Kegeratorinn pimpaður upp

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Kegeratorinn pimpaður upp

Post by æpíei »

Ég útbjó kegerator fyrir 2 kúta úr lágum ísskáp og nú er ég að spá í smá útlitslegar uppfærslur. Þetta verður prójekt næstu vikna eða mánaða.

Fyrsta útfærsla hafði einfaldlega málningarlímband til að skrifa á nafn bjóranna. Mér datt í hug að setja í staðinn smá krítartöflu á skápinn þar sem væri hægt að skrifa nafn bjórsins. Eftir að hafa hugsað aðeins betur þá ákvað ég að nota krítartöflumálningu í staðinn. Útfærslan var svona:
image.jpg
image.jpg (459.24 KiB) Viewed 5255 times
Því miður var þetta ekki nógu gott. Tvennt er að: Það þarf að búa hurðina mun betur undir þetta, líklega pússa niður með sandpappír og jafnvel grunna. Krítartöflumálning er of laus á og skrapast af þegar skrifað er á hana. Hitt er svo útlitið. Það er ekki alveg að gera sig. Ég er að spá í að fylla alla framhliðina með þessu í næstu útgáfu.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Kegeratorinn pimpaður upp

Post by æpíei »

Næsta pæling er varðandi handföngin. Bruggfélagi minn kom færandi hendi og gaf mér nokkra gamla krana sem áður voru á bar í New Jersey í Bandaríkjunum. Ég valdi nokkra út.
image.jpg
image.jpg (783.54 KiB) Viewed 5252 times

Pælingin er að nota svona "alvöru " krana með þokkalegum bjór, þ.e. Becks eða Sam Adams. Hina valdi ég með það í huga að þá má mála með krítartöflulakki og skrifa á handfangið hvað er á krananum. Svo eru þarna einnig solid brass handföng sem myndu passa vel ef ég ákveð að töflugera allan skápinn eins og ég minntist á áður. Held að þetta gæti orðið ansi flott.
image.jpg
image.jpg (554.97 KiB) Viewed 5252 times
Post Reply