Bruggdagur - Allir velkomnir að kíkja

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Bruggdagur - Allir velkomnir að kíkja

Post by helgibelgi »

Var að meskja inn kornið rétt áðan. Planið er að gera Amerískan Pale Ale humlaðann með Mosaic humlum. Mjög byrjendavænn bjór.

Ef þig langar að kíkja, þá er heimilisfangið Mánagata 9 - 105 RVK
Síminn er 8448909.

Reikna með að þetta standi til kl. 17-18 ca.

Uppskriftin er:

4,05kg Pale Ale
300gr CaraMunich 2
200gr Wheat Malt Pale
OG = 1.051

60 mín - 15gr Mosaic
20 mín - 20gr Mosaic
0 mín - 20 gr Mosaic
IBU = 37,8

US-05 einn pakki þurrger
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Bruggdagur - Allir velkomnir að kíkja

Post by helgibelgi »

Mig vantar líklega nýjan hitanema fyrir PID stýringuna mína. Allt í einu var meskingin komin upp í 74°C þegar target var sett á 66°C. Sem betur fer gerðist þetta seint í meskingunni, svo að ég hef litlar áhyggjur af nýtni.

Ég er að nota einhvern voða basic nema sem fylgdi með stýringunni.

Hefur einhver reynslu af góðum hitanema?

BTW: Er að hita upp í suðu núna. Gestir ennþá velkomnir!
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bruggdagur - Allir velkomnir að kíkja

Post by hrafnkell »

Af hverju heldurðu að það sé neminn sem er að klikka? Sýndi hann ekki rétt hitastig?

Nemarnir sem fylgja ebay stýringum eru oft ekki hentugir fyrir vatn.. Ég á rosa fína hitanema, en þeir kosta 7000kr með fancy kapli.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Bruggdagur - Allir velkomnir að kíkja

Post by helgibelgi »

hrafnkell wrote:Af hverju heldurðu að það sé neminn sem er að klikka? Sýndi hann ekki rétt hitastig?

Nemarnir sem fylgja ebay stýringum eru oft ekki hentugir fyrir vatn.. Ég á rosa fína hitanema, en þeir kosta 7000kr með fancy kapli.
Reyndar var neminn ekki langt frá þeirri mælingu sem Thermapen mælirinn sýndi. Ég var reyndar ekki að fylgjast nægilega vel með þessu til að sjá hvort stýringin hafi haldið áfram að hita eftir að target hita var náð. Finnst það ólíklegt. Frekar að hitaneminn hafi verið á slæmum stað, sem síðan allt í einu hefur hitnað langt upp fyrir target (sem þýðir að hinu megin í meskingu gæti hitinn hafa farið hærra en 74°c). En svo gæti verið að neminn sé orðinn eitthvað tregur, að hann sé að detta inn og út. Ég komst að því með einfaldri leit að það má ekki láta kapalinn sjálfan í vökvan, sem ég geri alltaf. Það virðist mega með suma fínni tegundir, en ekki þessa basic.
Post Reply