Þurrhumlun - sýkingarhætta

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
maestro
Villigerill
Posts: 15
Joined: 31. Jul 2009 14:46

Þurrhumlun - sýkingarhætta

Post by maestro »

Eru menn ekkert hræddir um að sýking gæti borist í bjórinn með þurrhumlun ? Allt draslið sótthreinsað í bak og fyrir, ílát, verkfæri, flöskur og kútar. Að bæta svo við humlum eftir suðu og gerjun hlítur að auka hættu á sýkingu.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Þurrhumlun - sýkingarhætta

Post by Eyvindur »

Nei, það er held ég algjörlega útilokað. Í fyrsta lagi er bjórinn orðinn áfengur eftir gerjun, og ver sig þar af leiðandi fyrir flestum óværum. Í öðru lagi eru humlar sótthreinsandi (sem er hluti af ástæðunni fyrir því að farið var að nota þá, frekar en aðra beiskjugjafa, í eldgamladaga). Held að ef maður er ekki viljandi að reyna að óhreinka humlana sé þetta seif.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Þurrhumlun - sýkingarhætta

Post by hrafnkell »

Tek undir með Eyvindi.

(Bara svona ef þú skyldir ekki trúa honum :))
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Þurrhumlun - sýkingarhætta

Post by Eyvindur »

Fólk ætti náttúrulega aldrei að taka mark á neinu sem ég segi fyrr en aðrir eru búnir að staðfesta það.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Þurrhumlun - sýkingarhætta

Post by drekatemjari »

Ég hafði einmitt líka miklar áhyggjur af þessu þegar ég var að byrja að brugga og sauð humlana til að gerilsneiða þá eða gerði humlaTe og blandaði út í við átöppun.
Eftir að hafa lesið á fjölmörgum stöðum að það væri í lagi að hella þeim beint út í prufaði ég það og hef gert það síðan.
Þannig gera flestir það í bruggheiminum.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Þurrhumlun - sýkingarhætta

Post by hrafnkell »

Ef maður sýður humlana, jafnvel í bara ör stutta stund þá getur maður alveg eins sleppt því að þurrhumla með þeim.
Humlate kannski, en í vatni undir 70°C og þá er maður ekkert að gerilsneyða hvort sem er.
Gott að þú ert hættur þessari vitleysu :)

Beint í með humlana og eyða tímanum í að hugsa um eitthvað annað :)
Post Reply