Page 1 of 1

tappar

Posted: 1. Sep 2009 10:26
by kristfin
hagsýna húsmóðirin hefur verið mikið að pæla í töppum undanfarið.

eftir nokkrar vikur fer að koma að því að epplavínið fari á flöskur. ég er ekki búinn að ákveða hvort ég prima það eður ei. ætla að smakka það fyrst.

hvað skiptir korkurinn miklu máli? ef ég set epplin á vínflöskur með plasttappa og drekk það innan 2ja ára, á ég eftir að finna mun á því versus að nota korka?

Re: tappar

Posted: 1. Sep 2009 10:29
by Hjalti
Mér fynnst voða gott að príma epplavínið og held mér held ég við það.

Setur þetta svo bara á glerflöskur og færð þér átappara í ámunni :)

Re: tappar

Posted: 1. Sep 2009 11:24
by kristfin
þolir venjulegur korktappi primunina?

ég var líka að pæla í að kaupa mér bara helling af plasttöppum sem ég gæti notað aftur og aftur í vínflöskur. hvernig lýst ykkur á svoleiðis.

http://www.eckraus.com/Miscellaneous_Closures.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Image

Image

Re: tappar

Posted: 1. Sep 2009 12:25
by Oli
hef ekki prófað svona...spurning hvort þeir þoli einhvern þrysting, prófaðu og láttu okkur vita :)

Re: tappar

Posted: 1. Sep 2009 15:59
by Eyvindur
Vínflöskutappar eru ekki gerðir til að þola þrýstinginn af kolsýrunni, og þeir munu einfaldlega skjótast úr. Ef þú ætlar að kolsýra vínið þarftu annað hvort tappa með vírhettu (kampavíns- eða belgíska) eða bjórtappa. Væntanlega þarftu líka sér flöskur - ég efast um að þú getir notað vírhettur á rauðvíns- eða hvítvínsflöskur.

Re: tappar

Posted: 1. Sep 2009 16:07
by kristfin
ef ég prima set ég bara á bjórflöskur.

upphaflega spurningin var reyndar, skiptir máli fyrir vín sem mun sennilega aldrei eldast meira en 1-2 ár, hvort maður notar korktappa eða plast eða venjulega kókflöslku tappa. þá er ég fyrst og fremst að pæla í því hvort vínið þurfi að fá að "anda" gegnum tappann

Re: tappar

Posted: 2. Sep 2009 09:46
by Eyvindur
Því lengur sem þú ætlar að láta það eldast, því dýrari tappa skaltu kaupa. Í þessu held ég að maður fái alveg það sem maður borgar fyrir.

Í Ámunni vita menn nú sitthvað um víntappa, held ég. Þeir hafa jú töluverða reynslu í víngerð, þótt eitthvað sé bjórgerðarkunnáttunni ábótavant.