Tómasar-Saison

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Tómasar-Saison

Post by helgibelgi »

Sælt veri fólkið

Hendi inn hérna uppskriftinni af bjórnum sem ég kom með á mánudagsfund júlímánaðar. Þetta er belgískur saison sem ég bruggaði handa eldri bróður mínum, Tómasi. Þessi bjór hefur fengið góðar viðtökur nánast alls staðar!

Grain bill:

2,8kg Pilsner (55%)
1,5kg Vienna (29%)
0,8kg Rye Malt (maltaður rúgur) (16%)

Allt meskjað saman með 3-4 sinnum meira vatn í lítrum en kg-fjöldinn og síðan skolað með restinni af heildarvatni í lok meskingar/mashouts. Ég er ekki með skráð hjá mér hvað ég gerði í þessu sérstaka tilfelli, en ég byrja venjulega á því að meskja með 3L/kg en bæti stundum við nokkrum lítrum ef mér þykir meskingin vera of þykk (sem gerist sérstaklega ef notaður er falskur botn og þá þarf að gera ráð fyrir því magni sem nýtist ekki hans vegna).

Annars er meskiplanið:

30 mín við 62°C (beta)
30 mín við 68°C (alpha)
10 við 76°C (mash out)

Est. OG = 1.054 (miðað við 75% nýtni og 21 lítra uppskrift) - endaði í 1.052 hjá mér. FG endaði hjá mér í 1.004.

Humlar (samtals 20 IBU):

60 mín - Celeia (4%) - 13,3 IBU
15 mín - Celeia (4%) - 6,7 IBU

Gernæring í 15 mín - ein teskeið
Kælispírall soðinn með allan tímann. Soðið er í 90 mínútur!

Ger:
WLP566 (sjá nánar um það hér)
- eitt "vial" nægði mér, enda nokkuð ferskt og aðeins 21 lítrar við meðalhátt gravity. Líklega er þó betri venja að gera starter.
- gerjað var við 22°C fyrstu 2-3 dagana en síðan hækkað upp í 25°C restina af þremur vikum. Síðan var tappað á flöskur og primað upp á 2,5 kolsýrulevel.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Tómasar-Saison

Post by helgibelgi »

Sumir hafa kommentað á þennan bjór að hann sé örlítið of sætur fyrir "stíl". Mig grunar að rúgurinn gæti verið sökudólgurinn, en hann bætir jafnframt við áferðina. Það væri kannski sniðugt að minnka örlítið Pilsner maltið eða Vienna og bæta við sykri í staðinn (kannski 5% af grain bill). Þetta gæti bætt "þurrleika" hans. Svo gæti verið sniðugt að meskja allan tímann við 62-3 gráður í staðinn fyrir að hækka upp í 68 fyrir miðjan meskitíma. Þessi meskiáætlun er samt fengin úr bókinni Farmhouse Ales.

Myndi samt prófa fyrst eftir upphaflegu uppskriftinni og sjá hvort þetta sé eitthvað issue fyrir þig. Ef svo er, þá prófa fyrst aðra lausnina áður en þú prófar báðar í einu.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Tómasar-Saison

Post by Eyvindur »

Væri til í að prófa þennan með Belle Saison.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply