Gorhátíð Fágunar

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Gorhátíð Fágunar

Post by helgibelgi »

Sælt verið fólkið!

Eins og mögulega einhverjir vita verður haldin Gorhátíð Fágunar mánudaginn 11. nóvember!

Við ætlum að hittast í Gym og Tonic á Kex Hostel í kringum 21:00.

Þeir sem eiga eitthvað (fljótandi) gotterí eru hvattir til að koma með og gefa öðrum að smakka. Dómarablöðum verður dreift fyrir þá sem vilja fá drykki sína dæmda.

Gorhátíð kemur í staðinn fyrir mánudagsfund Nóvembermánaðar.

(btw, Matti er aðeins að fikta í vefsíðunni)
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Gorhátíð Fágunar

Post by Plammi »

Hvað er Gorhátíð?
Verður Gorhátíðin á eftir keppninni eða er keppnin hluti af Gorhátíð?
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Gorhátíð Fágunar

Post by helgibelgi »

Plammi wrote:Hvað er Gorhátíð?
Verður Gorhátíðin á eftir keppninni eða er keppnin hluti af Gorhátíð?
Gorhátíðin er í raun vetrar-hátíð. Gormánuður er fyrsti mánuður vetrar.

Þeir sem taka þátt í Dvergakastinu mæta aðeins fyrr, kl. 20:00 og við dæmum sigurvegara í þeirri keppni. Sjá http://fagun.is/viewtopic.php?f=14&t=2786

Já, Dvergakastið er þannig í rauninni hluti af Gorhátíðinni :fagun:
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Gorhátíð Fágunar

Post by Plammi »

Takk fyrir þetta.
Þessi dómarablöð voru aðeins að trufla mig, hélt ég væri að lesa þráð um Dvergakastið og fór alveg í rugl :p
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Gorhátíð Fágunar

Post by Eyvindur »

Kæru félagar!

Gorhátíðin verður öll með glæsilegasta móti, og við höfum fest kaup á alveg einstökum bjór frá Gæðingi, sem við ætlum að bjóða á hátíðinni. Um er að ræða hveitibjór sem sýking komst í, sem er víst alveg framúrskarandi góður. Skilst að hann sé nett súr og með miklum brett karakter.

Við fáum hann á kútum. Á einhver dælu sem passar fyrir hefðbundnu týpuna sem hann gæti komið með fyrir þennan hvalreka?

Allavega, við verðum með 30 lítra af stórfenglegum ævintýrabjór, og til að dekka hluta af kostnaðinum við bjór og sal ætlum við að láta kosta inn fyrir þá sem eru ekki félagsmenn, 1.000 krónur íslenskar. Frítt fyrir meðlimi.

Þetta er augljóslega eitthvað sem enginn má missa af! Endilega látið vita af þessu, ef einhverjir koma sjaldnar hingað inn. Höfum þessa gorhátíð sem allra glæsilegasta.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Gorhátíð Fágunar

Post by helgibelgi »

Sælir Gerlar

Á einhver ykkar Sanke dælu-græjur?

Okkur vantar nefnilega Sanke-fittings til þess að geta dælt Gæðingsölinu ofan í ykkur :P

(Veit að Eyvindur spurði líka hér fyrir ofan, en fannst það of óljóst að þetta eru sem sagt Sanke)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Gorhátíð Fágunar

Post by Eyvindur »

Takk kærlega fyrir frábært kvöld, og til hamingju Dvergar! Þetta var fámennt en afskaplega góðmennt. Ég skemmti mér að minnsta kosti konunglega.

:fagun:
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: Gorhátíð Fágunar

Post by karlp »

A lovely evening!

Results of the "best beer" section:
  1. 39.4 Siggi/æpíei won this section with his "salt og pipar" beer
  2. 32.4 karlp's APA
  3. 31.6 Helgi's eisbock
  4. 31.4 Qtab's eplasafi instead water gruit
  5. 22.6 plammi's coulda/shoulda watered down ale :(
  6. 25.8 dabbi's foul smelling blueberry wild concotion
(Using the gymnastics method of discarding the top/bottom scores, Helgi and QTab are equal on 31.3)

Results of the "mest áhugavert aðferð" section:
  1. 41.6 dabbi took this with his blueberry skin yeast. Would have been better with pictures!
  2. 40 Helgi's eisbock technique with upside coke bottles was definitely novel
  3. 36 Siggi/æpíei's salt og pipar brew was very well documented
  4. 35.2 plammi's giant brew in a bag
  5. 34.6 karlp's brewing in a french press (pressukanna)
  6. 33.8 Qtab's pasta strainer
The brief words above do no justice to the diverse range of techniques chosen and styles of beer brewed. You all missed out on some wild wild stories.

Both the winners in these sections won a dwarf statue, and a bunch of beers donated by Járn og Gler, thanks guys!
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Gorhátíð Fágunar

Post by gm- »

Væri gaman að fá inn nánari útlistun á þessum aðferðum :skal:
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Gorhátíð Fágunar

Post by helgibelgi »

gm- wrote:Væri gaman að fá inn nánari útlistun á þessum aðferðum :skal:
Ég skellti myndunum mínum á dropbox, hér: https://www.dropbox.com/sc/tl4gviv1hgenhyv/TVGZReTpDc

Lýsing:
Planið var að gera Eisbock. Ég fann þennan fína belgíska djúpsteikingarpott í góða hirðinum á 1200kr. Hann tekur um það bil 6-7 lítra, meira en nóg fyrir svona dverg. Ég meskti í poka í pottinum, hann hélt hitastigi rosalega vel eins og sést á mynd (þar sem ég tek hitastig í enda meskingar). Hann var hins vegar allt of öflugur í suðu og ég þurfti að standa upp við pottinn og stjórna elementinu sjálfur með því að slökkva/kveikja til að það myndi ekki sjóða upp úr (sem gerðist samt margoft yfir suðutímann). Ég byrjaði með um 3 lítra fyrir suðu og endaði með rétt um 1 lítra eftir suðu (sauð í 90 mín). Kæliaðferðin var þannig að ég lét virtinn renna í gegnum 15 metra kælispíral (sem lá í ísbaði í gerjunarfötu) og ofan í gallon growler sem var gerjunarílátið fyrir þennan bjór (reyndar of stórt þar sem planið var að gerja 2 lítra). Eftir gerjun var bjórnum skellt á gosflöskur og inn í frysti í eina nótt. Siðan var klakanum leyft að þiðna aftur (að hluta til) ofan í gallon growler og skellt á flöskur. Ég þurfti að re-pitcha með ölgeri í flöskuna (eins lítra flaska) til að ná upp kolsýru. Út kom þessi fíni eisbock sem mér var sagt af reyndari mönnum að væri ekki það slæmur þó ég var sjálfur ekkert allt of hrifinn (enda hef ég aldrei smakkað eisbock áður).
Post Reply