Counter Flow Chiller (CFC)

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Counter Flow Chiller (CFC)

Post by rdavidsson »

Ákvað að selja gamla CFC-inn minn sem ég er búinn að nota fá upphafi og smíða stærri. Ástæðan er sú að ég keypti 230V Chugger Pump í Ameríku um daginn og því var gamli kælirinn orðinn alltof lítill.

Ég notaði eftirfarandi íhluti:

7 metra af 10mm koparröri - Menn voru að lenda í of lítilli kælingu með 12mm. Keypt hjá GESALA, 700 kall meterinn
7 metra af 16mm plastslöngu - Keypti í Húsasmiðjunni, rúmlega 200 kall meterinn
2x T stykki og 2x 1/2" í 10mm minnkun - Keypt í Landvélum. Þurfti sjálfur að bora minnkunina allveg í gegn. 2.800 kall
2x 10mm í 1/2" - Fæst víða, man ekki hvar ég keypti. Nota til að breyta 10mm kopar í 1/2" fyrir camlock hraðtengi.. 1.500 kall
Kúluloki og hraðtengi fyrir garðslöngu - Húsó, 2.000 kall.

Heildar prísinn varð um 12.000 krónur sem er held ég bara nokkuð vel sloppið. Hérna er svo mynd af gripnum:
Image

Og nýja dælan:
Image

Þegar ég var í USA þá keypti ég líka slatta af Camlock hraðtengjum til að nota á silicon slöngurnar. Eins og sést á myndinni þá get ég plöggað úr dælunni beint á CFC-inn, algjör snilld.

Ég prufukeyrði dæluna og spíralinn um daginn þegar ég setti í jólabjórinn. Með því að hafa kalda vatnið í botni og allveg opið fyrir dæluna, þá var ég um 5-7 mínútur að kæla 23L batch úr 100°C beint niður í 18-20°C sem er ótrúlega stuttur tími!! Áður fyrr var ég rúmlega 30 mín að kæla, þannig að nýju græjurnar stytta bruggdaginn enn meir :)
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
Bjoggi
Kraftagerill
Posts: 87
Joined: 17. Mar 2014 19:37

Re: Counter Flow Chiller (CFC)

Post by Bjoggi »

Vel gert!
Í gerjun: Sílalækur - CaraAmber Ale, Oktober-Marzen
Á krana: Sam Adams Clone, Citra BIPA,
Á flöskum: Ekkert
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Counter Flow Chiller (CFC)

Post by helgibelgi »

Sweet!

Lítur vel út!
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Counter Flow Chiller (CFC)

Post by gosi »

Þetta er ótrúlega flott. Dæliru beint í tunnu eða dæliru í pottinn aftur?

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Counter Flow Chiller (CFC)

Post by rdavidsson »

gosi wrote:Þetta er ótrúlega flott. Dæliru beint í tunnu eða dæliru í pottinn aftur?
Ég buna þessu bara beint ofan í gerjunartunnuna þar sem virturinn kemur 18-20°C heitur beint út úr CFC-inum. Þar sem kælingin tekur svona stuttan tíma þá er ég ekkert að stressa mig á því að koma honum fyrst niður í 70°C eins og æskilegt er...
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
Post Reply