Saison

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Hekk
Kraftagerill
Posts: 98
Joined: 4. Jul 2011 13:38

Saison

Post by Hekk »

Hefur einhver hérna prufað belle saison þurrgerið?

Hvernig hefur það komið út?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Saison

Post by hrafnkell »

Ég var að smakka saison einmitt í gærkvöldi sem ég gerði með belle saison. Það attenuatar hrikalega vel en er nokkuð fruity og spicy. Skemmtilegt ger og ég held ég sé bara nokkuð sáttur við bjórinn. Held ég geti alveg mælt með því.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Saison

Post by Eyvindur »

Fyrsti bjórinn minn með því er enn í gerjun - get látið þig vita innan tíðar. En ég hef bara séð ljómandi góða dóma um það á netinu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Saison

Post by æpíei »

Er þetta ger sem líður best við mikinn hita, eins og saison blautgerið?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Saison

Post by hrafnkell »

Ég gerjaði minn við 22°C, eftir töluverðan lestur á netinu...
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Saison

Post by helgibelgi »

Ég var að setja einn á flöskur bara rétt áðan, gerjaður með þessu geri.

Hann byrjaði í 1.052 og endaði í 1.004. Gerjun hófst við 22°C en síðan var hitinn hækkaður í 25°C (ein gráða á dag) og kláraður við það hitastig.

Hann bragðast mjög vel, einmitt nokkuð "fruity" og kryddaður. Karakterinn minnir mig örlítið á belgískan strong ale sem ég gerði fyrir löngu síðan (sem var gerjaður með Wyeast 3787 - Trappist High Gravity). Ég bjóst hins vegar við svipuðum karakter og Wyeast 3724 gefur, því það er einnig belgískt og lyktin fyrstu dagana var alveg eins og sá karakter sem 3724 gefur. Mér finnst samt karakterinn vera ólíkur núna þegar ég smakka átöppunarsýnið. Skal gefa þér smakk-glósur þegar að því kemur.
User avatar
shmeeus
Villigerill
Posts: 5
Joined: 6. Mar 2013 13:10
Location: Reykjavík

Re: Saison

Post by shmeeus »

Fyrsti bjórinn er nýkominn á flöskur, gerði Saison SMASH.
Verður smakkaður um næstu helgi, hlakka mikið til.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Saison

Post by helgibelgi »

Ok, ég svindlaði aðeins og opnaði flösku núna (4 dögum eftir átöppun).

Þessi lofar góðu! Núna er karakterinn mun meira eins og 3724 gerið frá Wyeast (sem ég elska). Smá "fruity" og einhvers konar brauðkeimur af honum. Smá krydd eins og svartur pipar.

Hann er ennþá mjög grænn hjá mér, en ég held ég geti sagt með einhverju öryggi þó að þetta ger sé að standa sig!
Post Reply