Bruggþvottavélin tekin í gegn

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Bruggþvottavélin tekin í gegn

Post by helgibelgi »

Sælir gerlar og gerlur

Nú er kominn tími til þess að uppfæra gömlu Rafha þvottavélina mína (sem er gamla bruggþvottavélin hans Eyvinds).
Ástæðan fyrir því að uppfæra pottinn núna er vegna þess að hann gaf mér smá raflost í síðasta brugg-session'i. Mér fannst það nú svolítið skrítið, vegna þess að hann hafði staðið sig ágætlega í um það bil 10 skipti, þar af 5 eftir að hafa verið beintengdur í gegnum PID-stýringu. Þá kom í ljós að ný kló sem sett hafði verið á pottinn (þ.e. úr PID-kassanum) var ekki með jarðtengingu. Eftir að hafa kippt því í liðinn var það eina sem þvottavélin vildi gera var að slá út rafmagninu í íbúðinni minni. Þá var það eina í stöðunni að einfaldlega taka þvottavélina í sundur og rannsaka nánar.

Hérna sjáið þið pottinn í sakleysi sínu eins og hann leit út áður en hann var tekinn í sundur. PID-kassinn sést þarna á stólnum.
Bruggdagur 2. júní b.jpg
Bruggdagur 2. júní b.jpg (107.36 KiB) Viewed 55820 times
Hérna sést pabbi dunda sér við að taka hann í sundur. Þetta er eftir að vélinni var steypt á hvolf og toppurinn (núna botninn) skrúfaður laus og allur ytri kassinn einfaldlega hífður upp og burt.
Pabbi vill taka pottinn í sundur.jpg
Pabbi vill taka pottinn í sundur.jpg (126.19 KiB) Viewed 55820 times
Hérna sjáið þið svo elementið. Elementið er einfaldlega mjög langur vír sem fer í gegnum fjölmarga litla keramik kubba, nokkuð töff! Þið sjáið á þessari mynd gatið þar sem kraninn tengist botninum á pottinum. Þarna hafði lekið virtur í gegn og komist í elementið og var búinn að brenna í sundur að minnsta kosti einn keramík kubb auk þess að leiða rafmagn í pottinn sjálfan og í kranann.
Elementið lá svona undir botninum.jpg
Elementið lá svona undir botninum.jpg (155.57 KiB) Viewed 55820 times
Til þess að einangra keramík kubanna (elementið) var gömul asbest plata. Henni hefur verið skipt út fyrir eitthvað nýtískulegra efni (veit ekkert hvað það er, nema hversu dýrt það var). Potturinn hefur verið þrifinn vel og búið að kaupa nýjar pakkningar fyrir kranann. Planið er að nýta tækifærið með pottinn lausann og láta gata hann til þess að koma fyrir nýju Camco elementi 3500W. Innbyggða elementið er 3000W, sem hentar ágætlega í 20 lítra lagnir. Það virðist hins vegar ekki höndla 40 lítra lagnir. Með auka elementi væri það möguleiki, auk þess að stytta biðtíma þegar hitað er meskivatn eða úr meskingu upp í suðu.
Potturinn þrifinn.jpg
Potturinn þrifinn.jpg (98.33 KiB) Viewed 55820 times
Vonandi verður framhald á þessari uppfærslu fljótlega, en þvottavélin er öll í pörtum eins og er. Næsta skref að fá gat á pottinn fyrir nýja elementið. Þar á eftir þarf ég að hugsa út í það hvernig ég hef þetta allt saman tengt. Planið hjá mér virðist vera það að tengja nýja elementið í PID stýringuna sem ég hef núna og aftengja þá gamla innbyggða elementið þaðan. Gamla elementið gæti þá verið einungis beintengt, og þá notað aðeins til aðstoðar við að hita vatn upp og í suðu í stærri lögnum. Hver veit... Öllum athugasemdum og ráðum er vel tekið :fagun:
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bruggþvottavélin tekin í gegn

Post by hrafnkell »

Lúkkar vel!

Nokkrir punktar:
3500w eru tæp fyrir 40l lögn, en sleppa kannski þar sem potturinn er semi einangraður.
5500w væru mitt val, en það býður upp á allskonar rafmagnsvesen (þarft 23A lágmark) sem getur verið erfitt að leysa í íbúð
Þegar þú tengir pottinn í nýtt element vertu viss um að hann sé jarðtengdur! Þetta er öryggisatriði nr 1 þegar maður föndrar svona. Ástæðan fyrir að það sló út var vegna þess að potturinn leiddi beint í jörð og lekaliðinn kickaði inn.

Ég get sennilega gatað pottinn fyrir þig á morgun, t.d. í hádeginu. Ekki á opnunartíma, þá er venjulega of mikið að gera til að geta dundað sér við svona hluti :)
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Bruggþvottavélin tekin í gegn

Post by helgibelgi »

hrafnkell wrote:Lúkkar vel!

Nokkrir punktar:
3500w eru tæp fyrir 40l lögn, en sleppa kannski þar sem potturinn er semi einangraður.
5500w væru mitt val, en það býður upp á allskonar rafmagnsvesen (þarft 23A lágmark) sem getur verið erfitt að leysa í íbúð
Þegar þú tengir pottinn í nýtt element vertu viss um að hann sé jarðtengdur! Þetta er öryggisatriði nr 1 þegar maður föndrar svona. Ástæðan fyrir að það sló út var vegna þess að potturinn leiddi beint í jörð og lekaliðinn kickaði inn.

Ég get sennilega gatað pottinn fyrir þig á morgun, t.d. í hádeginu. Ekki á opnunartíma, þá er venjulega of mikið að gera til að geta dundað sér við svona hluti :)
Sweet, ég kíki til þín á morgun!

Pælingin er samt að hafa bæði gamla 3000W og nýja 3500W. Saman ættu þau að fara létt með 40 lítra, trúi ég. Eina vandamálið fyrir mig þá er að finna aðra grein til þess að tengja nr. 2 í.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bruggþvottavélin tekin í gegn

Post by hrafnkell »

Hringdu samt á undan þér :)
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Bruggþvottavélin tekin í gegn

Post by æpíei »

Þetta er eitursvalt! Ég er alltaf dálítið veikur fyrir svona gömlum græjum. Þær voru gerðar til að endast. :skal:
Hekk
Kraftagerill
Posts: 98
Joined: 4. Jul 2011 13:38

Re: Bruggþvottavélin tekin í gegn

Post by Hekk »

Mikið er ég ánægður með þessa framkvæmd, hef nefnilega verið að brugga í óuppfærðum samskonar potti.

Ég er búinn að ætla mér lengi að skipta út krananum og rörunum í pottinum. Ásamt því að bæta við hann elementi eins og þú ert að fara að gera

Endilega sýndu fleiri myndir......
User avatar
jniels
Villigerill
Posts: 41
Joined: 24. Jan 2013 17:13

Re: Bruggþvottavélin tekin í gegn

Post by jniels »

Ég bætti einmitt 3,5 kw við original 3,5 kw pottinn hjá mér fyrir 44l batch. Bætti bara við öðru relay-i (raðtengt), kæliplötu og öðru rafmagns input-i í kassann með PID-inu. Sting svo í samband við sitthvora 16 amp greinina í vegg.
Nota svo original stillirofann á pottinum til að stilla kraftinn á suðunni þar sem að annað relay-ið var byrjað að bráðna þegar ég var með 1 sek cycle time að reyna að stjórna suðunni með PID stýringunni.

En þú þarft klárlega að nota bæði elementin í suðunni fyrir 40l, en bæði á fullu er að öllum líkindum of mikið.
*************
Kveðja
Jóhann N

Education is important, but beer is importanter...
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Bruggþvottavélin tekin í gegn

Post by helgibelgi »

jniels wrote:Ég bætti einmitt 3,5 kw við original 3,5 kw pottinn hjá mér fyrir 44l batch. Bætti bara við öðru relay-i (raðtengt), kæliplötu og öðru rafmagns input-i í kassann með PID-inu. Sting svo í samband við sitthvora 16 amp greinina í vegg.
Nota svo original stillirofann á pottinum til að stilla kraftinn á suðunni þar sem að annað relay-ið var byrjað að bráðna þegar ég var með 1 sek cycle time að reyna að stjórna suðunni með PID stýringunni.

En þú þarft klárlega að nota bæði elementin í suðunni fyrir 40l, en bæði á fullu er að öllum líkindum of mikið.
Þetta er svipað og það sem ég á líklega eftir að enda með að gera. Sem sagt að tengja nýja 3500W Camco í PID-stýringuna mína auk þess að tengja gamla 3000W elementið í annað relay með kæliplötu. Ég hugsa að það gæti verið það besta í stöðunni. Þá myndi ég hafa þrjár innstungur á stýrikassanum mínum. Ein innstunga fyrir aðal-elementið sem PID-stýringin stjórnar. Önnur innstunga fyrir aðstoðar-element án stýringar. Loks þriðja innstunga fyrir dælu. Svo yrðu að auki rofar fyrir allt saman.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bruggþvottavélin tekin í gegn

Post by hrafnkell »

jniels wrote:Ég bætti einmitt 3,5 kw við original 3,5 kw pottinn hjá mér fyrir 44l batch. Bætti bara við öðru relay-i (raðtengt)

Raðtengt (series)? Ekki hliðtengt(parallel)? Það hljómar skringilega..
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Bruggþvottavélin tekin í gegn

Post by rdavidsson »

jniels wrote:Ég bætti einmitt 3,5 kw við original 3,5 kw pottinn hjá mér fyrir 44l batch. Bætti bara við öðru relay-i (raðtengt), kæliplötu og öðru rafmagns input-i í kassann með PID-inu. Sting svo í samband við sitthvora 16 amp greinina í vegg.
Nota svo original stillirofann á pottinum til að stilla kraftinn á suðunni þar sem að annað relay-ið var byrjað að bráðna þegar ég var með 1 sek cycle time að reyna að stjórna suðunni með PID stýringunni.

En þú þarft klárlega að nota bæði elementin í suðunni fyrir 40l, en bæði á fullu er að öllum líkindum of mikið.
Hliðtengd SSR ekki raðtengd.. :)
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Bruggþvottavélin tekin í gegn

Post by helgibelgi »

:geek:
helgibelgi wrote:
jniels wrote:Ég bætti einmitt 3,5 kw við original 3,5 kw pottinn hjá mér fyrir 44l batch. Bætti bara við öðru relay-i (raðtengt), kæliplötu og öðru rafmagns input-i í kassann með PID-inu. Sting svo í samband við sitthvora 16 amp greinina í vegg.
Nota svo original stillirofann á pottinum til að stilla kraftinn á suðunni þar sem að annað relay-ið var byrjað að bráðna þegar ég var með 1 sek cycle time að reyna að stjórna suðunni með PID stýringunni.

En þú þarft klárlega að nota bæði elementin í suðunni fyrir 40l, en bæði á fullu er að öllum líkindum of mikið.
Þetta er svipað og það sem ég á líklega eftir að enda með að gera. Sem sagt að tengja nýja 3500W Camco í PID-stýringuna mína auk þess að tengja gamla 3000W elementið í annað relay með kæliplötu. Ég hugsa að það gæti verið það besta í stöðunni. Þá myndi ég hafa þrjár innstungur á stýrikassanum mínum. Ein innstunga fyrir aðal-elementið sem PID-stýringin stjórnar. Önnur innstunga fyrir aðstoðar-element án stýringar. Loks þriðja innstunga fyrir dælu. Svo yrðu að auki rofar fyrir allt saman.
Ég var að misskilja eitthvað hér. Ég get tengt nýja elementið í PID-kassann minn og tengt gamla elementið bara beint í innstungu.

Ég náði að vinna örlítið í breytingum á PID-kassanum í kvöld. Í raun voru þetta ekki miklar breytingar, en bæta mjög meðfærileika kassans. Áður var kassinn tengdur beint með snúru í (gamla) elementið á kassanum. Ég breytti því með því að setja innstungu í staðinn, sem ég get í rauninni tengt hvaða element sem er í. En ætlunin er að tengja nýja elementið í þá innstungu, en hitt beint í vegginn. Þannig get ég haft PID-kassann lausan og frjálsan og jafnvel lánað öðrum þess vegna trúi ég. Á morgun set ég svo Rafha-þvottavélina aftur saman, með auka elementi í. Þá verða tvær snúrur sem liggja úr honum (ein fyrir gamla elementið og ein fyrir nýja).
Attachments
Dæluinnstunga á PID kassa.jpg
Dæluinnstunga á PID kassa.jpg (75.1 KiB) Viewed 55820 times
Innstunga fyrir pott á PID kassa.jpg
Innstunga fyrir pott á PID kassa.jpg (65.32 KiB) Viewed 55820 times
PID kassi eftir breytingar.jpg
PID kassi eftir breytingar.jpg (102.97 KiB) Viewed 55820 times
Fyrir nýja innstungu b.jpg
Fyrir nýja innstungu b.jpg (104.3 KiB) Viewed 55820 times
Fyrir nýja innstungu a.jpg
Fyrir nýja innstungu a.jpg (86.39 KiB) Viewed 55820 times
PID fyrir breytingar a.jpg
PID fyrir breytingar a.jpg (97.05 KiB) Viewed 55820 times
Hekk
Kraftagerill
Posts: 98
Joined: 4. Jul 2011 13:38

Re: Bruggþvottavélin tekin í gegn

Post by Hekk »

Hvernig þéttiru á milli efribrúnar á pottinum og "loksins" á kassanum?

Ætlaru að skipta út gamla þéttihringnum eða ertu með nýjan?

Gamli hringurinn hjá mér er orðinn ansi stífur og er ég hræddur um að hann þétt ekki vel.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Bruggþvottavélin tekin í gegn

Post by helgibelgi »

Hekk wrote:Hvernig þéttiru á milli efribrúnar á pottinum og "loksins" á kassanum?

Ætlaru að skipta út gamla þéttihringnum eða ertu með nýjan?

Gamli hringurinn hjá mér er orðinn ansi stífur og er ég hræddur um að hann þétt ekki vel.
Þetta er einmitt vandamál sem þarf að leysa. Mig grunar að það sé hægt að kaupa svona þéttiefni einhvers staðar, ég hef hins vegar ekki fundið það hingað til. Þétti hringurinn gamli sem var á hjá mér er ennþá nokkuð heill, þó var búið að myndast bil þar sem endarnir komu saman. Planið er hjá mér núna að nota bara gamla hringinn og fylla í þar sem vantar með silikoni.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Bruggþvottavélin tekin í gegn

Post by sigurdur »

Það er örugglega hægt að nota pakkningarlím svipað og þetta..
Image
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Bruggþvottavélin tekin í gegn

Post by helgibelgi »

Hérna er smá uppfærsla á stöðunni (= meira DIY-klám)

Ég fór með pottinn til Hrafnkells og fékk gat á pottinn auk silikon hrings og ró fyrir elementið. Það var síðan lítið mál að koma elementinu fyrir og herða rónna á. Það virðist ekki leka svo að ég er sáttur. Planið hjá mér næst er að útbúa falskan botn til þess að meskipokinn liggi ekki beint ofan á elementinu (bæði útaf þyngd hans og til þess að brenna ekki pokann). Ráðleggingar um falskan botn eru vel þegnar!
Attachments
Nýja element utan frá.jpg
Nýja element utan frá.jpg (102.06 KiB) Viewed 55820 times
Nýtt element komið í rafha.jpg
Nýtt element komið í rafha.jpg (64.94 KiB) Viewed 55820 times
Potturinn nýgataður b.jpg
Potturinn nýgataður b.jpg (81.18 KiB) Viewed 55820 times
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Bruggþvottavélin tekin í gegn

Post by sigurdur »

Þú getur notað ryðfrítt "sigti" eins og margir hafa fengið sér .. (kostar um 10 þúsund ef ég man rétt)

EÐA notað einhverja víragrind (eins og í örbylgjuofnum)
Sindri
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Bruggþvottavélin tekin í gegn

Post by Sindri »

Ég er með pizzanet á löppum í botninum hjá mér.
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Bruggþvottavélin tekin í gegn

Post by helgibelgi »

Jæja, löngu kominn tími á restina af myndunum!

Svona lítur þetta endanlega út:
IMG1279.jpg
IMG1279.jpg (96.18 KiB) Viewed 55820 times
Svo bjó ég til falskan botn til þess að vernda pokann frá elementinu. Þannig get ég tekið nokkur mismunandi skref í meskingunni án þess að þurfa að lyfta upp pokanum með tilheyrandi veseni.
IMG1279.jpg
IMG1279.jpg (96.18 KiB) Viewed 55820 times
IMG1358.jpg
IMG1358.jpg (110.71 KiB) Viewed 55820 times
IMG1366.jpg
IMG1366.jpg (94.46 KiB) Viewed 55820 times


Á síðustu myndinni sjáið þið af hverju hann nær ekki alla leið inni í pottinum. En ég hef hann upp við elementið og niðurfallið, sem nægir til að pokinn brenni ekki eða sogist niður og stífli rennslið (er með hringdælingu í meskingu allan tímann).
Attachments
IMG1367.jpg
IMG1367.jpg (172.22 KiB) Viewed 55820 times
Hekk
Kraftagerill
Posts: 98
Joined: 4. Jul 2011 13:38

Re: Bruggþvottavélin tekin í gegn

Post by Hekk »

Hvernig var gamla elementið að virka með stýringu samanborið við nýja elementið?

er með samskonar pott og langar til að bæta við mig hitastýringu. Ég var því að velta fyrir mér hvernig upprunalega elementið virkaði með henni.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Bruggþvottavélin tekin í gegn

Post by helgibelgi »

Hekk wrote:Hvernig var gamla elementið að virka með stýringu samanborið við nýja elementið?

er með samskonar pott og langar til að bæta við mig hitastýringu. Ég var því að velta fyrir mér hvernig upprunalega elementið virkaði með henni.
Það virkaði alveg ágætlega með PID stýringunni. Það er hins vegar svakalegur munur á aflinu á milli gamla 3000W og nýja 3500W. Nýja er mun sneggra að ná upp á milli skrefa og gefur mun kröftugri suðu. En PID-stýringin getur lært á hvað sem er. Stillir bara á autotuning með ca. jafnmiklu vatni og þú notar venjulega í meskingu og setur á 67°C t.d. og þá ætti græjan að fínstilla sig á gamla innbyggða elementið.

Mæli samt með því að setja nýtt (auka) element í svona pott. Finnst gamla innbyggða elementið bara aðeins of tæpt fyrir minn smekk.
Hekk
Kraftagerill
Posts: 98
Joined: 4. Jul 2011 13:38

Re: Bruggþvottavélin tekin í gegn

Post by Hekk »

Flott kærar þakkir,

Hefuru prufað að gera 40l með pottinum eftir breytingu?
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Bruggþvottavélin tekin í gegn

Post by helgibelgi »

Hekk wrote:Flott kærar þakkir,

Hefuru prufað að gera 40l með pottinum eftir breytingu?
Nei reyndar ekki, en ég prófaði að sjóða ca. 35 lítra (niður í 25 lítra) og nýa 3500W elementið tók það léttilega. Í raun fannst mér suðan bara vera mjög svipuð, ef ekki eins, og ef þetta væru bara 25 lítrar.
Hekk
Kraftagerill
Posts: 98
Joined: 4. Jul 2011 13:38

Re: Bruggþvottavélin tekin í gegn

Post by Hekk »

Þegar þú skiptir út asbestinu hvar fékkstu þetta "nýtískulega" efni????

er einmitt búinn að taka asbestið í burtu úr mínum pott og er að skipta um pípulagnir.

Held að það sé betra að setja eitthvað annað en asbest allavegana.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Bruggþvottavélin tekin í gegn

Post by helgibelgi »

Hekk wrote:Þegar þú skiptir út asbestinu hvar fékkstu þetta "nýtískulega" efni????

er einmitt búinn að taka asbestið í burtu úr mínum pott og er að skipta um pípulagnir.

Held að það sé betra að setja eitthvað annað en asbest allavegana.
Ég fékk það í Fossberg (sjá hér)

Hvað er planið hjá þér með þinn pott? ertu með einhverjar myndir af honum?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Bruggþvottavélin tekin í gegn

Post by Eyvindur »

Bjórinn er ekki næstum því jafn góður án aspests, samt.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply