Boð á aðalfund Fágunar 2014

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Boð á aðalfund Fágunar 2014

Post by Eyvindur »

Aðalfundur Fágunar 2014 verður haldinn föstudaginn 23. maí nk. kl 18:00.

Fundurinn verður haldinn í Friðarhúsinu, Njálsgötu 87 (á horninu við Snorrabraut)

Aðeins gildir félagsmenn eruð boðaðir.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Að loknum fundarstörfum verðu nýrri stjórn fagnað.

Til að auðvelda skipulagningu eru gestir eru beðnir um að skrá komu sína:
http://form.jotformeu.com/form/41173516479358" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Framboð í embætti skal bera sem svör við þessum þræði eða á fundinum.
Breytingatillögur á lögum þurfa að berast fyrir kl. 22.00 þann 16. maí.
Breytingatillögur skal leggja fram sem svör í þessum þræði.
Aðeins gildir félagsmenn geta lagt fram breytingatillögur.
Þegar breytingatillögur eru lagðar fram skal tilgreina hvort um nýja grein sé að ræða eða breytingu/viðbót við eldri.
Sé lögð fram tillaga um breytingu/viðbót við eldri grein í lögum skal tilgreina númer greinar.

Samþykkt lög félagsins er hægt að nálgast hér fyrir neðan.
Attachments
Lög Fágunar 2012 (1).pdf
(38.68 KiB) Downloaded 933 times
Lög Fágunar 2012.odt
(6.4 KiB) Downloaded 910 times
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
astaosk
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 29. Dec 2009 19:47

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2014

Post by astaosk »

Mega félagsmenn 2014-2015 mæta á aðalfund?
Að gerjast: Humla hveitibjór, Reyköl
Að þroskast: Imperial red ale, Reyktur Stout
Á flöskum: Lakkrís og súkkulaði porter, Hafrastout með íslensku ristuðu byggi, Libertine Clone, Coffee Imperial Stout
Framundan: Hveitibjór, IIPA
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2014

Post by Eyvindur »

Það félagsár er ekki hafið, þannig að það eru engir félagar á því ennþá.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Sindri
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2014

Post by Sindri »

Hvenar byrjar nýtt félagsár ? Hyggst gerast meðlimur þá.
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2014

Post by hrafnkell »

Sindri wrote:Hvenar byrjar nýtt félagsár ? Hyggst gerast meðlimur þá.
Eftir aðalfund.

Ég stefni á að mæta á fundinn.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2014

Post by helgibelgi »

Ég reikna með að mæta.

Vonandi verður ársreikningur tilbúinn fyrir þann tíma. Á eftir að stroka út alls konar óhófleg útgjöld af hálfu stjórnarinnar úr bókhaldinu (sjáið þau vonandi aldrei).

Það var stungið upp á því við mig að halda þetta í sal Friðarhússins. Það gæti svo sem verið sniðugt upp á að geta komið með okkar eigið heimabrugg á staðinn (ekki hægt á öllum börum).

Endilega komið með hugmyndir af staðsetningu ef ykkur dettur eitthvað í hug (eða eigið risastórt hús og ykkur langar að bjóða okkur í heimsókn :vindill: )
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2014

Post by bergrisi »

Fágun er alltaf velkomin í skúrinn minn.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2014

Post by Eyvindur »

Ég er með nokkrar lagabreytingartillögur. Ég ætla að setja þær hér fyrir neðan, hverja í sér svari til að aðgreina þær.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2014

Post by Eyvindur »

Ég legg til þá breytingu á 5. grein að lengja hámarkstíma sem gegna má sama embætti úr 2 árum í 4. Ástæða þessa er að við í stjórninni höfum orðið þess áskynja að það tekur svolítinn tíma að komast inn í þetta og átta sig á því hvað gengur upp og hvað ekki, og mér finnst um að gera að geta nýtt reynslu stjórnarmanna, hafi þeir áhuga á að bjóða fram krafta sína lengur en í 2 ár. Að sama skapi minnka líkurnar á því að öll stjórnin hverfi frá á sama tíma, eins og gerðist síðast.

Breytt grein yrði þá svona:
5. Grein
Stjórn félagsins skal skipuð 3 félagsmönnum þ.e. formanni, gjaldkera og ritara.
Stjórnarmenn skulu kosnir til eins árs í senn á hverjum aðalfundi. Formaður boðar
stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir.
Félagsgjald er ákveðið á aðalfundi ár hvert.
Hver félagsmaður má aðeins gegna sama embætti í 4 ár samfleytt.
Daglega umsjón félagsins annast formaður félagssins.
Firmaritun félagsins er í höndum formanns félagsins.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2014

Post by Eyvindur »

Ég vil einnig leggja til að félagsárinu verði breytt í almanaksárið. Þá þyrfti að breyta klausu úr 6. grein úr:
Aðalfund félagsins skal halda fyrir lok maímánaðar ár hvert. Hann er lögmætur ef
löglega er til hans boðað.
Í:
Aðalfund félagsins skal halda fyrir lok nóvembermánaðar ár hvert. Hann er lögmætur ef
löglega er til hans boðað.

Og klausu í 7. grein úr:
Starfstímabil félagsins er frá aðalfundi til aðalfundar, þ.e.a.s maí til og með apríl.
Í:
Starfstímabil félagsins er almanaksárið.
Með þessum hætti dreifast viðburðirnir jafnar yfir árið, og ný stjórn hefur ekki störf að sumri, þegar lítið er um að vera og fólk gjarnan í fríum o.þ.h.

6. og 7. grein, eftir breytingar, væru þá svona:
6. Grein
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins.
Mánaðarlegir félagsfundir skulu boðaðir af stjórn félagsins, fyrsta mánudag hvers
mánaðar. Stjórn hefur leifi til að færa fundi til annars mánudags mánaðar þegar
þurfa þykir
Aðalfund félagsins skal halda fyrir lok nóvembermánaðar ár hvert. Hann er lögmætur ef
löglega er til hans boðað.
Félagsfundir eru opnir öllum nema stjórn félagsins ákvarði annað.
Í gerðabók félagsins skal skrifa stutta skýrslu um það sem gerist á félagsfundum
og stjórnarfundum, einkum allar fundrasamþykktir.
Þar sem ekki er kveðið á um annað gilda lög um félög og samtök sem ekki eru í
atvinnurekstri.

7. Grein
Aðalfund skal boða með auglýsingu á http://www.fagun.is" onclick="window.open(this.href);return false; ásamt tölvupósti með minnst
tveggja vikna fyrirvara, talið frá og með útsendingardegi fundarboðs.
Starfstímabil félagsins er almanaksárið.
Á aðalfundi félagsins skulu tekin fyrir þessi mál:
1. Ársskýrsla stjórnar.
2. Endurskoðaðir reikningar fyrir hið liðna reikningsár, með
athugasemdum endurskoðenda, eru lagðir fram til úrskurðar.
3. Lagabreytingar
4. Stjórnarkosning
5. Kjör skoðunarmanns reikninga
6. Önnur mál
Hverjum aðalfundi stýrir kjörinn fundarstjóri. Hann rannsakar í fundarbyrjun hvort
löglega hafi verið til fundarins boða og lýsir því síðan, hvort svo sé.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2014

Post by Eyvindur »

Eftirfarandi legg ég til að verði bætt við 3. grein:
Innan félagsins skal starfa nefnd, skipuð þremur félagsmönnum, sem sér um að vinna að bættri lagaumgjörð er varðar gerjaða drykki. Nefndin skal starfa sjálfstætt, en funda með stjórn að minnsta kosti tvisvar á hverju félagsári. Nefndarmenn skulu kosnir á aðalfundi annað hvert ár, til tveggja ára í senn.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2014

Post by Eyvindur »

Eftirfarandi legg ég einnig til að bætist við 3. grein:
Árshátíð og bjórgerðarkeppni Fágunar skal fara fram í apríl ár hvert. Nefnd sem sér um skipulagningu hennar, í samvinnu við stjórn félagsins, skal skipuð þremur félagsmönnum. Nefndarmenn skulu kosnir á aðalfundi annað hvert ár, til tveggja ára í senn.
Ástæðan fyrir þessari tillögu er í fyrsta lagi að ég held að það sé nauðsynlegt að hafa fólk utan stjórnar sem heldur utan um keppnina, auðvitað í mikilli samvinnu við stjórnina, en líka að í þessu sem öðru tel ég nauðsynlegt að byggja upp góðan reynslubanka, en þess vegna legg ég til að nefndin sitji í tvö ár.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2014

Post by Plammi »

Er búið að fynna stað fyrir fundinn?
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
Dabby
Kraftagerill
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2014

Post by Dabby »

Er ekki aðlilegra að hafa aðalfund í janúar en nóvember ef miðað er við almanaksárið? þá er árið búið og hægt að hafa endanlega ársreikninga á fundinum.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2014

Post by Eyvindur »

Hugsunin var sú að þurfa ekki að vera að undirbúa aðalfund í kringum jólin. Félagið gerir hvort sem er aldrei neitt í desember.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
astaosk
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 29. Dec 2009 19:47

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2014

Post by astaosk »

Ég verð að taka undir það hjá Dabba að það gengur vart upp að ætla sér að hafa almanaksárið sem félagsár og aðalfund í nóvember. Vissulega er það þægilegra fyrir gjaldkera að nota almanaksárið, og ég skil punktinn með að vilja færa aðalfund á rólegri tíma. En ég sé ekki hvernig hægt verður þá að hlýta lagagreininni "2. Endurskoðaðir reikningar fyrir hið liðna reikningsár, með athugasemdum endurskoðenda, eru lagðir fram til úrskurðar." sem er nú helsti tilgangur aðalfunda.

Svo langar mig að benda á að auðvelt væri að bæta inn opnari lagagrein í stað viðbóta um skipun nefnda um keppni og lagabreytingar. Hún gæti þá í staðinn gefið Stjórn eða Aðalfundi leyfi til að skipa í nefndir til að vinna að skilgreindum verkefnum.
Að gerjast: Humla hveitibjór, Reyköl
Að þroskast: Imperial red ale, Reyktur Stout
Á flöskum: Lakkrís og súkkulaði porter, Hafrastout með íslensku ristuðu byggi, Libertine Clone, Coffee Imperial Stout
Framundan: Hveitibjór, IIPA
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2014

Post by Eyvindur »

Það mætti auðvitað bara hafa félagsárið frá aðalfundi til aðalfundar áfram, en færa hann og hafa í nóvember. Þá væri félagsárið í raun og veru almanaksárið, þar sem starfsemin í desember er í raun engin, en jólin ekki að þvælast fyrir.

Ásta, geturðu útskýrt betur hvað þú átt við varðandi nefndirnar? Jafnvel sett það bara upp sem nýja tillögu? Í dag er síðasti dagur til að skila inn tillögum svo þær séu löglegar á fundinum.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2014

Post by æpíei »

Er ekki hægt að samþykkja breytingartillögur með breytingum?

Ég er sammála Ástu. Ég held að það fari betur að bæta við 5. grein málsgrein um að félagið geti skipað nefndir til að annast tilgreind verkefni, t.d. laganefnd, keppnisnefnd og útgáfunefnd, sem sæi um vefsíðu og útgáfu á fræðsluefni, sem dæmi.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2014

Post by sigurdur »

æpíei wrote:Er ekki hægt að samþykkja breytingartillögur með breytingum?
Nei, ekki nema þegar breytingartillögur eru sameinaðar á fundinum.
æpíei wrote:Ég er sammála Ástu. Ég held að það fari betur að bæta við 5. grein málsgrein um að félagið geti skipað nefndir til að annast tilgreind verkefni, t.d. laganefnd, keppnisnefnd og útgáfunefnd, sem sæi um vefsíðu og útgáfu á fræðsluefni, sem dæmi.
Komdu þá með breytingartillögu og skýrðu hvernig hún eigi að vera.

Ég bendi samt á að þú þarft að koma með tillögu minnst viku fyrir boðaðan aðalfund.
Það er í dag.

"Tillögur um lagabreytingar skulu birtar á vef félagssins, í sama þræði og
fundarboð á aðalfund, minnst viku fyrir aðalfund."
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2014

Post by Eyvindur »

Tillagan gæti hljóðað þannig að eftirfarandi bættist við 5. grein:
Stjórn getur skipað nefndir til lengri eða skemmri tíma, til að annast tilgreind verkefni, s.s. samskipti við löggjafann, umsjón bjórgerðarkeppni, útgáfu fræðsluefnis o.s.frv.
Breytt tillaga varðandi félagsár væri þá þannig að félagsárið væri frá aðalfundi til aðalfundar. Mér finnst í raun óþarft að taka fram mánuðina, þar sem það segir sig sjálft. Þá þarf líka bara að breyta einni lagagrein ef þessu verður breytt aftur. En hér er sumsé breytt 7. grein:
7. Grein
Aðalfund skal boða með auglýsingu á http://www.fagun.is" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false; ásamt tölvupósti með minnst
tveggja vikna fyrirvara, talið frá og með útsendingardegi fundarboðs.
Starfstímabil félagsins er frá aðalfundi til aðalfundar.
Á aðalfundi félagsins skulu tekin fyrir þessi mál:
1. Ársskýrsla stjórnar.
2. Endurskoðaðir reikningar fyrir hið liðna reikningsár, með
athugasemdum endurskoðenda, eru lagðir fram til úrskurðar.
3. Lagabreytingar
4. Stjórnarkosning
5. Kjör skoðunarmanns reikninga
6. Önnur mál
Hverjum aðalfundi stýrir kjörinn fundarstjóri. Hann rannsakar í fundarbyrjun hvort
löglega hafi verið til fundarins boða og lýsir því síðan, hvort svo sé.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2014

Post by æpíei »

Ég geri eftirfarandi lagabreytingatillögu við 5. grein.

Síðasta málsgrein 5. greinar fellur niður. Í staðinn kemur eftirfarandi texti:
Stjórn ber að skipa eftirfarandi nefndir innan mánaðar frá aðalfundi er starfa skulu allt starfsárið: Laganefnd, sem ber að vinna að bættum lögum um gerjun á léttum áfengum drykkjum í samstarfi við löggjafann, Keppnisnefnd, sem ber að vinna að skipulagningu bruggkeppna í nafni Fágunar, og Útgáfunefnd, sem ber ábyrgð á vefsíðu félagsins og öðru útgáfuefni. Hver nefnd skal skipuð 2-3 félagsmönnum Fágunar.
Ákvæði um embætti skoðunarmanns reikninga fellur niður, enda er það tilgreint í 7. grein að skoðunarmaður reikninga skuli kosinn á aðalfundi.

5. grein hljóðar þá svoleiðis, nema aðrar breytingartillögur er varða aðrar málsgreinar en þá síðustu nái fram að ganga.
Stjórn félagsins skal skipuð 3 félagsmönnum þ.e. formanni, gjaldkera og ritara. Stjórnarmenn skulu kosnir til eins árs í senn á hverjum aðalfundi. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir.
Félagsgjald er ákveðið á aðalfundi ár hvert.
Hver félagsmaður má aðeins gegna sama embætti í 2 ár samfleytt. Daglega umsjón félagsins annast formaður félagssins.
Firmaritun félagsins er í höndum formanns félagsins.
Stjórn ber að skipa eftirfarandi nefndir innan mánaðar frá aðalfundi er starfa skulu allt starfsárið: Laganefnd, sem ber að vinna að bættum lögum um gerjun á léttum áfengum drykkjum í samstarfi við löggjafann, Keppnisnefnd, sem ber að vinna að skipulagningu bruggkeppna í nafni Fágunar, og Útgáfunefnd, sem ber ábyrgð á vefsíðu félagsins og öðru útgáfuefni. Hver nefnd skal skipuð 2-3 félagsmönnum Fágunar.
astaosk
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 29. Dec 2009 19:47

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2014

Post by astaosk »

Ég er fylgjandi því að lög félaga fari ekki út í of mikil smáatriði, og verði þá orðin langir bálkar þegar áherslur breytast. Ég legg þvi til eftirfarandi breytingartillögu:

Við 5. grein bætist eftirfarandi
Stjórn er heimilt að skipa í nefndir og embætti á vegum félagsins og setja þeim starfsreglur.
Að gerjast: Humla hveitibjór, Reyköl
Að þroskast: Imperial red ale, Reyktur Stout
Á flöskum: Lakkrís og súkkulaði porter, Hafrastout með íslensku ristuðu byggi, Libertine Clone, Coffee Imperial Stout
Framundan: Hveitibjór, IIPA
elvar
Villigerill
Posts: 16
Joined: 30. Sep 2009 12:50
Location: Reykjavík

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2014

Post by elvar »

Vegna lagabreytinga sem boðaðar eru er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að samkvæmt hefðbundnum fundarsköpum er alltaf hægt að leggja fram breytingartillögur á fundinum þegar tillaga er á annað borð fram komin. Því er nauðsynlegt að góður fundarstjóri sé sem kann að greiða úr flækjum og standi rétt að atkvæðagreiðslum.
Ef vilji er t.d fyrir því að taka upp almanaksárið þá myndi ég leggja fram þá breytingartillögu að aðalfundur yrði í febrúar en ekki í nóvember svo menn væru ekki að samþykkja nær ársgamla reikninga. kv elvar
lífið er of stutt til að drekka vondan bjór
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2014

Post by Eyvindur »

Vandamálið við að hafa aðalfund í febrúar er að þá er Borgarheimsóknin búin, en það er einn vinsælasti viðburður ársins. Hugmyndin er einmitt að reyna að fá fólk til að skrá sig snemma á árinu í félagið, þar sem margir bíða eftir Borgarheimsókninni eða keppninni með það að skrá sig. Svona fengjum við fleiri skráningar snemma á árinu, og þá er líklegt að þátttaka í því sem gerist á sumrin og haustin verði meiri en verið hefur, og að fleira verði á döfinni.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
elvar
Villigerill
Posts: 16
Joined: 30. Sep 2009 12:50
Location: Reykjavík

Re: Boð á aðalfund Fágunar 2014

Post by elvar »

Er búið að ákveða stað fyrir aðalfundinn?
lífið er of stutt til að drekka vondan bjór
Post Reply