Við erum fjórir félagar sem ætlum að prófa að gera eitt 20l all-grain batch næstu vikur. Tveir okkar hafa smáreynslu af ámukittum með ásættanlegum árangri og mér hefur jafnvel tekist að gera sæmilegt "gruit" með malti úr Melabúðinni, en nú langar okkur sum sé til að taka næsta skref. Vandamálið er hins vegar að þótt ég hafi legið í þessum (snilldar)vef nokkrar vikur og lesið mér til á öðrum síðum þá er ég enn óviss um það hvað best væri að kaupa hjá ÖB fyrir fyrstu tilraun. Mér datt í hug að nota Pale Ale sem grunn og nota örlítið Roasted Barley til að gera bragðið áhugaverðara, en hef líka heyrt að það sé varasamt. Cascade sem aroma, en hvað ætti maður að taka fyrir bittering? Ég er í sjálfu sér ekki með neinar séróskir varðandi stíl, enda bara fyrsta tilraun. Er sjálfur hrifinn af bjórum með afgerandi bragð.
Ég hafði hugsað mér að endurvinna ölgerið úr síðustu Coopers-lögun. Er samt ekki viss hvort ég fæ nóg úr því. Þarf að lesa mér til um hvernig ég fjölga gerinu úr botnfallinu.
Vitið þið annars hvort hægt sé að finna efnagreiningu á drykkjarvatni í Reykjavík einhversstaðar á netinu? Er vatnið hérna of lint til að ætla sér að gera stout?
Með fyrirfram þökk...
Í gerjun: Ekkert Á flöskum: ESB Á teikniborðinu: Jólabjór
Hið ágæta fólk hjá RF http://rh.rf.is/verkefni/Listi/nr/240 segir að sýrustig vatns á Íslandi sé mjög hátt og hæst í Reykjavík (pH 8.9). Það ætti að benda til þess að dökkt malt henti betur því það lækkar sýrustigið meira en ljóst... eða er ég úti á túni?
Í gerjun: Ekkert Á flöskum: ESB Á teikniborðinu: Jólabjór
Þú getur orðað það á annan máta, þú þarft ekki að lækka sýrustig vatnsins með bætiefnum þegar þú notar dökkt malt, hinsvegar ef þú ætlar að nota ljóst malt, þá er gott að nota matskeið af gipsum (gips) til þess að lækka sýrustigið í meskjun. Svo skilst mér allavegana af reyndari mönnum.
Miðað við þennan prófíl ætti maður að bæta kalki og magnesíum út í meskinguna til að fá fulla ensímvirkni. Ekki það að ég hafi miklar áhyggjur af þessu. Var bara að velta fyrir mér hvort við ættum heldur að byrja á ljósu eða dökku malti...
Í gerjun: Ekkert Á flöskum: ESB Á teikniborðinu: Jólabjór
Ef þið sláið upp ,,vatn" á Ísgem gagnagrunninum á heimasíðu míns ástkæra fyrirtækis Matís fáið þið nákvæmar upplýsingar um gerð íslensks vatns (http://www.matis.is/ISGEM/is/leit" onclick="window.open(this.href);return false;). Ég er reyndar ekki orðinn það advanced í bjórgerð að þær upplýsingar gagnist mér, stefni þó ótrauður á það.