Mánudagsfundur, 3. feb. 2014

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Mánudagsfundur, 3. feb. 2014

Post by Eyvindur »

Ég biðst innilega afsökunar. Ég póstaði þessu í Fréttir, haldandi að þá myndu allir sjá þetta, en það hefur víst verið rangt. Ég birti þetta hérmeð aftur. Vona að enginn missi af fundinum út af þessu tækniklúðri.

Jæja, félagar, þá er komið að hinum mánaðarlega mánudagsfundi eins og vera ber. Við hittumst í Viddastofu á Kex á slaginu 20.30, að venju.

Dagskrá: Fastir liðir eins og venjulega.

Hlökkum til að sjá ykkur! Hvetjum þá sem ekki hafa mætt áður til að láta sjá sig. Það er fátt skemmtilegra en að ræða við aðra nörda um nördaskap.

Sjáumst þá!

Stjórnin.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Mánudagsfundur, 3. feb. 2014

Post by helgibelgi »

Ég mæti! hugsanlega með smakk!
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Mánudagsfundur, 3. feb. 2014

Post by hrafnkell »

Tómt vesen, ég kemst ekki.. Ég var að bottla eplavíni, miði og allskonar spennandi. Það bíður þá bara fram að næsta fundi :)
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Mánudagsfundur, 3. feb. 2014

Post by gm- »

Eru þessir fundir alltaf fyrsta mánudag mánaðarins? Enginn möguleiki á aukafundi milli 17 og 31 mars? Væri gaman að hitta fágunarmeðlimi og spjalla um brugg á íslensku
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Mánudagsfundur, 3. feb. 2014

Post by Eyvindur »

Það væri nú örugglega lítið mál fyrir þig að setja bara inn þráð með hugmynd um slíkt. Ég er viss um að ég get potað í Óla á Kex og fengið Viddastofu, ef þú vilt.

Ég held ekki að margir í Fágun séu mótfallnir því að hittast og drekka bjór, þótt það sé ekki á mánudegi.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
astaosk
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 29. Dec 2009 19:47

Re: Mánudagsfundur, 3. feb. 2014

Post by astaosk »

Ég er einmitt alltaf upptekin á mánudagskvöldum, svo það væri gaman ef það væri einhvern tímann ekki-mánudags fundur
Að gerjast: Humla hveitibjór, Reyköl
Að þroskast: Imperial red ale, Reyktur Stout
Á flöskum: Lakkrís og súkkulaði porter, Hafrastout með íslensku ristuðu byggi, Libertine Clone, Coffee Imperial Stout
Framundan: Hveitibjór, IIPA
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Mánudagsfundur, 3. feb. 2014

Post by gm- »

Eyvindur wrote:Það væri nú örugglega lítið mál fyrir þig að setja bara inn þráð með hugmynd um slíkt. Ég er viss um að ég get potað í Óla á Kex og fengið Viddastofu, ef þú vilt.

Ég held ekki að margir í Fágun séu mótfallnir því að hittast og drekka bjór, þótt það sé ekki á mánudegi.
Hljómar mjög vel, smelli inn þræði þegar nær dregur. Var að spá í fimmtudags eða sunnudagskvöldi.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Mánudagsfundur, 3. feb. 2014

Post by bergrisi »

Líst vel á.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Mánudagsfundur, 3. feb. 2014

Post by Plammi »

gm- wrote:Hljómar mjög vel, smelli inn þræði þegar nær dregur. Var að spá í fimmtudags eða sunnudagskvöldi.
Eða bara frá fimmtudegi til sunnudags... :p
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
Post Reply