Page 1 of 1

Trojniak Piastowski - pólskur mjöður

Posted: 10. Sep 2009 22:08
by Idle
Ég splæsti á mig flösku af þessum áhugaverða miði (13%) í dag - 1.836 kr. fyrir 750 ml.

Gullinn, tær, engin kolsýra. Áberandi hunangsilmur, örlítill reykur, blóm. Þétt hunangsbragð, sætur, blóm, apríkósur, örlítið áfengi. Eftirbragðið er langt og nokkuð þurrt, einkennist (merkilegt nokk) af hunangi og blómum.

Fyrir mitt leyti er hann of sætur. Hugsa að mér hæfi betur hálf þurr mjöður, hugsanlega létt kolsýrður. Ég tek mjölinn minn hiklaust framyfir. ;)

Re: Trojniak Piastowski - pólskur mjöður

Posted: 11. Sep 2009 18:04
by Oli
þarf að prófa þetta við tækifæri