Gerjað Hvítöl

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
Gummi Kalli
Villigerill
Posts: 32
Joined: 20. Aug 2014 19:32

Gerjað Hvítöl

Post by Gummi Kalli »

Ég keypti svona 1,25l hvítöl frá ölgerðinni í Bónus um daginn. Hristi þetta vel og kláraði allt gos og henti svo US-05 slurry - úr bjór sem ég var að setja á flöskur - útí þetta og ætla sjá hvað kemur út úr því. Gerjun fór nánast strax af stað og það virðist vera mikið að gerast í flöskunni. Ég er að spá í að tappa þessu svo á flöksur með smá sykri til að kolsýra uppá nýtt. Hefur einhver prófað þetta?

Ég get fengið 20l á 3000 krónur. Það er frekar ódýrt virti. En þetta þarf að vera mjög gott :)

Ég geri ráð fyrir að vera smakka þetta uppúr miðjum Janúar. Leyfi ykkur að fylgjast með :beer:
í gerjun: Alltaf eitthvað
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Gerjað Hvítöl

Post by æpíei »

Hvítölið í gamla daga var selt beint í brúsa úr Ölgerðinni í Þverholti, og þar áður á Njálsgötunni. Það var frægt fyrir að vera vel gerjanlegt. Þá höfðu menn ekki US-05 slurry svo brauðger varð að duga. Það var eflaust fínt á tímum bjórbannsins. Ég veit ekki með þetta nútíma hvítöl. En þú ert með meira en virt þarna. Það er tilbúið til drykkju, bara reyna að pumpa aðeins upp áfengið. Endilega segðu okkur hvernig þetta tekst hjá þér.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Gerjað Hvítöl

Post by sigurdur »

Þú getur líka sleppt US-05, Hvítölið á víst að vera með lifandi gerla (það var það þegar ég var að dreifa því) svo að þú getur bara leyft því að standa í herbergishitastigi og séð hvað gerist.. ;)
Gummi Kalli
Villigerill
Posts: 32
Joined: 20. Aug 2014 19:32

Re: Gerjað Hvítöl

Post by Gummi Kalli »

Já nákvæmlega. Eins og var algengt í bjórbanninu. Það var í raun kveikjan að hugdettunni. Ég var ekki viss hvort það ætti ennþá við eða hvort þetta væri gerilsneytt í dag. Spuning um að kanna það betur og prófa næst að taka sykurmælingu og láta síðan standa við stofuhita í nokkurn tíma.
í gerjun: Alltaf eitthvað
Gummi Kalli
Villigerill
Posts: 32
Joined: 20. Aug 2014 19:32

Re: Gerjað Hvítöl

Post by Gummi Kalli »

Þetta er bara alls ekki það versta sem ég hef smakkað. Lyktin minni ennþá á hvítöl, það er ennþá töluverð sæta. Sterkur malt karakter undir lokinn. Byrjaði í 1.046 endaði í 1,009. Ég smellti svo bara tvem tsk sykri út í 750ml flösku og eftirgerjaði í 6 daga. Fékk góðan haus og fína kolsýru. Það kemur alveg til greina að gera þetta aftur á stærri skala.
í gerjun: Alltaf eitthvað
Post Reply