Hérna er svo nýjasta viðbótin við þvottavélina: PID-stýring + dæla. PID-stýringin er inni í gráa kassanum og stendur skjárinn út þarna á hliðinni. Þar eru líka takkar sem slökkva/kveikja á dælu/potti. Á hinni hliðinni á kassanum er innstunga sem ég tengi dæluna við, en PID-ið er beintengt í þvottavélina. Risa örgjörvavifta er notuð til að kæla SSR-ið. Klemmur halda pokanum uppi og ein stór klemma heldur slöngunni á sínum stað svo að virturinn endi ekki í ræsinu! Hérna síðast sést svo dælan litla frá Kína. Þó hún sé svona lítil þá er hún svakalega dugleg og dælir mjög hressilega. Kraninn, dælan og sílikonslangan eru öll með ryðfríum hraðtengjum. Þannig er þægilegt að smella dælunni á þegar ég þarf á henni að halda, en get annars smellt sílikonslöngunni beint á ef ég vil það. Þannig er bæði slangan og dælan alveg frjáls.
Ég vil þakka honum Sigurði Guðbrandssyni fyrir að púsla þessu öllu saman fyrir mig og víra þetta eins og meistari
