Fyrsta brugg, vandamál og lausnir.

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
MagnusS
Villigerill
Posts: 3
Joined: 10. May 2014 12:43

Fyrsta brugg, vandamál og lausnir.

Post by MagnusS »

Sælt veri fólkið.

Lögðum í 20l Bee Cave í gær. Búnaður: 60l plasttunna, 3500w element, 10cm falskur botn(rústfrítt), 6m kælispírall, dúnúlpa til einangrunar og 2x kjöthitamælar, Voile poki, pokinn er heill (engir saumar) nema í toppnum, taldi þá hönnun gefa sem mestan styrk enda engir saumar að teygjast þegar honum var lyft upp.

Þar sem falski botnin var nýr byrjaði ég á að setja um 20l af vatni í tunnuna og sjóða til hreinsunar og ákvað um leið að mæla hitastigið bæði á botninum og ofan á falska.

Hitastigið var þó nokkuð lægra undir botninum en með agresífum sleifarbrögðum tókst að jafna út hitann. Smellti svo dúnúlpu utan um og lokið á slökkti á suðunni og tók tíman 11:55 69°fór í hádegismat með foreldrunum og þegar ég kom til baka sagði mælirinn 13:05 91°. Uhh ekki er elementið í sambandi!= kjöthitamælirinn var með vírofinni snúru og þar sem þetta er viðnámsmælir var okkar bilanargreining eginlega sú að þetta væri ekki vatnshelt og hann fokkaðist upp ef hann lægi í heitu vatni. Prufuðum að setja hann undir kalt vatn en þá lækkaði hann í 50°vorum með 2 mæla með sama tengi og mælarnir gáfu sömu tölur þannig að vandin var í prjóninum og snúrunni.
Lausn: 1500kr hitamælir brew.is. setja svo t stykki með hitamæli þegar dælan kemur.

Annars gekk þetta bara fínt byrjuðum með 27 lítra af vatni, enduðum með 20L í fermenter á 10.51, skaut súrefni í vortinn áður en að gerið fór í og það er búið að vera gott action á loftlásnum í allan dag.

Kælispírallinn var líka of þröngur, vafði hann utan um slökkvitæki, þarf að auka þvermálið á honum til að hann nýtist sem best.

Annars þótti mér þetta líka nokkuð töff.
http://alltikoku.is/details/hitam%C3%A6 ... ory_id=227" onclick="window.open(this.href);return false;

Annars er planið að klára í sumar dælusetup og hitastýringu og skipta svo yfir í 70L stálpott þegar það verður komið gott rennsli á þetta.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Fyrsta brugg, vandamál og lausnir.

Post by hrafnkell »

Gaman að þessu :) Þessir venjulegu kjöthitamælar fara einmitt í tómt klúður þegar þeir blotna... Lesson learned :)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Fyrsta brugg, vandamál og lausnir.

Post by Eyvindur »

Haha, ófáir mælarnir hafa farið svona.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply