml starter að gera fyrst lítinn starter (ca 600ml), kæla hann þar til gerið hefur sest og hella þá ofan af, setja svo meiri sykurlög (1400ml) ofan á og halda áfram. Það tekur þá tvöfaldan tíma miðað við einn starter.

Mér sýnist þú hafa gert mjög svipað svo þú ættir ekki að vera í vandræðum með þetta.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Blautger

Post by æpíei »

Ég er að lesa Mikkeller bókina og hann tilgreinir mjög einfalda útgáfu af starter sem ég hef ekki séð áður. Þess virði að prófa einhvern tíma.
IMG_3791.jpg
IMG_3791.jpg (1.53 MiB) Viewed 13106 times
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Blautger

Post by hrafnkell »

Líst illa á eplasafann.. Sennilega engu skárra en að nota bara sykur í starter.

Viability er einmitt það - Hvað það er stórt hlutfall af frumunum enn á lífi. Það þarf að miða starter stærðir við það, því of fáar frumur í of stóran starter lætur gerið fara í gegnum margar kynslóðir og reynir meira á það en að gera það í einhverjum þrepum.
Funkalizer
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: Blautger

Post by Funkalizer »

Þess vegna er homebrewdad svona mikil snilld.
Hann segir manni þetta bara.

Að eplasafanum: í Brewing classic styles segir: "It is important to use malt-based sugars for your starters. Do not use table sugar, corn sugar, or honey, as they will cause the yeast to quickly lose the ability to fement maltose, the main sugar in making beer."
Ætla að vera með Hrafnkatli í liði með að lítast illa á'ann.

Viability á víst að falla um 20% hvern mánuð frá því að gerinu er pakkað (100-80-64-51,2 etc.) - man ekki frá hvaða snilingi það er komið.
Hins vegar er það sannað að framleiðendur gers ljúga til um hvað er mikið af cellum í pakkanum því yfirleitt er meira af cellum heldur en gefið er upp.
Síðan eru meiningar um að 20% dæmið sé nokkurs konar worst case scenario og að hlutfall lifandi gers sem er geymt við réttar aðstæður sé miklu hærra en menn hafa hingað til gefið upp.

En við erum komnir langt út fyrir efnið.
Mig langaði eiginlega bara að vita hvað blautger fólk er að nota þegar það er að brugga vissa stíla og kannski af hverju.
Hvað er gerið að gera fyrir ykkur í þeim bjór, oþh.?

Hitt átti allt að vera í næstu þáttum ;)
Hvað varðar gerið þá er líklegast að maður smelli í eins og einn brúnöl og af því að uppskriftin mín á meira heima með Northern English Brown Ale heldur en Southern English þá er ég væntanlega að fara að fá mér 1335.
Verst að það á ekki kúl uppruna eins og 1968 (Fullers) eða 1318 (Boddingtons) :)
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Blautger

Post by æpíei »

Þar féll meistari Mikkel af stalli sínum ;)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Blautger

Post by hrafnkell »

æpíei wrote:Þar féll meistari Mikkel af stalli sínum ;)
Kannski í góðu lagi líka - Hann er nú ekki þekktur fyrir að brugga mikið sjálfur, meira í uppskriftasmíðinni :)
Post Reply