Enn einn bruggróbotinn

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Enn einn bruggróbotinn

Post by æpíei »

Þessi bruggróbot er ansi áhugaverður ef hann gerir allt sem lofað er:

https://www.indiegogo.com/projects/brew ... me-brewery" onclick="window.open(this.href);return false;

Annars er fyndið að sjá þá auglýsta sem leið til að spara. Þá er líklega horft framhjá stofnkostnaðinum sem er talsverður. En maður hlýtur að fagna hverju tæki sem gefur ölllum tækifæri á að prófa sig áfram í heimabruggun á einfaldan og þægilegan máta.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Enn einn bruggróbotinn

Post by hrafnkell »

Það væri líka forvitnilegt hvað það eru komnar margar "world's first" svona græjur á kickstarter og indiegogo undanfarið ár eða svo. Þær eru sennilega fleiri en 5 :)
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Enn einn bruggróbotinn

Post by helgibelgi »

Æji, ekki fyrir mig...

Mér finnst meira heillandi að framkvæma öll skref sjálfur og hafa þannig meiri stjórn yfir öllum skrefum.

Myndi frekar sleppa því að kaupa svona, og fara bara út í vínbúð. Það er ódýrara!
Kornráð
Villigerill
Posts: 40
Joined: 5. Aug 2014 21:32

Re: Enn einn bruggróbotinn

Post by Kornráð »

flott græja, ábyggilega mikið lagt í þetta. en þetta er einmitt full mikið af því að "gera ekki neitt" þótt ég sé mjög hlinntur sjálfvirkni, þá tekur full sjálvirkni alla skemtunina úr heimalögðum bjór, ef maður fær ekkert að gera.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Enn einn bruggróbotinn

Post by Eyvindur »

Ég er sammála að ég myndi ekki vilja svona græju, en skil samt alveg hvers vegna sumir myndu vilja það. Fólk sem hefur áhuga á uppskriftaþróun en finnst sjálft bruggferlið leiðinlegt, til dæmis.

Við erum öll svo ólík. ;)
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply