Það er að koma vor.

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Það er að koma vor.

Post by Feðgar »

Það er alveg örugglega að koma vor.
Humlarnir eru komnir af stað hjá mér. :-)
Þurrkur og lýs munu ekki fá að hafa áhrif á uppskeruna þetta árið.
Ég ætlaði að pósta mynd en myndin í símanum er of stór
Snordahl
Villigerill
Posts: 35
Joined: 22. Jun 2013 23:40

Re: Það er að koma vor.

Post by Snordahl »

Áhugavert, væri endilega til í að sjá mynd :)

Hvaða tegund ertu með og hefur hún verið að gefa af sér?
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Það er að koma vor.

Post by Feðgar »

Ég þarf endilega að taka nýja mynd. Hann er búinn að tvöfalda sig síðan ég póstaði þessu.
Ég veit ekki hvaða tegund þetta er. Hann er að ég held úr gróðrastöðunni Mörk. Ég fékk hann gefins fyrir nokkrum árum.
Hann varð á bilinu 4-5 metrar í fyrra og jú það kom slatti af humlum.
En ég réði illa við blaðlús sem herjaði á hann þannig að þeir urðu litlu og fullir af lús svo ég gat ekki notað þá.
Það verður séð til þess að blaðlúsin nái sér ekki á fót í ár.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Það er að koma vor.

Post by Feðgar »

Svona er hann í dag.
Og það er nú ekkert sérlega sumarlegt eins og er
Attachments
Lítil 2.4.15.JPG
Lítil 2.4.15.JPG (165.33 KiB) Viewed 6845 times
Post Reply