Plammi wrote:Áhugavert. Þetta er einmitt í áttina að því sem mig langar að prófa í 5L gerjunarflöskunni minni.
Þegar þú setur heitt vatn í, hversu heitt þarf það að vera? Er verið að sótthreynsa og/eða ná einhverju meira úr berjunum?
Berin eru frosin og ég vildi ná réttum hita á blöndunni fyrir gerið. Setti aðeins of heitt þannig að ég þurfti að kæla niður aftur.
Sumir vilja sjóða berin áður en þau eru sett í blönduna ("must"), en flestir eru líka sammála að þá bjóði maður upp á t.d. pektín vandamál og að maður minnka aðeins "ferskleikann" sem maður fær úr ávöxtunum.
Athugaðu að þessi uppskrift tekur uþb 7 lítra svona, þannig að þú þarft stærra ílát en 5l fyrir primary. 5l glerkútur er svo tilvalinn fyrir secondary, eftir 1-2 mánuði þegar þú fleytir ofan af berjunum.
Eyvindur wrote:Spennandi. Mig hefur lengi langað að prófa að gera ávaxtamjöð einhvers konar.
Seturðu berin strax, en ekki eftir frumgerjun, til að nýta næringarefnin úr þeim?
Hlakka til að fylgjast með þessu!

Ég setti berin strax, í þetta skiptið. Einmitt upp á að fá einhverja næringu og svona. Margir vilja gefa miðinum nokkrar vikur áður en berin fara í, til þess að gerið freti ekki megninu af berjagamaninu út um loftlásinn. Ég lét þetta duga núna. Curt Stock gerði þetta svona í brewingtv þættinum sem ég linkaði á blogginu þannig að þetta getur varla verið al galið. Hann notar reyndar ennþá meira af ávöxtum en ég notaði.