Sjóngler

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Sjóngler

Post by rdavidsson »

Ég ákvað að versla mér parta í sjóngler á pottinn minn, bæði til þess að geta sett vatnið beint í hann (úr varmaskipti sem ég var að eignast) og til þess að sjá þegar vatnið er farið að lækka óeðlilega í pottinum í meskingu þegar pokinn fyllist (og elementið að brenna) !

Sjónglerið keypti ég í Poulsen, 43cm gler hjá þeim kostaði um 1.800kr en ég fékk mitt á 1k þar sem endinn var aðeins brotinn..
Keypti svo 1/2" hné og rær úr húðuðum kopar, kostaði rétt um 1.000kr. Poulsen er að selja hné sem passar akkurat á svona sjóngler en það kostar um 6.500kr!!
Í staðinn nota ég bara fitting af Solar Project dælunni, smellpassar sem smá skítmixi..

Heildar kostnaður var því aðeins um 2.500ISK. p.s. hvernig er best að skera ofan af svona gleri?

Image
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Sjóngler

Post by helgibelgi »

rdavidsson wrote: p.s. hvernig er best að skera ofan af svona gleri?
Ég fann hérna á youtube myndband sem sýnir hvernig maður sker svona gler:

http://www.youtube.com/watch?v=_vILNflmwFw

Hún er reyndar með flösku, en þetta ætti að virka eins. Binda þráð utan um sem þú kveikir í (bleyttur upp í acetone) og síðan setja í kalt vatn og þá ætti að losna af fyrir ofan þráðinn.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Sjóngler

Post by hrafnkell »

Nokkuð viss um að glerið sé ekki gler heldur plast (polycarbonate eða eitthvað). Og þá er fínt að nota pípuskera til að skera það "clean".

Í guðanna bænum ekki reyna að kveikja í því eins og í þessu youtube myndbandi. Það virkar bara á alvöru gler. :)
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Sjóngler

Post by helgibelgi »

hrafnkell wrote:Nokkuð viss um að glerið sé ekki gler heldur plast (polycarbonate eða eitthvað). Og þá er fínt að nota pípuskera til að skera það "clean".

Í guðanna bænum ekki reyna að kveikja í því eins og í þessu youtube myndbandi. Það virkar bara á alvöru gler. :)
Haha vona að hann sjái þetta áður en einhver slasast. Ég gerði bara ráð fyrir að þetta væri gler eins og hann tekur fram...
landnamsmadur
Villigerill
Posts: 20
Joined: 18. Mar 2013 14:13
Location: Reykjavík

Re: Sjóngler

Post by landnamsmadur »

Ég staðfesti þetta fyrir hans hönd, fyrst hann er kominn í sumarfrí. Þetta er gler :)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Sjóngler

Post by bergrisi »

Nú er ég orðinn ofurspenntur. Mun hann kveikja í glerinu eða ekki. Fer fram á myndir af framkvæmdinni.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Bjoggi
Kraftagerill
Posts: 87
Joined: 17. Mar 2014 19:37

Re: Sjóngler

Post by Bjoggi »

kveikja!
Í gerjun: Sílalækur - CaraAmber Ale, Oktober-Marzen
Á krana: Sam Adams Clone, Citra BIPA,
Á flöskum: Ekkert
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Sjóngler

Post by rdavidsson »

hehe, ég er ekki búinn að snerta á glerinu :) Þegar ég keypti þetta hjá þeim þá spurði ég hvort þetta væri Polycarbonate og hann sagði svo vera, en var samt ekki allveg viss... Ég ætla að reyna að redda mér glerskera, ef það virkar ekki þá fer ég í eldinn ;)
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Sjóngler

Post by hrafnkell »

Polycarbonate er plast. Ekki gler. Ég held mig við upprunalega svarið mitt: Rörskeri eða einfaldlega bara málmsög.
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Sjóngler

Post by Maggi »

Geturðu beygt rörið? Ef svo er þá er þetta polycarbonate plast. Þú segir að það sé brotið, þá er nú mjög ólíklegt að þetta sé polycarbonate þar sem það er nánast óbrjótanlegt.

Ef þetta er plast og hefur brotnað þá myndi ég giska á acrylic plast (oftast talað um plexigler, sem er rangnefni þar sem þetta er ekki gler, heldur plast).

Ef þetta er í raun gler, þá myndi ég nú bara fara með það í næstu glerverksmiðju og biðja einhvern um að skera af því. Íspan í kópavoginum til dæmis.
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Sjóngler

Post by gosi »

En bara prófa að kveikja í endanum á því og ef hann brennur/bráðnar þá er það plast annars ekki.
Svo sker maður bara bitann af.

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Sjóngler

Post by helgibelgi »

Image
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Sjóngler

Post by æpíei »

:D
Post Reply