Trojniak Piastowski - pólskur mjöður

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Trojniak Piastowski - pólskur mjöður

Post by Idle »

Ég splæsti á mig flösku af þessum áhugaverða miði (13%) í dag - 1.836 kr. fyrir 750 ml.

Gullinn, tær, engin kolsýra. Áberandi hunangsilmur, örlítill reykur, blóm. Þétt hunangsbragð, sætur, blóm, apríkósur, örlítið áfengi. Eftirbragðið er langt og nokkuð þurrt, einkennist (merkilegt nokk) af hunangi og blómum.

Fyrir mitt leyti er hann of sætur. Hugsa að mér hæfi betur hálf þurr mjöður, hugsanlega létt kolsýrður. Ég tek mjölinn minn hiklaust framyfir. ;)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Trojniak Piastowski - pólskur mjöður

Post by Oli »

þarf að prófa þetta við tækifæri
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
Post Reply