Partí með heimalöguðu áfengi

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Partí með heimalöguðu áfengi

Post by Plammi »

Sælir
Frúin var þrítug og að því tilefni var slegið upp partíi. Við vorum með 30-40 gesti og stemming var góð.
En mig langaði að miðla hérna hvernig gestir voru að fíla það sem boðið var uppá, bæði fyrir mig til minnis og vonandi einhverjum til fróðleiks.

Þetta var í boði:
20 lítra kútur af Brúkaupsöli Úlfars (með smá humlebreytingu)
1 1/2 kassi af Eplacider
Sirka kippa af Bitter
6 lítrar af Hvítvíni frá Vínkjallaranum
Slatti af bollu með einhverju sulli (rúmlega 1 líter af sterku áfengi, 2 lítrar eplavín og sprite)
Gallon af heimablönduðu Baileys (kann ekki uppskrift því þetta var ekki frá mér)

Bjórinn vakti mikla lukku, eftir að ég náði að laga smá froðuvandamál í byrjun. Það eru alltaf einhverjir sem halda því fram að allur bjór á að vera lager, en mér fannst jafnvel vandlátustu lagerlepjararnir vera komnir með bjórinn minn í hönd og virtist hann renna ljúft niður. Ég var með lítil plastglös fyrir bjórinn (sirka 200ml) og virtist það reynast vel. Man ekki eftir að hafa séð hálffullt glas skilið eftir neinstaðar.
Eplaciderinn kláraðstist ekki, fólk var almennt ekki að fíla hann. Talaði það oftast um að þurfi að vera sætari og með meira eplabragði. Sjálfur er ég farinn að taka hann í sátt, en það er ekki mikið að marka mig því mér finnst almennt eplasafi og eplacider vont. Ciderinn finnst mér alls ekki vera þurr, en það er ekki mikið eplabragð af honum. Ágætis body og góður keymur af grænum eplum í nefi.
Bitterinn hvarf það fjótt að ég náði ekki einu sinni að spurja fólkið álits.
Fólk var almennt ekki að líta við hvítvíninu, enda er ég alveg hættur að nenna að brugga þessi kit vín.
Bollur eru alltaf vinsælar og þessi var engin undartekning, enda sást það á sumum...
Baileys sullið var gríðalega vinsælt. Sjálfur er ég ekki fyrir þetta og því alls ekki dómbær á það.

Þetta var ansi gott partí og þó fólk sé almennt frekar þunnt í dag þá urðu engin alvarleg meiðsl á mönnun né dýrum.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Partí með heimalöguðu áfengi

Post by bergrisi »

Takk fyrir þetta.
Get tekið undir með léttvínskittin. Maður fær ekki að leika sér neytt eins og með magn humla ofl. Maður setur ekkert eigið "touch" á þetta.

Gaman að heyra að þetta var gott partí.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Sindri
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Partí með heimalöguðu áfengi

Post by Sindri »

Hvítvínskittið sem ég gerði úr ámuni lukkaðist vel... keypti reyndar ekki ódýra kittið.. kostaði um 18þús kr
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Partí með heimalöguðu áfengi

Post by Plammi »

Sindri wrote:Hvítvínskittið sem ég gerði úr ámuni lukkaðist vel... keypti reyndar ekki ódýra kittið.. kostaði um 18þús kr
Já, ég var með Reisling vín úr Moments kittunum, hugsa að maður fari bara alla leið með þetta ef maður prófar aftur.
Langar alveg að prufa rauðvín, gera það úr góðu kitti. Það fengi alveg að vera í friði í nokkur ár á flöskum á meðan það væri að þroskast.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
Beatsuka
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 21. Jan 2014 16:55

Re: Partí með heimalöguðu áfengi

Post by Beatsuka »

Hef heyrt það frá gömlum bruggurum hérna fyrir norðan að þeir hættu allir að nenna að brugga hvítvínið þar sem það bara var aldrei nógu gott. enduðu allir í rauðvíninu og þótti það betra.

Eflaust hefur eitthvað breyst síðan þá en skv. því sem ég skil frá þeim þá er þetta basically það sama.

Væri til í að reyna að brugga hvítt eða rautt frá grunni.. kanski mikil óskhyggja að ná því enda hef ég ekkert skoðað hvernig það yrði gert.. er nú bara rétt byrjaður í bjórnum..

En Plammi - þakka þér fyrir þetta. er einmitt að stefna á að halda influtningspartý hérna á næstuni og sá ég fyrir mér að bjóða uppá heimabruggaðann bjór allavega. ættla að skoða það nánar og æfa mig kanski aðeins betur enda bara búinn að ná einni lögn. en það er ánægjulegt að sjá að þetta hepnaðist vel hjá þér!
Skál fyrir því!
Hjalti Á
Beatsuka Brew

Í Gerjun - Ekkert!
Á flöskum - Beats Xmas 2015 - Saison DuBle
To do - Kaupa kælispíral!! -
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Partí með heimalöguðu áfengi

Post by Feðgar »

Það má til gamans geta að í einu ákveðnu partýi núna í sumar þá var boðið upp á:
50 lítra af 6.6% Pale Ale ala okkar
7 kassa af Stellu
Nóg af hvítu og rauðu

Pale Ale kláraðist með öllu og það voru bara drukknar 19 flöskur af Stellu.
Samt var þetta allt fólk sem vanalega drekkur bara lager líkt og Stellu.

Sönnun þess að það má vel gera vel við vini með heimalöguðu.
:-)
Post Reply