Bjór fyrir bjórsmökkun

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
fusig
Villigerill
Posts: 1
Joined: 16. Dec 2013 17:52

Bjór fyrir bjórsmökkun

Post by fusig »

Sælt verið fólkið,

Vonandi á þessi þráður heima hér.

Ég er að fara halda bjórsmökkunarkvöld fyrir vinahópinn minn og langaði að athuga hvort að einhver hér inni gæti útvegað mér heimabruggað lagerbjór. Kvöldið er á föstudaginn svo þetta er kanski smá bjartsýni hjá mér að redda þessu með svona stuttum fyrirvara. Mig langaði til að bjóða upp á svona skemmtilegt twist í smökkunina með að því að hafa eina tegund sem væri heimabrugguð.
Annars ætla ég að vera með blind-smökkun (þ.e. þátttakendur vita ekki hvaða bjór þeir eru að smakka og gefa einkunn og athugasemdir) eru einhverjir hérna sem að hafa reynslu af framkvæmd blind-bjórsmökkunar-kvöldi og gætu gefið mér einhver ráð?
Hugmyndin er að bjóða upp á 5 bjóra. Tvo lagerbjóra (annar heimabruggaður), einn dökkan, einn pale-ale og einn stout. Eruð þið með hugmyndir að einhverri annarri samsetningu af bjórum sem gæti verið skemmtileg? Einnig hvað eru menn að borða á milli til að eyða fyrra bjórbragði?

með bestu kveðju

Sigfús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Bjór fyrir bjórsmökkun

Post by Eyvindur »

Ég myndi sjálfur sleppa öllum bjórum sem eru eins og menn eru vanir að drekka, ef ég væri með svona fáa. Ég geri ráð fyrir að þú eigir við ljósan, léttan lager.

Ég veit ekki hvað þú átt við þegar þú talar um dökkan bjór.

Ég myndi skoða það að vera með pale ale (eða IPA), stout, belgískan (tripel, blonde, dubbel eða e-ð) og kannski hveitibjór eða jafnvel bock (eftir því hvað ég væri með af belgískum - dökkan eða ljósan). Svona til að gefa fólki eitthvað nýtt að smakka. Það er líka líklegra að þú fáir heimabruggaðan IPA eða pale ale en lager.

Gangi þér vel með þetta.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply