Lærið að heimabrugga dagurinn 1. nóvember

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Lærið að heimabrugga dagurinn 1. nóvember

Post by æpíei »

Þann 1. nóvember næstkomandi er "Lærið að heimabrugga dagurinn". Þá er upplagt að bjóða vini eða vinum í heimsókn sem ekki brugga og kenna þeim tökin. Endilega deilið hér ef þið viljið taka þátt í þessu, bjóða nýliðum eða óreyndum í heimsókn um næstu helgi og kenna þeim tökin við heimabruggun.

http://www.homebrewersassociation.org/a ... ebrew-day/" onclick="window.open(this.href);return false;
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Lærið að heimabrugga dagurinn 1. nóvember

Post by æpíei »

Ég ætla að taka forskot á þetta og brugga í kvöld. Þau sem hafa áhuga á að kynnast heimabruggun er velkomið að líta við. Áætla að byrja um 18:30 þannig að mesking klárast um 20:30 og suða um 22:00. Hringið í mig í 692 6141, ég er í vesturbænum póstnúmer 107. Það verður kalt á könnunni. :skal:

p.s. bjórinn sem ég brugga í kvöld er IPA í Einshumla IPA seríunni minni. Að vísu verður það ekki einn humall í þetta skipti heldur blanda af þemur í jöfnu hlutfalli. Kalla þessa humlablöndu ABC því hún samanstendur af Apollo, Belma og Calypso í jöfnu hlutfalli. Þetta verður vonandi áhugaverð blanda sem ég hyggst bjóða uppá á Gorhátíð Fágunar þann 15. nóvember. Ætti að vera þá ferskur og fínn.
Post Reply