Vantar hjálp við þrif á elementi

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Vantar hjálp við þrif á elementi

Post by Eyvindur »

Síðasta brugg var raunasaga á ýmsan hátt (skrifa kannski nánar um það síðar). Það endaði með því að 5,5KW elementið mitt var ein brunarúst (sauð svaka Imp Stout í 5 tíma - slæm hugmynd). Nú á ég mjög erfitt með að ná elementinu hreinu - alltaf svört skán utaná sem virðist vonlaust að ná. Búinn að skrúbba með pottastáli og reyna að plokka skánina af með hníf, en enn eru þrjósk svæði eftir. Kann einhver töfraráð til að hreinsa svona element?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
kari
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 21. Nov 2010 18:25

Re: Vantar hjálp við þrif á elementi

Post by kari »

Varstu með maltað hveiti í uppskriftinni?

Ég hef bara skrúbbað með grænu "svamp" druslunum og látið standa í þvottaefnislegi, en ég hef ekki náð að skrúbba allt af....
Er reyndar með 3.5kw elementið, en það á að vera með svipaðan aflþéttleika og stóra elementið.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Vantar hjálp við þrif á elementi

Post by hrafnkell »

PBW soak í nokkrar klst og strjúka svo af með grófum svampi (svona gaur sem er grófur öðrum megin, fínn hinum megin)... Galdraefni.
Post Reply