Nýju græjurnar í prufulögn

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Nýju græjurnar í prufulögn

Post by helgibelgi »

Jæja þá er skólinn loksins búinn (skila ritgerð á morgun) og þá getur maður farið að prufukeyra PID+dælu-viðbót sem nýlega var bætt við hjá mér.

Hérna er svo nýjasta viðbótin við þvottavélina: PID-stýring + dæla. PID-stýringin er inni í gráa kassanum og stendur skjárinn út þarna á hliðinni. Þar eru líka takkar sem slökkva/kveikja á dælu/potti. Á hinni hliðinni á kassanum er innstunga sem ég tengi dæluna við, en PID-ið er beintengt í þvottavélina. Risa örgjörvavifta er notuð til að kæla SSR-ið.
IMG1212.jpg
IMG1212.jpg (110.22 KiB) Viewed 26384 times
IMG1214.jpg
IMG1214.jpg (102.35 KiB) Viewed 26384 times
Klemmur halda pokanum uppi og ein stór klemma heldur slöngunni á sínum stað svo að virturinn endi ekki í ræsinu!
IMG1215.jpg
IMG1215.jpg (97.39 KiB) Viewed 26384 times
IMG1216.jpg
IMG1216.jpg (92.78 KiB) Viewed 26384 times
Hérna síðast sést svo dælan litla frá Kína. Þó hún sé svona lítil þá er hún svakalega dugleg og dælir mjög hressilega. Kraninn, dælan og sílikonslangan eru öll með ryðfríum hraðtengjum. Þannig er þægilegt að smella dælunni á þegar ég þarf á henni að halda, en get annars smellt sílikonslöngunni beint á ef ég vil það. Þannig er bæði slangan og dælan alveg frjáls.

Ég vil þakka honum Sigurði Guðbrandssyni fyrir að púsla þessu öllu saman fyrir mig og víra þetta eins og meistari :vindill: (það er að minnsta kosti ekki kviknað í ennþá og ég hef ekki fengið raflost).
HKellE
Villigerill
Posts: 24
Joined: 28. Dec 2013 12:32

Re: Nýju græjurnar í prufulögn

Post by HKellE »

Hvaða dælu ertu að nota?
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Nýju græjurnar í prufulögn

Post by æpíei »

Hvenær er svo jómfrúrferðin? :)
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Nýju græjurnar í prufulögn

Post by helgibelgi »

HKellE wrote:Hvaða dælu ertu að nota?
Þessa hér: http://www.aliexpress.com/snapshot/265196407.html
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Nýju græjurnar í prufulögn

Post by helgibelgi »

æpíei wrote:Hvenær er svo jómfrúrferðin? :)
Ef þú meinar fyrsta brugg, þá er það að gerast í þessum töluðu orðum.

Er að sjóða núna :D

Kann reyndar ekkert á þetta PID. Það virkaði fínt að setja á ákveðinn hita og halda honum í meskingu, en ég kann ekki að stilla stýringuna til þess að vera bara full on, eða á ákveðinni prósentu. Eins og er hef ég hitann í 105 og það heldur smá suðu, en þó ekki kröftugri.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Nýju græjurnar í prufulögn

Post by æpíei »

Til hamingju með það!

Það á að vera nóg að setja target hitann yfir 100 gráður. Ef hitaneminn er réttur þá viðheldur það suðu. Þarf svo sem ekki að vera kröftug suða. Hafðu hannski hálft lok ofan á. Nú ef það er ekki nóg þarftu kannski stærra element?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Nýju græjurnar í prufulögn

Post by Eyvindur »

Þessi pottur nær alveg nógu öflugri suðu, þannig að það er klárlega ekki elementið.

Ég ítreka það sem ég sagði þér í gær: Þú þarft möguleika á því að setja pottinn beint í samband við rafmagn. En líka að læra á þennan fídus í PIDinu, því hann hlýtur að vera til. Google gæti hjálpað þér.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Nýju græjurnar í prufulögn

Post by helgibelgi »

Eyvindur wrote:Þessi pottur nær alveg nógu öflugri suðu, þannig að það er klárlega ekki elementið.

Ég ítreka það sem ég sagði þér í gær: Þú þarft möguleika á því að setja pottinn beint í samband við rafmagn. En líka að læra á þennan fídus í PIDinu, því hann hlýtur að vera til. Google gæti hjálpað þér.
Já, það er alveg rétt hjá þér. Ég þarf að geta tengt fram hjá PID-inu ef það skildi bila í miðri suðu. Þetta verður því á dagskrá fljótlega.

Ég las kannski svona 3-5 mismunandi leiðbeiningabæklinga fyrir PID-ið mitt í gær á meðan ég bruggaði. Verst að þeir eru allir skrifaðir á einhverju furðulegu tæknimáli sem ég skil ekki. "First Alarm" "Break Alarm" = segir mér ekkert! Ég fiktaði alveg helling í þessu en ekkert breyttist, stýringin fór alltaf bara aftur í það að sýna mér target = 105 og raunhiti = 100. Ég komst einnig að því að stýringin skilur ekki mannamál, því það virkaði ekki að segja henni til verka (kannski skildi hún mig alveg, en vildi bara ekki hlýða!).

Ef einhver skilur svona bæklingatungumál þá er t.d. þessi hér http://www.rkcinst.co.jp/english/pdf_ma ... zc21e1.pdf frá framleiðandanum.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Nýju græjurnar í prufulögn

Post by hrafnkell »

Bæklingurinn virkar ekki hjá mér...

En margar PID stýringar eru ekki með manual mode (0-100%).. Þannig að ef þú finnur það ekki þá gæti það verið ástæðan :)


Edit: Komst í manualinn. Sýnist fljótt á litið að stýringin sé ekki með manual mode.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Nýju græjurnar í prufulögn

Post by æpíei »

Er þá ekki málið að setja toggle rofa í boxið, sem hleypir rafmagni út gegnum eða framhjá stýringinni? Ef potturinn er tengdur í innstungu á boxinu sem tengist úrtaki af stýringunni er kannski auðveldast að setja aðra innstungu sem tengist beint við rafmagnið. Þá má fara í manual mode með því að færa rafmagnsnúruna milli innstunga.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Nýju græjurnar í prufulögn

Post by helgibelgi »

hrafnkell wrote:Bæklingurinn virkar ekki hjá mér...

En margar PID stýringar eru ekki með manual mode (0-100%).. Þannig að ef þú finnur það ekki þá gæti það verið ástæðan :)


Edit: Komst í manualinn. Sýnist fljótt á litið að stýringin sé ekki með manual mode.
Damn, þetta er eitthvað ég hefði átt að rannsaka áður en ég keypti þessa stýringu. Ég gerði bara ráð fyrir að allar svona stýringar bjóði upp á slíkt.
æpíei wrote:Er þá ekki málið að setja toggle rofa í boxið, sem hleypir rafmagni út gegnum eða framhjá stýringinni? Ef potturinn er tengdur í innstungu á boxinu sem tengist úrtaki af stýringunni er kannski auðveldast að setja aðra innstungu sem tengist beint við rafmagnið. Þá má fara í manual mode með því að færa rafmagnsnúruna milli innstunga.
Jú held að þetta sé málið. Að gera eins og þú nefnir. Annars væri þægilegt ef hægt væri með einum rofa að hleypa fram hjá PID, en þó án þess að þurfa að færa í aðra innstungu, þannig að þá væri potturinn í raun beintengdur í rafmagnið.

Ég er opinn fyrir uppástungum frá þeim sem kunna á rafmagn :think:
User avatar
inurse
Villigerill
Posts: 12
Joined: 15. Feb 2010 20:41
Location: Mosfellsbær
Contact:

Re: Nýju græjurnar í prufulögn

Post by inurse »

Snilldar útfærsla á hraðtenginu :)
- Virkar þetta og hvar fékkstu þessi tengi?
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Nýju græjurnar í prufulögn

Post by æpíei »

Þú ættir að geta fengið toggle rofa (on-on) í Íhlutum eða rafvöruverslun eins og Glóey. Passaðu bara að hafa hann vel rúmlega wattafjöldann sem hitaelementin taka. Ef þú ert með 2000w element þarftu að lágmarki 2000/230=8,7 Ampera rofa.

Meðfylgjandi riss sýnir hvernig má tengja þetta. Ættir kannski að fá vottun frá einhverjum sem veit meira um rafmagn samt til öryggis :)
IMG_2924.jpg
IMG_2924.jpg (105.69 KiB) Viewed 26223 times
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Nýju græjurnar í prufulögn

Post by helgibelgi »

inurse wrote:Snilldar útfærsla á hraðtenginu :)
- Virkar þetta og hvar fékkstu þessi tengi?
Þetta virkar :P þurfti reyndar að vefja helling og herða vel svo þetta hætti að leka. Er að hugsa hvort ég ætti að skella einhverju gúmmí/sílíkon-hring inn í þetta líka.

Þetta fékk ég í Landvélum. Þetta kostaði ógeðslega mikið (um 15þús kr samtals, 2xkarlar og 2xkerlingar). Ég réttlætti þetta fyrir mér á sínum tíma að þetta væri dót sem myndi endast út bruggævina, sem er líklega satt.

Ef þú ferð í svona búllur og spyrð hvort þetta sé til þá áttu eftir að heyra fyrst "nei" og síðan "þetta er ekki hægt" og síðan "prófaðu að fara í búðina X" og í búðinni X er sagt nákvæmlega það sama og bent á "búð Y" þar sem sama saga heldur áfram. Ég veit ekki hvað það er með flesta sem vinna á svona stöðum, hata þeir viðskipti? eða er þeim illa við stráka eins og mig sem kunna ekki réttu heitin á öllum þessum hlutum?
Ég varð einfaldlega heppinn í Landvélum þar sem einhver fattaði hvað ég átti við og þá var þetta að sjálfsögðu til!
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Nýju græjurnar í prufulögn

Post by hrafnkell »

Líka til camlock tengi í barka, sem eru mjög algeng í brugginu.

Það getur oft verið erfitt að finna svona hluti og tæki í sérhæfðum búðum og maður hefur ekki hugmynd um hvað það heitir á íslensku og enginn skilur hvað maður er að pæla þegar maður notar enska orðið :)
Post Reply