Kútar í brúðkaupi

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
Haukurtor
Villigerill
Posts: 22
Joined: 14. Sep 2011 15:01

Kútar í brúðkaupi

Post by Haukurtor »

Ég er að fara að halda brúðkaup á næstu dögum og verða veigar frá mér í boði.

Er með tvo 19 lítra kúta fulla af bjór og kolsýrða og er að velta því fyrir mér hvernig væri best að bera þetta fram?

Ég get ekki verið með ísskáp á staðnum. Ég þarf væntanlega að halda þessu köldu í nokkra klukkutíma.
Planið er að taka þá úr ísskápnum í hádeginu og ferja þá á áfangastað og byrjar verður að tappa af þeim um 5 - 6 leitið.


hefur einhver reynslu af því að taka svona kúta í partí / brúðkaup ?

- Haukur
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Kútar í brúðkaupi

Post by Eyvindur »

Geturðu ekki haft þá aðeins lengur í ísskáp, bara? Það tekur alveg góða stund fyrir svona mikinn bjór að volgna svo teljandi sé, þannig að ef þú getur haldið þeim kældum sem lengst þarftu ekkert að hafa áhyggjur af neinu. Annars gætirðu eflaust reddað þér með einhverri einangrun. Svefnpokum, úlpum og einhverju.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Haukurtor
Villigerill
Posts: 22
Joined: 14. Sep 2011 15:01

Re: Kútar í brúðkaupi

Post by Haukurtor »

Það er spurning, get líklegast geymt þá í ískápnum örlítið lengur, en örugglega ekki mikið lengur en 3.
Svo bara pakka í svefnpoka með nokkrum frosnum flöskum? Það ætti að duga.

Annars bara fá liðið til að drekka hraðar :beer:
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Kútar í brúðkaupi

Post by Eyvindur »

Þetta er svo mikill massi að hitabreytingar taka töluverðan tíma. Ef þú heldur þessu einangruðu og sæmilega köldu eins lengi og þú getur tekur þetta töluverðan tíma að volgna.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Kútar í brúðkaupi

Post by æpíei »

Þú gæri líka reynt að útbúa eitthvað í líkingu við "keg picnic cooler" (leitaðu á google). Þ.e. láta slönguna fara í gegnum kalt bað með ískubbum. Þá þarf slangan líklega að vera nokkuð löng sem er annað vandamál. Annars er bara ráðið að drekka hraðar ;)
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Kútar í brúðkaupi

Post by helgibelgi »

Ef kútarnir þurfa að vera komnir á staðinn langt fyrir þann tíma sem drukkið verður úr þeim gætirðu t.d. geymt þá í gerjunarfötum fyllta með klökum. Fínt að hafa þetta einhvers staðar bakvið out of sight. Svo er í fína lagi að hafa kútinn hvar sem er þegar dælt er úr honum því það tekur svo langan tíma fyrir hann að hitna. Ég myndi ekki hafa hann í klakavatnsbaði á meðan dælt er úr honum því hann byrjar þá að fljóta upp og fara á hliðina og alls konar vesen og bara óþarfi.

Var sjálfur með 7 kúta í brúðkaupi vinnufélaga míns um daginn. Það var reyndar snilld að geta haft þá í kæli sem var við barinn alveg þangað til skipt var um kút. Þá var hann bara tekinn út og látinn standa í stofuhita, ekkert mál, enda rosalega fljótur að fara hver kútur.
Post Reply