Belgian Wit starter

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
abm
Villigerill
Posts: 13
Joined: 23. Jan 2013 22:12

Belgian Wit starter

Post by abm »

Ég keypti mér fyrir nokkru síðan Wyeast 3944 ger - Belgian Wit sem er dagstimplað 10 apríl 2014. Ég var að spá í að fara loksins að nota þetta og geri ráð fyrir að ég þurfi að gera starter úr þessu þar sem þetta er orðið þetta gamalt. Ég hef einu sinni gert starter áður og það var straight forward úr yngra, rólegra geri. Í þessu sambandi hef ég tvær spurningar til leggja fyrir sérfræðingana.

1. Í upplýsingum um gerið er ráðlagt að skilja 1/3 af gerjunaríláti fyrir headspace vegna látanna í gerjuninni. Þegar maður býr til starter úr svona hressu geri (sem kannski er ekki svona hresst á þessum aldri) þarf maður þá að hafa starterinn minni? Síðast gerði ég 1,5 líters starter í 2 lítra Erlenmeyer flösku t.d.

2. Með svona gamalt ger og mögulega þörf á að gera minni starter í einu, myndi maður þurfa að gera starter úr þessu oftar en einu sinni?

Eru þessar pælingar eitthvað í áttina eða er ég að ofhugsa þetta? :roll:

Kv. Árni
-------------------------------------------------------------------
Í gerjun: Ekkert.
Á flöskum: Jólabjór 2014 - Dökkur ESB, Citra Pale Ale. Mojito Wit, Bosco (American Stout), 5am Saint klón
Á næstunni: ?
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Belgian Wit starter

Post by æpíei »

Ég hef gert starter úr svona gömlu geri án vandræða. Það kannski tekur aðeins lengri tíma að fara af stað en svo ættiru að sjá loftbólur í honum til marks um að gerið sé vaknað. Þegar þær hætta er starterinn klár.

Sum ger freyða mjög mikið í flöskunni. Ég held að 1,5 litrar í 2ja lítra flösku ætti að vera í lagi í all flestum tilfellum. Ég hef lent í því að það freyddi uppúr flöskunni. Það virtist þó ekki koma að sök í bjórnum sjálfum.

Ertu búinn að reikna hversu stóran starter þú þarft? Beersmith er með tól í þetta og líka mrmalty.com. Eitt trikk til að gera stærri starter en flaskan sem þú ert með er að gera hann í skrefum. T.d. ef þú ætlar að gera 3ja lítra starter í 2ja lítra flösku byrjaru með 1,5 lítra og lætur það klára sig. Setur inn í ískáp og gerið fellur þá til botns. Þá helliru vökvanum varlega ofan af gerinu og setur annan 1,5 lítra af starter ofan á og lætur aftur í gang. Þetta getur þú líka gert ef þú ert hræddur um að það muni freyða uppúr, þ.e. minni skammtar í einu.
flokason
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 5. Dec 2012 23:12

Re: Belgian Wit starter

Post by flokason »

Ég hef lent einmitt í að gera starter fyrir 3944 sem flæddi vel yfir, náði að ýta álpappírnum af flöskunni. Það var alveg frekar fáránlegt.
Ef þú ætlar að gera 1.5 L starter í 2 L flösku þá myndi ég amk fylgjast ágætilega með því. Þetta ger er einmitt alræmt fyrir þetta, eins og wyeast segir í lýsingunni á gerinu: This strain is a true top cropping yeast requiring full fermenter headspace of 33%.

Varðandi spurningu 2.

Ef þú ert ekki nú þegar að nota http://www.yeastcalculator.com/" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false; þá myndi ég byrja á því núna
Á kút:
Imperial Stout, Kölsch, Bock, Quad, Saison, Hoppy Saison, Tripel, Märzen, Brett IPA & Tripel
Post Reply