Einangrun á potta

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Einangrun á potta

Post by rdavidsson »

Sælir,

Þar sem ég brugga alltaf utandyra og í um 100 m yfir sjávarmáli þá hefur það tekið langan tíma að hita upp meskivatnið, mesking að rokka mikið o.s.frv. Ég ákvað því að reyna að finna lausn á þessu. Þeir hjá Þ. Þorgríms eru með snilldar lausn á þessu, svokallað reflectix efni sem hefur hátt einangrunargildi og kostar sama og ekki neitt. Eini ókosturinn við efnið er að það þolir aðeins 80°C þannig að ég tek það af eftir mash out, sem er mjög auðvelt þar sem það er fest utan um pottinn með frönskun rennilás sem er límdur á efnið.
Hérna er potturinn minn klæddur í "gallann":
Image
Image

Efniskostnaður:

Reflectix: 750kr total
Franskur: 600kr total

Hræódýr lausn sem svínvirkar!!
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Einangrun á potta

Post by gosi »

Djöfulsins snilld.

Hvar fær maður franskan?

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Einangrun á potta

Post by rdavidsson »

Ég keypti hann í A4: http://a4.is/product/franskur-rennilas-hvitur-60cm" onclick="window.open(this.href);return false;
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Einangrun á potta

Post by æpíei »

Þumall upp! Brillíant
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Einangrun á potta

Post by Plammi »

Töff
Væri samt til í að fá svona sem þolir suðuna líka, einhver með hugmynd sem eru jafn ódýr?
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Einangrun á potta

Post by bergrisi »

Ég einangraði minn með einhverri íþróttadínu. Veit ekkert hvað hún þolir en nota hana á suðupottinn minn. http://fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=2487&start=25" onclick="window.open(this.href);return false;
Gæti verið sniðugt að setja hana og svo þessa hlíf utan um.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Einangrun á potta

Post by Eyvindur »

Ég veit ekki með það, samt. Jú, suðan kannski fljótari að koma upp, en svo muntu hvort sem er vilja taka einangrunina af, því hún tefur svakalega fyrir kælingu.

Annars er steinull með einhvers konar klæðningu utan um eflaust besta einangrunin, ef þú ætlar ekki að taka hana af.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Einangrun á potta

Post by helgibelgi »

Þetta er sniðugt!

Ég gæti hugsað mér að útbúa svona sem passar á gerjunarfötu. Ég meski stundum í þeim og er byrjaður á því að dunk sparge'a í þeim líka.

Spurning hvort það sé hægt að nota þetta sem einangrun í gerjunarskápum? Þ.e. skápum líkt og æpíei er með.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Einangrun á potta

Post by æpíei »

helgibelgi wrote:Spurning hvort það sé hægt að nota þetta sem einangrun í gerjunarskápum? Þ.e. skápum líkt og æpíei er með.
Góð spurning. Ég finn greinalega fyrir að erfiðara er að halda hita í kuldanum upp á síðkastið. Ég ætla að líta betur á þetta.
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Einangrun á potta

Post by rdavidsson »

Eyvindur wrote:Ég veit ekki með það, samt. Jú, suðan kannski fljótari að koma upp, en svo muntu hvort sem er vilja taka einangrunina af, því hún tefur svakalega fyrir kælingu.

Annars er steinull með einhvers konar klæðningu utan um eflaust besta einangrunin, ef þú ætlar ekki að taka hana af.
Ef ég man rétt thá er sama einangrunargildi i thessu efni(8mm) eins og í 3 tommu steinull.... :)
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Einangrun á potta

Post by Plammi »

Eftir smá rannsókn á HBT þá er manni alveg óhætt að nota þetta í suðu líka.
Pælingin hjá mér er að hafa þetta á pottinum í meskingu og suðu og taka svo af fyrir kælingu. Þegar ég er að sjóða í miklum kulda þá finnst mér það taka heila eilíf að ná upp suðu og suðan verður soldið ójöfn (nær ekki í hliðarnar á 50L potti með 3,3kw elementi).
Einn sagði að hann væri þriðjung fljótari að ná upp suðu með þetta á.

Þráðurinn er hér: http://www.homebrewtalk.com/f11/will-re ... le-202987/
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Einangrun á potta

Post by Eyvindur »

rdavidsson wrote: Ef ég man rétt thá er sama einangrunargildi i thessu efni(8mm) eins og í 3 tommu steinull.... :)
Það hlýtur nú að fara eftir þéttleikanum. Steinull er til í ótal mismunandi þykktum og þéttleikum. Þriggja tommu steinull er ekki það sama og þriggja tommu steinull. ;)
En þegar ég hugsa mig betur um er steinull sennilega ekki besta einangrunin. Svona fyrir utan það hvað hún er andstyggileg í meðförum.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply