Hvar fæ ég kolsýru?

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
hedinn
Villigerill
Posts: 9
Joined: 13. Jan 2014 15:36

Hvar fæ ég kolsýru?

Post by hedinn »

Ég er með kolsýrukút (slökkvitæki) sem ég fékk í Prófun í Kópavogi og gæti farið þangað og fengið áfyllingu. Mig langaði samt að vita hvort það væru einhverjir aðrir kostir í boði.

Það er eitt sem ég er að velta fyrir mér (ég veit ekki mikið um þetta en ætla bara að kasta þessu fram), hvort það geti verið einhver gæðamunur á kolsýrunni t.d. Iðnaðarkolsýra vs. matvælakolsýra við þekkjum öll söguna af iðnaðarsaltinu og ég veit að það er líka til iðnaðarsúrefni vs. matvæla/heilbrigðissúrefni.

Ég prófaði um daginn að nota Prófunarkolsýruna til að búa til sódavatn í keg hjá mér og fannst vatnið vont eða eitthvað off-flavor. Hefur einhver annar prófað að gera þetta? Þetta var í nýlegum keg og gæti verið nýjumálmabragð líka
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hvar fæ ég kolsýru?

Post by hrafnkell »

Ég nota bara slökkvitækja kolsýru og ég veit ekki um neinn sem notar matvælakolsýruna (sem er hægt að fá hjá aga). Ætli maður þyrfti ekki kúta frá aga líka til að það gangi upp - aga fylla ekki á kúta, bara býtta á kútum við mann og maður leigir kútana af þeim.


Ég hef bent mönnum á að versla gas hjá eldklar.is og kolsyra.is
Snordahl
Villigerill
Posts: 35
Joined: 22. Jun 2013 23:40

Re: Hvar fæ ég kolsýru?

Post by Snordahl »

kolsyra.is er með iðnaðar- og matvælakolsýru þeir ættu að geta hjálpað þér.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hvar fæ ég kolsýru?

Post by Eyvindur »

Ég hef alltaf verslað við Slökkvitækjaþjónustuna og líkað mjög vel. Aldrei fengið neitt óbragð.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply