Brenndur virktur

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
arni
Villigerill
Posts: 5
Joined: 19. Aug 2014 01:29

Brenndur virktur

Post by arni »

Heil og sæl

Þetta er minn fyrsti póstur hér inni fyrir utan sjálfskynninguna sem mér skilst að sé ekki valkvæð ;)

Ég hef bruggað einhverja tugi bjóra síðustu ár og aldrei lent í neinu veseni (það var reyndar þarna jólabjórinn um árið sem ég gaf nafnið death by cinnamon…).

Ég var með frekar minimalískar græjur, 25 lítra pott á eldavélahellu en svo ákvað ég að uppfæra í 50ltr pott með elementi (3,5kw), þetta sem Hrafnkell selur. Ég þurfti auðvitað nýjan poka í pottinn (BIAB). Keypti eitthvað gardínuefni og lét sauma fyrir mig.

Skemmst frá að segja þá brann bjórinn illa við. Þegar ég ber pokann saman við þann gamla sé ég að möskvarnir eru töluvert stærri samanborið við gamla pokanna minn. Hef nú reddað mér nýjum poka með réttum þéttleika og skrúbbað svarta stöffið af hitaelementinu.

Spurningar:
1) Með svona hitaelement (3,5 Kw 50w/in^2) er einhver sjens að virkturinn brenni við ef pokinn er í lagi (jafnvel með hveiti eða rúg)? Það er, þarf ég (brenndi maðurinn) að redda mér stýringu?
2) Þeir sem EKKI nota einhverja stýringu eða viðnám með svona hitaelementi, hafið þið lent í brunnum virkti?
3) Ég hef búið í þeim þægilega heimi að þurfa ekki humlapoka - eru þeir nauðsyn í þessu tilliti?
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Brenndur virktur

Post by Plammi »

Lætur þú pokann liggja á elementinu eða ertu með falskan botn?
Ég er með sama setup og þú og hef ekki lent í veseni, það sest alltaf eitthvað smá á elementið en það er aldrey brennt og alltaf auðvelt að ná af með hefðbundnum þvottasvampi (svona sem er aðeins grófari örðu megin).
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
arni
Villigerill
Posts: 5
Joined: 19. Aug 2014 01:29

Re: Brenndur virktur

Post by arni »

Takk fyrir svarið!

Pokinn liggur reyndar á elementinu (auðvitað aldrei þegar það er í gangi), ætli það setjist þannig nóg á það til að brenni við? Mig grunar auðvitað helst að þetta hafi verið þessi grófi poki en bara svona til vonar og vara - svo það fari nú ekki meiri bjór til spillis.

/Árni
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Brenndur virktur

Post by hrafnkell »

Elementið er amk "tried and tested", menn eru almennt ekki að lenda í því að það brenni á þessum elementum, að þessu gefnu:

1. Að elementið sé alltaf þrifið eftir bruggun - það á að líta út eins og nýtt, eða svo gott sem. PBW er frábært til að þrífa element.
2. Að það liggji ekkert á elementinu þegar það er í gangi
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Brenndur virktur

Post by Eyvindur »

Ég fékk heiftarlega brunarúst á mitt element um daginn, og ég tengi það við agnir úr korninu, þar sem pokinn lá of lengi í (trissuvesen) (það er það eina sem mér finnst ganga upp). Reyndar extra löng suða, en ég er með 5.500W elementið, sem á að vera með mjög lágt density, og ég var með það stillt á 65%, ef ég man rétt. Þannig að ég held að grófur poki gæti alveg mögulega spilað inn í.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
arni
Villigerill
Posts: 5
Joined: 19. Aug 2014 01:29

Re: Brenndur virktur

Post by arni »

Takk fyrir svörin

Ætli ég skelli ekki allri sök á pokann og haldi ótrauður áfram í næstu lögn. Eftir smá lestur þá sýnist mér menn almennt ekki vera að lenda í þessu með element með svona lágt watt-density. Það eina sem stendur eftir er spurningin um þörfina fyrir humlapokann. Líklega hvort sem er betri vinnubrögð að nota humlapoka þannig að ég hugsa að ég taki enga sénsa, amk á meðan ég venst nýju græjunum.

Bestu kveðjur, Árni
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Brenndur virktur

Post by Eyvindur »

Þú getur líka bara notað kornpokann fyrir humla. Ég hef gert það með góðum árangri.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
arni
Villigerill
Posts: 5
Joined: 19. Aug 2014 01:29

Niðurstaða:

Post by arni »

Jæja þetta var hel... pokinn!

Prófaði að gera mér hveitibjór og henda humlunum beint útí. Ekkert brann þrátt fyrir hveiti, elementið á fullu og frjáls-syndandi humla.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Brenndur virktur

Post by helgibelgi »

Hvaða gardínuefni var þetta sem þú notaðir? Svona til að vara aðra við :)
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Brenndur virktur

Post by Plammi »

Gleymdi alveg að svara með humlapokana.
Sjálfur hef ég aldrey notað humlapoka en hef verið að skoða það samt, þó ekki út af brenndum virti, heldur eingöngu til þurrhumlunar.
Sé að þú ert búinn að prufa þetta og ég get sagt þér að þetta verður heldur ekkert vandamál með stærri IPA bjóra.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
Post Reply