La Trappe ger - Wyeast

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

La Trappe ger - Wyeast

Post by rdavidsson »

Góðan dag,

Ég ætla að setja í einn Dubbel fljótlega og er að vesenast með hvaða blautger ég á að nota. Þar sem ég er mikill La Trappe fan og langar mig að nota blautger sem endurspeglar þann gerkarakter. Er búinn að googla þetta töluvert og svörun eru misjöfn, menn benda alltaf á:

1214 Belgian Abbey
1762 Belgian Abbey II
3787 Trappist High Gravity

Veit einhver hvað af þessu geri ég ætti að nota til að fá sem mestan La Trappe karakter í bjórinn?

Kv, Raggi
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
hjaltibvalþórs
Villigerill
Posts: 47
Joined: 5. Nov 2012 15:46

Re: La Trappe ger - Wyeast

Post by hjaltibvalþórs »

Ég veit ekki með La Trappe en 1214 er amk. frá Chimay, 3787 er Westmalle/Westlvteren og 1762 er Rochefort. Þú getur auðvitað smakkað þá og fundið hvaða gerkarakter þú fílar. 1762 er mest neutral og er almennt talið virka betur í sterkari bjórum. 1214 er mjög ávaxtaríkt og með litlum kryddkarakter meðan 3787 er með meira jafnvægi. Vona að þetta hjálpi eitthvað.
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: La Trappe ger - Wyeast

Post by rdavidsson »

hjaltibvalþórs wrote:Ég veit ekki með La Trappe en 1214 er amk. frá Chimay, 3787 er Westmalle/Westlvteren og 1762 er Rochefort. Þú getur auðvitað smakkað þá og fundið hvaða gerkarakter þú fílar. 1762 er mest neutral og er almennt talið virka betur í sterkari bjórum. 1214 er mjög ávaxtaríkt og með litlum kryddkarakter meðan 3787 er með meira jafnvægi. Vona að þetta hjálpi eitthvað.
Takk fyrir þetta, ætli ég neyðist ekki bara til að kaupa 1stk frá hverju brugghúsi og smakka :)

Annars datt mér í hug að kaupa nokkra Dubbel frá La Trappe og harvesta botnfallið/gerið úr flöskunum og búa svo til tvöfaldan starter (pitch-a gerinu úr flöskunum í 1L starter og láta hann gerjast, decant-a og láta svo annað 1,5-2L starter ofan í og leyfa gerinu að fjölga sér aftur). Veit ekki hvort það er kannski algjör vitleysa, hef ekki séð marga þræði um þetta á veraldarvefnum..
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: La Trappe ger - Wyeast

Post by Eyvindur »

Ég myndi byrja á því að setja bara virt í flöskuna og gerja það smáræði, fara síðan upp í lítra. Líklega er lítið ger og stressað. Farðu vel að því og vertu þolinmóður. Mér sýnist mönnum hafa tekist að gera þetta.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: La Trappe ger - Wyeast

Post by helgibelgi »

Ég er með einn Dubbel í gerjun sem er alveg að verða til. Ég notaði Wyeast 1214 í hann.

Var einmitt að reyna að herma eftir La Trappe Dubbel. Skal láta þig vita hvernig þetta kemur út hjá mér til samanburðar.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: La Trappe ger - Wyeast

Post by hrafnkell »

Jebb eins og Eyvindur segir þá þarftu að steppa starterinn upp. Fyrst 100ml virt í flöskuna, svo 1-2 lítra starter. Enn betra ef þú átt litlar erlenmeyer flöskur :)
Funkalizer
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: La Trappe ger - Wyeast

Post by Funkalizer »

Það er líka ekkert víst að sama gerið sé notað til gerjunar og svo eftirgerjunar.
Menn hafa víst alveg harvestað og komið upp gjörvitlausum ger kúltúr eftir svoleiðis æfingar ;)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: La Trappe ger - Wyeast

Post by Eyvindur »

Það er samt óalgengt í Belgíu - mun frekar í Þýskalandi sem menn eru að nota sitthvort gerið. Og gúggl segir að La Trappe sé eftirgerjaður með upprunalega gerinu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Sindri
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: La Trappe ger - Wyeast

Post by Sindri »

Mig langar einnig að reyna við dubble.... eruð þið með einhverja uppskrift sem hefur smakkast vel ?
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: La Trappe ger - Wyeast

Post by helgibelgi »

Sindri wrote:Mig langar einnig að reyna við dubble.... eruð þið með einhverja uppskrift sem hefur smakkast vel ?
Sæll, ætlaði að senda þér PM með uppskrift sem ég var að prófa. En ákvað að búa bara til sérþráð: http://fagun.is/viewtopic.php?f=7&t=3406

Ef þú prófar þessa uppskrift verð ég að fá smakk! :D
Sindri
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: La Trappe ger - Wyeast

Post by Sindri »

Hendi klárlega í þig smakki
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: La Trappe ger - Wyeast

Post by rdavidsson »

Sindri wrote:Hendi klárlega í þig smakki
Ég held að við verðum allir að henda smakki á "alla", Helgi sendi mér þessa uppskrift um daginn, ætla reyndar að prófa annað ger (3787) og er með 90L sýróp...
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: La Trappe ger - Wyeast

Post by helgibelgi »

rdavidsson wrote:
Sindri wrote:Hendi klárlega í þig smakki
Ég held að við verðum allir að henda smakki á "alla", Helgi sendi mér þessa uppskrift um daginn, ætla reyndar að prófa annað ger (3787) og er með 90L sýróp...
Klárlega til í það!
Post Reply