ætla að leggja í nokkrar posjonir svona til að prófa.
í gær þá lagði ég í eina gallon flösku:
2 x 650 gramma júróshopper hunang
3 x blackcurrant tepokar sem ég bjó til massa sterkt te úr
50ml sítrónusafi úr gulu plast sítrónunum
1/4 af bréfi af gernæringu
1/4 af bréfi af kampavínsgeri
OG: 1.120
setti hunangið í heitt vatn meðan ég var að finna til dótið
hitaði vatn að suðu í pott og helti hunanginu úti
setti sjóðandi vatn í krukkurnar og skolaði í pottinn
sauð í svona 10mín og fiskaði alla froðu ofanaf. hætti að sjóða þegar maður fór að sjá gult
leyfði gerinu að dunda sér í hunangskrukku i 20 mín með 40° soðnu vatni
setti mustið í gallonflösku og kældi í vaski niður í 25°
setti gernæringu og gerið útí
fyllti með vatni upp að öxlum
hrærði í þessu með borvél og smellti vatnslás á.

þetta er algert sælgæti á bragðið svona beint úr pottinum. krakkarnir voru allavega hrifnir. vona að konan verði eins hrifin eftir nokkra mánðui þegar þetta verður orðið að bubbli.